Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. apríl 2013 | SKOÐUN | 17
„Öflugt atvinnulíf er forsenda
öflugs velferðarkerfis.“ Hve
oft hefur maður ekki heyrt ein-
hvern stjórnmálamanninn fara
með þessa norrænu möntru?
„Við þurfum fleiri störf ef við
viljum gott heilbrigðiskerfi.“
„Við þurfum að auka útflutn-
ingsverðmæti ef við ætlum að
reka hér gott menntakerfi.“
Auðvitað er þetta allt saman
satt og rétt. En þessi hugsun-
arháttur fær fólk til að snúa
hlutum á haus. Menn fara bein-
línis að halda að helsti tilgangur
atvinnulífsins sé að afla ríkis-
sjóði tekna. Það er rugl.
Tölum aðeins um atvinnulífið.
Atvinnulífið er stórmerkilegt
fyrirbæri. Einhver á bilaðan
bíl. Einhver annar kann að gera
við bíl. Sá er svangur og langar
í pitsu. Pitsugerðarmanninn
langar í nýtt parket. Konan sem
kann að leggja parket vill læra
spænsku á kvöldin. Maðurinn
sem kennir henni spænsku var
að eignast barn og þarf notaðan
barnavagn. Gott atvinnulíf
kann að leysa úr öllum þessum
flækjum.
Það er sama hvort menn
krukka í Excel-skjölum eða
safna dósum niðri í bæ um
helgar, einhver vinna er sam-
félaginu oftast gagnlegri en
engin vinna. Og vel á minnst:
Það er samfélaginu mun gagn-
legra að menn vinni svart en
að þeir vinni ekkert. Þó að það
sé ekki sérstaklega vinsælt að
segja það.
Að skila sínu
Hugsum okkur mann sem er
nýkominn úr meðferð eftir ára-
langa eiturlyfjaneyslu. Hann
þiggur kannski einhverjar
bætur en enginn er sérstak-
lega spenntur fyrir því að ráða
þennan fyrrverandi dópista í
vinnu. Hann fær samt kannski
einhver minni verkefni: Gerir við
tölvur fyrir fólk, selur eitthvað
drasl á Barnalandi, leigir út íbúð
sína til túrista meðan hann flytur
til mömmu. Allt svart.
Kannski vill þessi aðili ekki
að þær bætur sem hann er að
fá skerðist. Kannski tímir hann
ekki að borga skatta. Kannski er
vinna hans ekki það mikils virði
að hann gæti selt hana ef hann
þyrfti að borga skatta. Kannski
er hann félagsfælinn og þorir
ekki að tala við skattayfirvöld,
veit ekki að hann þarf að setja
sig á „staðgreiðsluskrá“, fá sér
„vasknúmer“, reikna sér „endur-
gjald“, standa skil á „iðgjöldum“
og borga „tryggingargjald“. Eða
kannski er hann bara latur.
Óneitanlega eru flestar ástæð-
urnar tiltölulega eigin gjarnar.
Þessi tiltekni fyrrverandi fíkill
er vissulega ekki að skila sínu
í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir
myndu hugsa svona“ þá væri
engin Harpa. Ég veit. En hann er
að skila einhverju til samfélags-
ins. Það er einhver sem kaupir
gamalt drasl á Barnalandi sem
er betur settur. Tölva einhvers er
ekki lengur biluð. Einhver tékk-
neskur puttaferðalangur krassar
í sófa og er sáttur.
Ólöglegt hitt og þetta
Nýlega mátti heyra fréttir af
því að það væri fullt af „ólög-
legum“ gististöðum í Reykja-
vík. Jú, vefsíður eins og airbnb.
com hafa gert mönnum mögu-
legt að hýsa túrista á sófanum
hjá sér. Hugsið ykkur: Án sér-
staks leyfis! Án þess að hand-
laug sé í hverju herbergi! Án
þess að rúmin séu nægilega stór.
Án þess að menn hafi skilað inn
þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum
aðilum sem þarf til að opna
gistiheimili. Hugsa sér.
Lög eru samin af fólki. Oft
hefur þetta fólk sem semur
lögin svokallaða „hagsmuna-
aðila“ með í ráðum. Hagsmuna-
aðilar eiga það til að þvælast
fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðu-
blað fyrir mann sem hefur
rekið hótel í tíu ár er minni
þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir
einhvern sem er að stíga sín
fyrstu spor í þeim bransa.
Ég myndi vilja sjá fólki gert
auðveldara að stunda atvinnu-
rekstur á Íslandi. Ég get því
miður ekki sagt að ég hafi á
undanförnum fjórum árum séð
mörg skref í þá veru en þigg
ábendingar þar um. Ég myndi
líka vilja að fólk fengi að halda
eftir stærri hluta tekna sinna.
Ekki endilega með þeim eilítið
kuklkenndu rökum að það muni
í raun „auka tekjur“. Það er ekk-
ert víst. Enda er það heldur ekki
aðalmarkmiðið. Gott atvinnu-
líf er ekki bara uppspretta fjár-
magns fyrir ríkið. Gott atvinnu-
líf, atvinnulíf sem gerir við bíla,
bakar pitsur og kennir spænsku
er markmið í sjálfu sér.
Til varnar svartri vinnu
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Það er samfélaginu
mun gagnlegra að
menn vinni svart en að þeir
vinni ekkert.
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
& COKE
PIZZA
399kr. stk.
Tvöfalt pepperóní
399kr. stk.
