Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 72

Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 72
FRÉTTIR AF FÓLKI Stöðva leiksýningar Nóg er um að vera hjá leikkonunum Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og Brynhildi Guðjónsdóttur þessa dagana. Báðar eru þær í danshópi á vegum Ernu Ómarsdóttur sem er á leiðinni á listahátíð í Brussel í maí. Verkið sem um ræðir nefnist H, an Incident, en æfingar á því hefjast í byrjun apríl í Brussel. Að þeim sökum þarf að hætta sýningum á verkinu Karma fyrir fugla hjá Þjóðleikhúsinu fyrr en áætlað var, í byrjun apríl. Þórunn Arna er þar í aðalhlutverki og hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Dagskrá Borgarleik- hússins raskast einnig vegna þessa ferðalags, en hlé verður gert á sýningum sýningarinnar Gullregns frá lok mars fram í júní þar sem Brynhildur fer með hlut- verk í því verki. - kg, áp 1 Eigendur Lagarfl jóts slegnir 2 Davíð mögulega laus gegn tryggingar- gjaldi 3 Bjuggumst við að krókna í myrkrinu 4 Er með Þjóðverjum í klefa sem útveguðu honum föt 5 Dómari lýsir yfi r sakleysi fyrir hönd grunaðs bíómorðingja Mest lesið Stjörnustríð Fréttablaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Mugison hefði tekið heiðurssæti á lista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Hægri grænir geta ekki verið minni menn og munu nú hafa sannfært kollega tónlistarmannsins, sjálfan Gylfa Ægis son, um að setjast í heiðurssætið í sama kjördæmi. Þá er téður Gylfi einnig höfundur höfuðbaráttusöngs Hægri grænna í kosningunum. Ekki er þó um að ræða lagið Stolt siglir fleyið mitt, eins og hefði átt vel við í hinum pólitíska ólgusjó sem fram- undan er, heldur varð klámvísan útsmogna Sjúddirarí rei fyrir valinu. VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja 25% afsláttur af völdum vörum! 2 fyrir eina

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.