Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 66
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50
Gegn krabbameini í körlum
Nicotinell er
samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur
úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja,
að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má
nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður
skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með
mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja
með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20
sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt
í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds,
tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í
upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf.
Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg
lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá
skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á
sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til
þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur
ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur.
Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða
meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð.
Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef
þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki,
ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða
gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í
fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur
valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A.
Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
N
IC
13
01
02
Í mars renna 100 kr. af hverjum
seldum pakka af Nicotinell beint
til átaksins Mottumars.
Mundu að það eru bláu pakkarnir
frá Nicotinell sem styrkja gott
málefni.
100 KRÓNUR
KÖRFUBOLTI Úrsl ita keppni
körfuboltans nálgast óðum enda
bara tvær umferðir eftir af
deildarkeppninni. Það er samt
langt frá því að vera ljóst hvaða
lið mætast í átta liða úrslitunum
og ýmislegt getur breyst á næstum
100 klukkutímum.
Það sem flækir málið talsvert
við útreikningana er að innbyrðis
viðureignir viðkomandi liða ráða
sætaröðinni, verði þau jöfn, og það
er líka allt eins líklegt að fleiri
en tvö lið verði jöfn að stigum. Í
slíkri stöðu verður til ný tafla eins
og um lítið mót væri að ræða hjá
viðkomandi liðum.
Það skiptir því mörg liðanna
miklu máli hvaða lið verða jöfn
þeim að stigum ætli þau að njóta
góðs af sigrum úr innbyrðis
leikjum.
Fréttablaðið hefur rýnt í
stigatöfluna og úrslit vetrarins
til þess að útskýra betur hvað
er í raun undir í kvöld og á
sunnudagskvöldið.
Grindvíkingar ættu þó að eiga
deildarmeistaratitilinn vísan
annað árið í röð enda með tveggja
stiga forystu á Snæfell og með
betri innbyrðis stöðu.
Það er mun meiri spennan í
baráttunni um heimavallarréttinn
í úrslitakeppninni en Þór, Stjarnan
og Keflavík verða þar í eldlínunni.
Snæfell verður hins vegar alltaf
meðal fjögurra efstu liðanna þökk
sé stigum og innbyrðis stöðu.
Njarðvíkingar hafa unnið fimm
leiki í röð og gætu vissulega
hækkað sig úr sjötta sætinu
með sigri á Keflavík enda með
betri innbyrðis stöðu gegn
nágrönnunum. Keflvíkingar
ættu að eiga auðveldari leik í
lokaumferðinni. Njarðvík er líka
með betri innbyrðis stöðu á móti
Stjörnunni en Stjarnan er á miklu
flugi og á líka leiki á móti neðstu
liðunum. Barátta Njarðvíkinga
er því fyrst og fremst við KR
um sjötta sætið en þar nægir KR
að jafna þá að stigum þar sem
KR-ingar eru með betri innbyrðis
stöðu.
Svo er það stóra spurningin
hvort að það verði úrslitakeppni í
Fjósinu í Borgarnesi eða í Síkinu
á Króknum en bæði húsin eru
þekkt fyrir frábæra stemmningu
við slíkar aðstæður. Skallagrímur
stendur betur í stigum en ekki í
innbyrðis viðureignum. Hvorugt
lið er alveg öruggt um sæti sitt í
deildinni en bæði gætu endanlega
tryggt sér sætið með hagstæðum
úrslitum hjá sér eða í öðrum
leikjum í kvöld.
Fjölnir, ÍR og KFÍ eru öll jöfn
á botninum en Fjölnir nýtur góðs
af innbyrðis móti þessarar þriggja
liða eftir sigurinn mikilvæga á ÍR
í síðustu umferð. Fjölnir á aftur á
móti erfiðari leiki eftir en hin tvö
liðin.
Hér t i l h l iðar má sjá
ítarlegra yfirlit um þessi fjögur
baráttusvæði í lokaumferðum
Dominos-deildar karla.
ooj@frettabladid.is
Hver endar hvar?
Tvær síðustu umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta fara fram á næstu
fj órum dögum og þá ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið
mætast þar. Auk þess mun koma í ljós hvaða tvö lið munu falla niður í 1. deild.
MIKILVÆGUR Á LOKASPRETTINUM Benjamin Smith þarf að spila vel ætli Þórsarar
að halda stöðu sinni í 3. sætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Grindvíkingar tryggja sér deildarmeistaratitilinn með
næsta sigri hvernig sem aðrir leikir fara. Þeir hafa
nefnilega betri innbyrðisstöðu á móti Snæfelli
sem verður því að komast yfir þá á stigum.
Þór nægir að jafna Grindavík en þarf
hins vegar að vinna upp fjögurra stiga
forskot. Grindvíkingar eiga leiki eftir
við Fjölni og Tindastól sem þeir eiga að
vinna.
