Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 50
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KARLA UNDANÚRSLIT, 2. LEIKUR KR - GRINDAVÍK 90-72 KR: Martin Hermannsson 23/7 stoðs. Helgi Már Magnússon 18, Finnur Atli Magnusson 16/10 frák., Brandon Richardson 11/13 frák., Darshawn McClellan 10, Kristófer Acox 8. Grindavík: Aaron Broussard 20/8 fráköst, Samuel Zeglinski 19, Ryan Pettinella 10, Þorleifur Ólafs- son 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Davíð Bustion 4. Staðan í einvíginu er 1-1. N1-DEILD KVENNA FJÓRÐUNGSÚRSLIT, 1. LEIKIR STJARNAN - HK 32-15 Stjarnan-kvenna - Mörk (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7/3 (8/3), Kristín Clausen 5 (6). Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 12 (20/1, 60%), Hildur Guðmundsdóttir 6 (13/3, 46%), HK-kvenna - Mörk (skot): Brynja Magnúsdóttir 6/4 (14/5), Gerður Arinbjarnar 3 (6). Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 10 (41/4, 24%), Kristín Ósk Sævarsdóttir (1, 0%), ÍBV - FH 29-26 Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Simona Vintale 6, Drífa Þorvaldsd. 4, Ester Óskarsdóttir 4. Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 8, Birna Íris Helgadóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 4. FRAM - GRÓTTA 39-19 EVRÓPUDEILD UEFA FJÓRÐUNGSÚRSLIT, FYRRI LEIKIR CHELSEA - RUBIN KAZAN 3-1 1-0 Fernando Torres (15.), 2-0 Victor Moses (31.), 2-1 Bebars Natcho, víti (40.), 3-1 Fernando Torres (69.) TOTTENHAM - BASEL 2-2 0-1 Valentin Stocker (29.), 0-2 Fabian Frei (35.), 1-2 Emmanuel Adebayor (39.), 2-2 Gylfi Þór Sigurðsson (57.) FENERBAHCE - LAZIO 2-0 1-0 Pierre Webo (79.), 2-0 Dirk Kuyt (90.+1). BENFICA - NEWCASTLE 3-1 0-1 Papiss Demba Cisse (11.), 1-1 Rodrigo (25.), 2-1 Lima (64.), 3-1 Oscar Cardozo, víti (70.) KOMDU O G PRÓFAÐ U NÝR FOR D FIESTA SNILLDAR BÍLL FRÁ FRÁ FORD FIESTA 2.490.000 KR. 28.979 KR./MÁN* ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 760.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,64%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 * Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KÖRFUBOLTI Stjarnan tekur á móti Snæfelli í Ásgarði í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfu- bolta. Snæfell vann eins stigs sigur í fyrsta leiknum í Stykkishólmi, 91-90. Snæfellsliðið tryggði sér Í s l a nd smei s t a r at i t i l i n n í körfubolta vorið 2010 með mögnuðum 36 stiga stórsigri í Keflavík, 105-69, í hreinum úrslitaleik um titilinn. Þessi leikur er öllum Hólmurum örugglega enn í fersku minni en þetta er einnig síðasti sigurleikur Snæfells á útivelli í úrslitakeppninni. Síðan hefur Snæfell tapað fimm útileikjum í röð, þar á meðal með fimmtán stigum í Njarðvík, 90-105, í átta liða úrslitunum, sem er eini útileikur liðsins til þessa í úrslitakeppninni 2013. Snæfellingar tæmdu kannski útivallasigrareikning sinn í úrslitakeppninni 2010 en liðið vann þá alls sex af sjö útileikjum sínum og eina tapið kom þá í leik eitt í lokaúrslitunum. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er einnig í beinni á Stöð 2 Sport. - óój Snæfell ekki búið að vinna útileik í þrjú ár JÓN ÓLAFUR JÓNSSON Var frábær í sigri Snæfells í fyrsta leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Kári Kristján Krist- jánsson var ein af hetjum íslenska landsliðsins í leiknum gegn Sló- veníu á miðvikudag. Þegar hann kom svo til Íslands í gær fékk hann þau tíðindi að félag hans, Wetzlar, væri búið að reka hann. Kári Kristján fór í aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Í kjölfarið fór hann í veikindafrí hjá félaginu. Því fríi átti að ljúka í gær eða degi eftir leik Slóveníu og Íslands. „Ég var að horfa á leikinn á net- inu og ég datt næstum úr sófanum þegar ég sá að Kári var að spila fyrir Ísland,“ sagði Björn Seipp, framkvæmdastjóri Wetzlar. „Við vorum í losti yfir því að sjá það og miður okkar yfir framkomu hans. Hann fékk leyfi til þess að fara í meðhöndlun á Íslandi. Hann var í engum rétti til þess að spila fyrir liðið. Það er bæði brot á trúnaði og á samningi. Fyrir vikið getum við ekki starfað með honum áfram og í raun höfum við ekki áhuga á því.“ Kári var með samning við félagið til loka júní en þá hefur hann störf hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg. Miðað við núverandi stöðu verður hann því ekki á launum næstu mánuði. „Það er búinn vera ákveðinn farsi í gangi hjá Wetzlar út af þessu máli. Hann kom til Íslands á mánudag og byrjaði að æfa með liðinu. Hann átti síðan símtöl við lækna Wetzlar þar sem hann tjáði þeim að hann væri orðinn góður og vildi komast af veikindalistanum,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, en hann hafði ekki verið í neinum samskiptum sjálfur við forráðamenn Wetzlar. „Svo eftir leikinn kemur bréf frá Wetzlar og þeir hafa síðan rekið málið í fjölmiðlum og farið grimmt fram. Þeir höfðu einnig samband við Handknattleikssam- band Evrópu og sögðu Kára ekki vera tryggðan því hann væri enn á veikindalistanum sem læknar liðsins höfðu lofað Kára að koma honum af að því mér skilst.“ Einar segir að þrátt fyrir það hafi hann verið löglegur með landsliðinu og þetta mál hafi ekki nein áhrif á úrslit leiksins í Sló- veníu. „Það var greinilega eitthvað vandamál þarna í samskiptun- um. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju því ég kom þar ekki nærri. Wetzlar vann þetta mál mjög hratt á meðan Kári var í flugi á leið heim til Íslands. Á meðan gat Kári ekki talað við neinn.“ Einar segir það skrítið að ekki hafi komið nein mótmæli frá félaginu eftir að Kári talaði við lækna félagsins. Það hefði verið eðlilegt ef þeir settu sig upp á móti því að hann spilaði landsleikinn. „Þeir hefðu átt að vita af því að hann hefði farið til Slóveníu í gegn- um læknateymið sitt,“ sagði Einar en HSÍ mun aðstoða Kára í þessu máli eins og það getur. Ekki náðist í Kára í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. henry@frettabladid.is Rekinn frá Wetzlar Þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar rak landsliðsmanninn Kára Kristján Kristjáns- son frá félaginu í gær. Félagið segir Kára hafa gerst sekan um brot á samningi við félagið og þess vegna hafi félagið ákveðið að segja upp samningnum. ATVINNULAUS Kári Kristján er án félags og þarf eflaust að berjast fyrir rétti sínum næstu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.