Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 62
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46
„Það er mjög gaman að vera á
svæðinu og fylgjast með keppn-
inni,“ segir Sigrún María Ammend-
rup, skrifstofustjóri tölvunarfræði-
deildar Háskólans í Reykjavík, um
forritunarkeppni sem haldin er í
HR komandi laugardag. Keppnin er
opin öllum framhaldsskólanemum,
einnig þeim sem hafa áhuga á for-
ritun án þess þó að hafa lært hana.
Keppnin var fyrst haldin árið
2001 og að sögn Sigrúnar Maríu
hefur ásóknin aukist ár frá ári.
Þegar hafa 45 lið skráð sig til
keppni og er það metþátttaka.
„Keppendur koma á föstudaginn
og fá leiðbeiningar og boli og mæta
svo aftur á laugardagsmorgni, fá
morgunmat og hefja keppni,“ segir
hún. Aðeins tvö lið sem skráð eru
í keppnina eru skipuð stúlkum og
viðurkennir Sigrún María að það
hafi reynst erfitt að fá stúlkur til að
taka þátt. „Við erum alltaf að hvetja
stelpur til þátttöku en þær eru enn
í minnihluta, sem er synd því þær
hafa staðið sig mjög vel síðustu ár.“
Keppt er í þremur deildum;
Kirk-deildinni, Spock-deildinni og
Scotty-deildinni. Spurð út í nöfn
deildanna segir Sigrún María að
reynt sé að tengja þau vísindum
á einhvern hátt. „Við veljum nýtt
þema á hverju ári. Í fyrra hétu
deildirnar til dæmis eftir pers-
ónum gamanþáttanna The Big
Bang Theory. Nöfnin eru oftast
tengd vísindum eða öðru sem við
höldum að sé vinsælt hjá þessum
hópi,“ segir hún að lokum.
- sm
Metþátttaka í forritunarkeppni
Forritunarkeppni framhaldsskólanema fer fram á laugardag. Metþátttaka í ár.
METÞÁTTTAKA Í KEPPNI Sigrún María
Ammendrup, skrifstofustjóri tölvu-
fræðideildar HR, segir metþátttöku í
forritunar keppni framhaldsskólanema í
ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þetta er auðmelt tónlist og ekki
týpískur blús. Það er fullt af melód-
ískum og fallegum lögum á plöt-
unni,“ segir lagahöfundurinn
og hjartalæknirinn Helgi Júlíus
Óskars son.
Hann hefur sent frá sér sína
fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir
eftir reggíplötunni Kominn heim
sem hafði að geyma hin vinsælu lög
Stöndum saman og Þú ert mín, sem
Valdimar Guðmundsson söng. Valdi-
mar syngur einnig á nýju plötunni,
hið rólega Æviskeið. „Hann syng-
ur það eins og engill,“ segir Helgi
Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni
eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni
Ásgeirsson og hinn efnilegi Elvar
Örn.
Textarnir eru bæði eftir Helga og
konu hans, Bjarngerði Björnsdótt-
ur, sem átti marga texta á annarri
plötu hans, Haustlauf. Vinur hans,
læknirinn Sigurður Ágústsson, á
einnig texta á plötunni.
Í blús var öll tekin upp lifandi,
fyrir utan sönginn. Upptökustjóri
var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga,
Unnur Ýr, hannaði umslagið eins
og hún hefur gert fyrir allar plötur
föður síns.
Spurður hvort eitthvert laganna
sé líklegt til vinsælda eins og lögin
af Kominn heim segist Helgi Júlíus
halda það. „Það eru fjögur til fimm
lög sem hafa allt til að bera til að
slá í gegn en það þýðir ekki að þau
geri það.“
Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst
í spilun lagið Draumavon sem Sig-
ríður syngur. „Hún er algjör undra-
manneskja. Maður er bara dol-
fallinn þegar maður heyrir hana
syngja,“ segir Helgi Júlíus, sem er
þegar byrjaður að undirbúa næstu
plötu sem verður í þjóðlagastíl. - fb
Ekki týpískur blús frá Helga
Valdimar, Sigríður Thorlacius og KK syngja á fj órðu sólóplötu Helga Júlíusar.
