Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 60

Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 60
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Ég átti gott spjall nýverið við poppstjörnu Íslands um stöðu kynfræðslu hér á landi. Hann spurði mig af hverju það væri ekki til dæmis til staða fyrir kynfræðing hjá menntamála- ráðuneytinu eða landlækni þar sem hægt væri að sjá til þess að kynfræðslu væri sinnt. Þessi aðili mundi flytja kynfræðslu í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og kenna kennurum, námsráðgjöfum eða hjúkrun- arfræðingum í hverjum skóla að sinna fræðslunni. Þá væri líka hægt að tala við foreldra og íþróttaþjálfara, leikskóla- kennara og starfsfólk félags- miðstöðva og alla þá sem vinna með börnum eða gegna ákveðn- um trúnaðarstörfum. Afbragðs- góð hugmynd þótti mér en ég hafði því miður ekkert svar. Ég veit ekki af hverju kynfræðsla er ósýnileg eða af hverju smokkar eru ótrúlega dýrir. Sérfræðingar á Landspítal- anum og innan Háskóla Íslands og félög á borð við FKB, Félag um kynlíf og barneignir, hafa bent á að hér þurfi að lyfta grettistaki þegar kemur að kynfræðslu málum. Við bönnum ekki klám og höldum að þar með sé vandamálið leyst. Fólk borð- ar enn óhollan mat þó að Mc- Donald‘s sé ekki lengur á land- inu. Því finnst mér um ræðan vera á villigötum. Við vitum öll að auka þarf fræðslu; börnin, foreldrar og kennarar kalla eftir því en svo gerist eigin lega ekki neitt. Ekki gera ekki neitt á vel við hér. Kynfræðsla er hluti af heilsuvernd, forvörn, lýð- heilsu, heilsueflingu og öllum þessu fínu orðum sem er búið að veggfóðra skólana með. Því velti ég fyrir mér af hverju kyn- fræðsla sitji enn á hakanum? Er þetta spurning um fjármagn, vilja eða óþægilegheit? Ég hef ekki svörin en mér þykir þetta ákaflega fróðlegt og myndi gjarnan vilja fá svör frá einhverjum einhvers staðar úr heimi ráðuneytanna. Kyn- fræðsla er ferli sem hvorki verður leyst með einum klukku- stundar löngum fyrirlestri eða sautján mínútna myndbandi. Við eigum fullt af viljugu fólki innan veggja skólanna til að sinna henni en það fær hvorki tíma, þjálfun né stuðning til að gera það. Nú er 2013 og við þurfum að taka okkur taki. Ef við viljum ábyrgt samfélag þar sem kynin standa jöfnum fæti þá byrjum við á kynfræðslu, enda okkar hjartans mál. Kynfræðsla ætti að vera hjartans mál KYNFRÆÐSLA Ekki gera ekki neitt á vel við hér. Tónlistarmyndbanda síðan Vevo, sem var sett á fót af tónlistarútgáfuris- unum Sony og Univer- sal árið 2009, hleypti á þriðjudag í loftið nýrri stafrænni sjónvarpsstöð sem sýnir myndbönd og aðra tónlistartengda dag- skrá allan sólarhringinn. Hægt verður að sjá stöð- ina með tækjum sem tengjast við internet- sjónvarpstæki, eins og Xbox, og einnig í snjallsímum og spjald- tölvum. Vevo-stöðin verður fyrst um sinn einungis fáanleg í Bandaríkjun- um og Kanada en stefnt er að því að hefja útsend- ingar ætlaðar Evrópu- og Suður-Ameríkumarkaði síðar á þessu ári. Rio Caraeff, for- stjóri Vevo, segir í viðtali við Financial Times að hefðbundin sjónvarpsstöð með tónlistarefni geti enn dregið að sér yngri áhorf- endur, eða „stafrænu kynslóðina“ eins og hann orðar það. Spurður hvort Vevo verði hið nýja MTV, sem fór í loftið fyrir 31 ári, segir Caraeff: „Ég vona það og stefni að því en eðli málsins sam- kvæmt verða stöðv- arnar ólíkar. Við reyn- um að framkalla vissa nostalgíu en 70 prósent áhorfenda okkar eru undir 34 ára aldri.“ Vill gera Vevo að hinu nýja MTV Tónlistarmyndbandavefsíðan Vevo í sjónvarpið. RIHANNA Stærstur hluti áhorfenda Vevo-vefsíðunnar er undir 34 ára og því líklegt að Rihanna verði á dagskránni á nýju sjón- varpsstöðinni. S ÍM I : 588 5777 3 . H ÆÐK R I N G L U N N I 14 . - 18 . MARS M ORROW KR I NGLUN N I 3 . H ÆÐ V ERÐD ÆMI 1 . 490 5 .990 3 .990 3 .990 f r á 6 . 990 990 1 . 490 5 . 990 f r á 6 . 990 9 . 990 Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, ætlar sér að áfrýja úrskurði dómara frá því á mánu- dag. Úrskurðurinn kemur í veg fyrir að bann við sölu gosdrykkja í stærri einingum en sem nemur 16 únsum, eða 437 millilítrum, taki gildi í dag í borginni eins og fyrirhugað var. Bannið átti að gilda um veitingastaði, kvik- myndahús og fleiri sölustaði. Dómarinn sagði bannið vera duttlungafulla geðþóttaákvörðun. Borgarstjórinn, sem hefur lagt mikla áherslu á að setja lög sem hann telur stuðla að betri heilsu New York-búa, mótmælir því og heitir því að hann muni berjast áfram fyrir því að reglurnar verði settar. Enn hægt að kaupa risagos GOS New York-búar mega enn kaupa gos í stórum umbúðum. Ný rannsókn í Danmörku stað- festi ekki bara það að gift fólk lifði lengur en ógift eða fráskilið heldur kom einnig í ljós að giftir hommar yrðu sífellt langlífari og eru þeir nú búnir að slá út ógifta menn og fráskilda. Telja rannsak- endur að þar gæti spilað inn í sá árangur sem náðst hefur í barátt- unni við HIV og alnæmi á undan- förnum árum. Rannsókninni var stýrt af Dr. Morten Frisch, prófessor við Háskólann í Álaborg og í henni var skoðaður dánaraldur 6,5 milljón Dana sem létust á árunum 1982 til 2011. Samkvæmt könnun- inni er langlífasti hópurinn enn þá gagnkynhneigð hjón, en við skilnað hækkar dánartíðni þeirra þó við hvert hjónaband sem fylgir á eftir; um 27 prósent hjá konum og 16 prósent hjá körlum. Dánartíðni giftra lesbía hefur þó aukist lítillega ef marka má rannsóknina og telja rannsakend- ur ástæðuna mega rekja til þess að lesbíur séu 60 prósentum lík- legri en gagnkynhneigðar konur til að láta lífið úr krabbameini og sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð. Ástæður þessa eru þó óþekktar. Langlífi gift ra homma Gagnkynhneigð hjón langlífust en hommar sækja á. LIFA LENGUR Lífslíkur giftra homma hafa aukist á undanförnum árum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.