Baráttan um deildarmeistaratitilinn
(Grindavík 32, Snæfell 30, Þór 28)
Fimm lið geta enn fallið úr deildinni en það þarf
þó eitthvað óvænt að gerast til að Skallagrímur
eða Tindastóll fari niður. Skallagrímur er með verri
innbyrðis stöðu á móti þremur af fjórum liðum
fyrir neðan sig (ekki Fjölni) og Tindastóll er verri
innbyrðis á móti tveimur og hugsanlega þremur tapi
liðið með meira en sex stigum á móti ÍR í kvöld.
Mestar líkur eru þó á því að tvö af þremur neðstu
liðunum fari niður. Fjölnir, ÍR og KFÍ eru öll með 10
stig en Grafarvogsbúar eru með besta árangurinn í
innbyrðis móti liðanna. Fjölnir vann þrjá af fjórum
leikjum sínum við hin tvö liðin og er líka betri
innbyrðis á móti Tindastól.
Baráttan um að sleppa við fall
(Skallagrímur 14, Tindastóll 12, Fjölnir 10, ÍR 10, KFÍ 10)
Fjögur efstu sætin gefa heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar
og þau tvö efstu heimavallarrétt í undanúrslitunum. Grindvíkingar eru
öryggir með annað efstu tveggja sætanna og Snæfellingar verða alltaf í
hópi fjögurra efstu vegna stöðu í innbyrðis viðureignum. Þrjú næstu félög,
Þór, Stjarnan og Keflavík, berjast síðan um hin tvö sætin. Það gæti orðið
flókinn útreikningur enda möguleiki á því að mörg lið verði jöfn.
Stjörnumenn verða efstir verði öll þessi lið jöfn að stigum en þá munu
Keflvíkingar reka lestina og missa af heimavallarréttinum. Keflvíkingar
eru verri innbyrðis á móti bæði Þór og Stjörnunni en Stjarnan er síðan
betri innbyrðis á móti Þór. Það getur því margt gerst í lokaumferðunum.
Keflavíkurliðið þarf því að komast upp fyrir hin liðin á stigum ætli það að
hækka sig í töflunni.
Verði Snæfell, Þór, Stjarnan og Keflavík öll jöfn að stigum, sem getur gerst,
þá verður röðin væntanlega eins og hún er í dag nema að stórsigur Þórs
á Snæfelli í kvöld gæti skilar Þórsurum upp fyrir Snæfell. Þór vann fimm
stiga sigur í fyrri leiknum og verður því ofar en Snæfell með sigri verði
aðeins þau lið jöfn. Snæfell er með betri innbyrðis stöðu á móti öllum
þessum liðum nema Keflavík.
Skallagrímur og Tindastóll berjast um tvö síðustu sætin inn í
úrslitakeppnina þó að slakur árangur í innbyrðis viðureignum gegn neðstu
liðunum gefi smá möguleika á kraftaverkastökki hjá liðunum þremur
fyrir neðan. Það eru frekar reikningsmöguleikar en raunhæfir möguleikar.
Lykilatriði hér er að Tindastóll verður ofar en Skallagrímur verði liðin
jöfn. Stóri möguleikinn hjá Tindastól liggur í leiknum við ÍR í Seljaskóla
í kvöld en svo gæti einnig farið að Stólarnir taki á móti nýkrýndum
deildarmeisturum Grindavíkur í lokaumferðinni sem hefðu þá að engu
að keppa. Skallagrímsmenn mæta í DHL-höllina í kvöld og
taka á móti Þór í lokaumferðinni en þeir unnu fyrri leikinn
í Þorlákshöfn. Hér er því mikil spenna og mikið í boði fyrir
bæði lið.
Baráttan um sæti í úrslitakeppninni
(Skallagrímur 14, Tindastóll 12, Fjölnir 10, ÍR 10, KFÍ 10)
Staðan í deildinni
Grindavík 20 16 4 1961-1743 32
Snæfell 20 15 5 1930-1738 30
Þór Þ. 20 14 6 1852-1715 28
Stjarnan 20 13 7 1886-1766 26
Keflavík 20 13 7 1840-1762 26
Njarðvík 20 11 9 1803-1721 22
KR 20 10 10 1718-1726 20
Skallagrímur 20 7 13 1610-1751 14
Tindastóll 20 6 14 1618-1729 12
Fjölnir 20 5 15 1661-1864 10
ÍR 20 5 15 1660-1808 10
KFÍ 20 5 15 1775-1991 10
LEIKIR KVÖLDSINS:
Stjarnan-KFÍ Grindavík-Fjölnir.
ÍR-Tindastóll Njarðvík-Keflavík.
Þór Þ.-Snæfell KR-Skallagrímur
LEIKIR SUNNUDAGSKVÖLDSINS:
Keflavík-ÍR Tindastóll-Grindavík
Fjölnir-Stjarnan KFÍ-KR
Skallagrímur-Þór Þ. Snæfell-Njarðvík
Baráttan um heimavallarréttinn
(Þór 28, Stjarnan 26, Keflavík 26)