EKKI TÝPÍSKUR BLÚS Fjórða plata
Helga Júlíusar hefur að geyma
auðmelta tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TÓNLIST ★★★★ ★
David Bowie
The Next Day
ISO– SONY
Stórstjarnan David
Bowie kom öllum á
óvart á 66 ára afmæl-
inu sínu í ársbyrjun
og tilkynnti að hann
væri að fara að senda
frá sér nýja plötu, tíu
árum á eftir þá síðustu; Reality. Um
leið sleppti hann einu lagi í spilun,
hinu ljúfsára og nostalgíska Where
Are They Now? Síðan hafa Bowie-
aðdáendur beðið með öndina í háls-
inum og vonað að karlinn fari nú
ekki að klikka á ögurstundu.
Það er alveg hægt að segja það
strax að The Next Day er mjög fín
Bowie-plata. Mun betri en ég hefði
þorað að vona. Hún er ekki full-
komin og hún jafnast ekki á við
hans allra bestu plötur, hvort sem
við tölum um Hunky Dory, Ziggy
Stardust, Low, Heroes eða Scary
Monsters. Hún er samt ekkert mjög
langt undan og hún er sterkasta
framlag Bowies a.m.k. síðan Out-
side kom út fyrir átján árum.
Það eru fjórtán lög á The Next
Day, sautján á sérútgáfunni. Tón-
listin er fjölbreytt en heildar-
svipurinn er
samt góður.
Það eru bæði
kraftmikil
rokklög á henni
og svo rólegri
lög þar sem raf-
magnsgítarinn
gegnir ekki jafn
stóru hlutverki.
Það er greini-
legt að Bowie
og samstarfs-
menn hans, m.a.
upptöku- stjórinn Tony Vis-
conti, hafa legið yfir útsetningun-
um. Það er margt vel gert. Gamla
gítar hetjan Earl Slick, sem spil-
aði mikið með Bowie á árum áður,
sýnir fín tilþrif í rokkaðri lögunum
og strengir, píanó, barítónsaxófónn
o.fl. hljóðfæri njóta sín á stöku stað.
Eins og fyrr segir er The Next
Day ekki fullkomin. Lögin eru svo-
lítið misgóð. Platan byrjar mjög vel.
Átta fyrstu lögin eru öll góð. Svo
dettur hún aðeins niður með lögum
eins og Boss of Me og (You Will) Set
the World On Fire, en hún nær sér
hressilega á strik í loka lögunum
tveimur You Feel So Lonely You
Could Die og Heat. Platan væri
sterkari ef hún væri tíu laga (eins
og Heroes) eða ellefu laga (eins
og Ziggy Stardust) en hún er samt
mjög sterk eins og hún er.
Á heildina litið er The Next Day
fín Bowie-plata. Karlinn kann enn
að semja lög og texta og röddin
hefur haldið sér furðuvel. Umslagið
er líka skemmtilegt; endurvinnsla á
Heroes-umslaginu.
Trausti Júlíusson
NIÐURSTAÐA: Sterkasta framlag
Bowies í langan tíma.
Kraft mikil endurkoma
THE NEXT DAY „...sterkasta framlag
Bowies a.m.k. síðan Outside kom út
fyrir átján árum.“
➜ Keppt er í þremur deildum;
Kirk-deildinni, Spock-deildinni
og Scotty-deildinni.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfisgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
ST. SIG:
STRIGI OG
FLAUEL
THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10
KON-TIKI (12) 17:50, 21:30
ST. SIG: STRIGI OG FLAUEL (L) 17:45, 20:15
HVELLUR (L) 22:20 (Í SÍÐASTA SINN)
FIT HOSTEL (L) 19:00
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
V I P
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
R.EBERT
LA TIMES
K.N. EMPIRE
BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTABLAÐIÐ
IDENTITY THIEF 8, 10.20
OZ GREAT AND POWERFUL 5, 8
VESALINGARNIR 6, 9
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D 6
H.S.K - MBL
5%
ÓSKARSVERÐLAUN
M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS
DANIEL DAY-LEWIS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
-EMPIRE
IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12
21 AND OVER KL. 10.10 14
THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L
ÓFL TTINN F ÁR JÖRÐU 2D KL. 3.40 L
DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16
DJANGO KL. 9 16
HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L
- H.S.S., MBL
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
THIS IS 40 KL. 8 - 10.40 12
LINCOLN KL. 6 - 9 14
LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10