Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 70
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 „Það er græni drykkurinn hennar Sollu á Gló. Hann er svo ótrúlega hollur og orkugefandi.“ Sigríður Eyþórsdóttir úr hljómsveitinni Sísí Ey. DRYKKURINN Hljómsveitirnar Robert the Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán koma fram á styrktartónleikum fyrir Geðhjálp sem verða haldnir á Kexi hosteli á föstudaginn. Skipuleggjendur eru Bergþóra Sveins dóttir, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Jóhann Páll Jónsson, nemar við Háskóla Íslands í tóm- stunda- og félagsmálafræði. Þau eru í faginu viðburðastjórnun og er eitt verkefnið að halda einhvers konar viðburð. Geðhjálp völdu þau vegna þess að þar finnst þeim vera þarft og gott starf í gangi sem kemur öllum við, á beinan eða óbeinan hátt. Samtökin eru til húsa við Túngötu. „Það er búin að vera mikil umræða í gangi í samfélaginu um þetta málefni og það vantar fleiri úrræði fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Bergþóra. Henni líst vel á tónleikana á föstudaginn. Systir Bergþóru, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, er einmitt söngkona í Robert the Roommate. „Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og ég vona að sem flestir mæti. Þetta er mjög mikil- vægt málefni.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og hefjast þeir stundvíslega kl. 20.30. - fb Tónleikarnir hluti af háskólanáminu Marsibil, Bergþóra og Jóhann Páll skipuleggja tónleika til styrktar Geðhjálp á Kexi hosteli annað kvöld. SKIPULEGGJA TÓNLEIKA Frá vinstri: Jóhann Páll Jónsson, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Bergþóra Sveinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta er að verða ógeðslega flott,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um nýju heimasíðuna sína sem verður opnuð á föstudaginn. Á Palloskar.is verður allur hans ferill rakinn í tímalínu sem hefst á fæðingarári hans, 1970. Hægt verður að hlusta ókeypis á öll lögin sem hann hefur sjálfur gefið út, auk þess sem óútgefin lög, sjald- heyrðar upptökur, tónlistarmynd- bönd, ljósmyndir og blaðagreinar frá 22 ára ferli hans fá sinn sess. „Þú getur valið þau lög sem þú vilt, ýtt á play-takkann og farið svo að ryksuga heima hjá þér,“ segir Páll Óskar. „Þessi heimasíða er eiginlega vitnisburður um vinnu- alka. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hvað þetta er búin að vera rosalega mikil vinna í gegnum tíð- ina.“ Popparinn tekur fram að þetta sé ekki sölusíða og því verðihvorki hægt að kaupa lög, plötur né tón- leikamiða á henni. Í staðinn ætlar hann að dekra við hina fjölmörgu aðdáendur sína með því að upp- færa hana reglulega og frumflytja þar ný lög eða tónlistarmyndbönd þegar sá gállinn er á honum. „Það eru nokkrar smáskífur í augsýn. Þetta er svolítið sem ég ætla að spila út smám saman,“ segir hann en vill ekki lofa nýrri plötu fyrir jólin enda brjálað að gera við tón- leikahald. Palli kann strákunum hjá Wedo, þeim Guðmundi Ragnari Einarssyni, Charles Christie og Orra Helgasyni, bestu þakkir fyrir að hanna fyrir sig Pall oskar. is en sú vinna hefur staðið yfir í þrjá mánuði. Heimasíðan verður einmitt afhjúpuð í höfuðstöðvum Wedo. - fb Vitnisburður um vinnualka Páll Óskar Hjálmtýsson afh júpar nýja heimasíðu, Palloskar.is, á föstudaginn. OPNAR HEIMASÍÐU Páll Óskar afhjúpar nýja heimasíðu, Palloskar.is, á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS „Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mik- ill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykis- ins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrir tækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endur- hannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenning- arhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunar- meistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhús- inu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningar- hússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfir- skriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun. sara@frettabladid.is Íslenska ullin heillar tískuheiminn Hönnunartvíeykið Eley Kishimoto hefur endurhannað Selsham Víkur Prjóns- dóttur og verður hann hluti af haustlínu breska tískuhússins. GOTT SAMSTARF Brynhildur, Þuríður og Guðfinna reka hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttur. MYND/ARI MAGG Hjónin Mark Eley og Wakako Kishimoto stofnuðu hönnunar- merkið Eley Kishimoto í London árið 1992. Merkið er þekkt fyrir litrík og skemmtileg munstur og hjónin hafa til að mynda hannað línu fyrir sænska tískumerkið Weekday og breska skóframleið- andann Clarks. Árið 2008 gerðust Eley og Kishimoto aðalhönnuðir franska tískuhússins Cacharel. Þekkt fyrir skemmtileg munstur MYND/ARI MAGG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.