Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 61
FIMMTUDAGUR 14. mars 2013 | MENNING | 45
- Lifið heil
www.lyfja.is
Komdu
í kvöld
Æðisleg tilboð í Lyfju á konukvöldi
Smáralindar 14. mars kl. 19–23. Sérfræðingar
kynna allt það nýjasta fyrir húðina og vor- og
sumarförðunina. Veglegir kaupaukar.
Láttu það eftir þér að dekra svolítið við
þig og kauptu fermingargjöfina í leiðinni.
Allir ilmir með
20% afslætti í kvöld!
Saga Pro
Lavera
self tanning
Weleda
GULI
MIÐINN
20% afsláttur
20% afsláttur
Kynning og 20% afsláttur
20% afsláttur
20% afsláttur
20% afsláttur
Hættir – 40% afsláttur
20% afsláttur
20% afsláttur
Kaupauki og 20% afsláttur
20% afsláttur
20% afsláttur
„Ég hef aldrei séð neinn jafn
þreyttan og Eyþór Inga á þriðju-
dagskvöldið, enda vorum við þá
búin að vera að í yfir 20 tíma
samfleytt og hann búinn að verja
stórum hluta þess tíma í vatni,“
segir Guðmundur Þór Kárason,
leikstjóri tónlistarmyndbands
Eurovision-lagsins Ég á líf og einn
eigandi framleiðslufyrirtækisins
Purkur, sem annast gerð þess í
samstarfi við Pipar/TBWA.
Myndbandið gerist á hafi úti og
ver Eyþór Ingi stórum hluta þess
í vatninu sjálfu. „Við köstuðum
honum út í tveggja gráða heit-
an sjóinn þegar hitastigið úti var
mínus fjórar gráður. Það voru þrír
björgunarsveitar menn viðstaddir
og tilbúnir að grípa inn í ef þess
þyrfti. Þetta gekk þó allt lygilega
vel,“ segir Guðmundur.
Guðmundur Þór segir marga
hafa lagt lóð á vogarskálarn-
ar við gerð myndbandsins. „Það
gáfu sig allir 200 prósent í þetta
og metnaður inn var svo mikill
að jafnvel þegar ég var búinn að
samþykkja tökuna vildu Eyþór og
Hákon tökumaður stundum taka
hana aftur til að ná henni alveg
fullkominni,“ segir hann. „Mér
líður eins og ég hafi ekki gert
neitt. Ég stóð bara þarna í dúnúlpu
og sagði fólki fyrir verkum,“ bætir
hann við hlæjandi.
Myndbandið er að sögn Guðmund-
ar angurvært og gleðilegt í bland.
„Það er svolítið dramatískt en ég
lagði upp með að hafa það ekki of
væmið. Svo var þetta auðvitað kol-
væmið þegar upp var staðið,“ segir
hann og hlær. Myndbandið verður
frumsýnt í hádeginu á morgun á
heimasíðu Vodafone. - trs
Eyþóri kastað í ískaldan sjóinn og stóð sig eins og hetja
Kolvæmið, angurvært og gleðilegt myndband við Eurovision-lagið Ég á líf verður frumsýnt á heimasíðu Vodafone í hádeginu á morgun.
FAGMAÐUR Eyþór Ingi
þurfti að þola tveggja gráða
heitan sjó í einu atriðinu og
voru þrír björgunarsveita-
menn tilbúnir að grípa inn í
ef þess þyrfti.
MYND/VALGEIR MAGNÚSSON
Liam Gallagher, fyrrverandi
söngvara Oasis, var tvisvar sinn-
um hent út af sömu kránni í síð-
ustu viku fyrir að vera of drukk-
inn.
Eigandi The Queens í Crouch
End í London sagði The Sun að
Gallagher hefði komið
tvisvar á krána og verið
neitað um afgreiðslu
og vísað út. Þegar
Gallagher spurði
hvort honum
væri hent út
vegna þess
að hann væri
rokkstjarna
var svarið ein-
falt: „Nei, þú
ert bara fullur
fáviti.“
Tvisvar hent út
af sömu kránni
LIAM Gallagher-
bróðurnum leiðist
ekki sopinn.
Tónleika- og skemmtistaðurinn
Faktorý hefur farið af stað með
nýja tónleikaröð sem kallast
Grasrótin.
Meginmarkmið hennar að gefa
ungum og efnilegum hljómsveit-
um og tónlistarmönnum kost á
að koma sér á framfæri á góðum
tónleikastað í góðu hljóðkerfi.
Frítt verður á alla viðburði.
Þeir sem hafa áhuga á að koma
fram á Grasrótinni geta sent
umsóknir á bokanir@faktory.is.
Fyrstu tónleikarnir verða haldnir
á fimmtudagskvöld þegar hljóm-
sveitirnar Kajak og Dreamcast
stíga á svið.
Grasrót hefst
KAJAK Hljómsveitin Kajak spilar á nýju
tónleikaröðinni. F56120313 KAJAK