Pizza með fajitakjúklingi
399kr. stk.
Pizza með skinku og osti
399kr. stk.
Fjögurra osta pizza
Ótrúlegt
verð
899kr. ks.
Coca Cola 33cl 12 dósir
Aðeins75 kr. dósin!ef þú kaupirkassa
Það hefur vakið athygli
erlendra fjölmiðla að Evr-
ópusambandið veitti ekki
bönkum og fjármagns-
eigendum á Kýpur sömu
fyrir greiðslu og það hefur
veitt bönkum í öðrum
Miðjarðarhafslöndum
sínum. Menn velta mjög
vöngum yfir þessu.
Hvernig stendur á því
að af öllum innstæðu-
eigendum í Evrópusam-
bandinu þurfa aðeins Kýp-
verjar að sætta sig við að
tapa hluta innistæðna sinna? Hvað
veldur þessari hörku núna allt í
einu? Svarið blasir við. Það liggur
fyrir að stór hluti innistæðnanna
er í eigu aðila utan Evrópusam-
bandsins. Þess vegna finnst Evr-
ópusambandinu í lagi að þessir
bankar fari á hliðina.
Rússar eru eigendur
stórs hluta innistæðna
í kýpverskum bönkum.
Evrópusambandinu er
slétt sama um þessar
inn stæður. Er þetta ekki
sama Evrópusambandið
og hefur ofsótt Íslendinga
undanfarin fjögur ár fyrir
þær meintu sakir að mis-
muna innstæðueigendum
eftir því hvar í landi þeir
væru?
Ofsóknir
Evrópusambandið stundaði
þessar ofsóknir á hendur Íslend-
ingum þrátt fyrir að neyðar lögin
íslensku hefðu veitt innstæðu-
eigendum á Icesave forgang
umfram skuldabréfaeigendur sem
voru meðal annarra Seðlabanki
Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir.
Rússar munu tapa miklu á falli
kýpversku bankanna, því miður
fyrir þá. Það vill hins vegar til að
Kýpverjar sjálfir eiga inn stæður
í þessum sömu bönkum, því miður
fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusam-
bandinu vegur ekki þungt þegar
í harðbakkann slær í Brussel og
Frankfurt.
Hentistefna Evrópusambandsins
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að stór hluti af kennslu við
háskólana á Íslandi er í höndum
stundakennara. Án þessa hóps
væri rekstur skólanna í núverandi
mynd útilokaður. Ein ástæða þessa
eru þau löku kjör sem hópnum eru
búin. Tímakaup stundakennara
með MA- eða MS-gráðu er t.a.m.
1.794 krónur. Sú upphæð hækkar
um rúmar 170 krónur fyrir doktors-
gráðu. Auk hinna lágu launa er rétt-
leysi stundakennara nánast algjört
og vinnuaðstæður bágbornar.
Í áraraðir hefur verið rætt
um mikilvægi þess að bæta kjör
þessa starfshóps, en lítið orðið úr
efndum. Frá efnahagshruni hafa
fjárhagsvandræði Háskólans svo
verið stjórnendum hans afsökun
fyrir að gera ekkert í málinu.
Ósk um samráðsnefnd
Í júní á síðasta ári sendi Hag-
stund, hagsmunafélag stunda-
kennara á háskólastigi, ásamt
BHM og Félagi háskólakenn-
ara erindi til Háskóla Íslands
með ósk um að stofnuð yrði sam-
ráðsnefnd með fulltrúum sam-
takanna, skólans, mennta- og
menningarmálaráðuneytisins
og starfsmannaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins. Tilgangur
nefndarinnar yrði að leita leiða
til að hrinda í framkvæmd þeirri
stefnu sem Háskóli Íslands hefur
sjálfur markað sér, en þar segir:
„Gert verði átak í að bæta kjör og
aðstöðu stundakennara og styrkja
stöðu þeirra innan Háskóla
Íslands. Mörkuð verði stefna um
æskilegt hlutfall stundakennslu
af heildarkennslumagni, ráðn-
ingarferli stundakennara, hæfni-
kröfur, þjálfun og upplýsinga-
miðlun til þeirra.“
Því miður virðast þessi háleitu
markmið úr stefnu skólans fyrir
árin 2011-2016 vera lítið annað en
orðin tóm. Háskólinn hefur í engu
svarað erindinu og ekkert bendir
til að von sé á úrbótum. Svo virðist
sem stjórnendur HÍ telji að stunda-
kennarar muni hér eftir sem
hingað til láta bjóða sér hvað sem
er í kjara- og aðstöðumálum án
þess að það bitni á gæðum kennsl-
unnar. Það er háskalegur leikur.
Sinnuleysi Háskólans
EVRÓPUMÁL
Sigríður Á.
Andersen
frambjóðandi
Sjálfstæðisfl okksins
í Reykjavík
➜ Er þetta ekki sama
Evrópusambandið og hefur
ofsótt Íslendinga undanfarin
fjögur ár fyrir þær meintu
sakir að mismuna innstæðu-
eigendum eftir því hvar í
landi þeir væru?
➜ Svo virðist sem stjórn-
endur HÍ telji að stunda-
kennarar muni hér eftir
sem hingað til láta bjóða sér
hvað sem er í kjara- og að-
stöðumálum án þess að það
bitni á gæðum kennslunnar.
Það er háskalegur leikur.
KJARAMÁL
Sara Sigurbjörns-
Öldudóttir
formaður
Hagstundar
Stefán Pálsson
varaformaður
Hagstundar