Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 34
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Yfirheyrslan og helgarmaturinn. ...spjörunum úr HELGAR MATURINN Hvern faðmaðir þú síð- ast? Dætur mínar. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Í raun og veru ég sjálfur með því að vakna í morgun. Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Fullkomn- unaráráttu sem ég elska að hata. Ertu hörundssár? Já og nei. Dansarðu þegar enginn sér til? Bæði. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Ég reyni að gera mig að fífli daglega og ef mér mistekst það þá á ég fullt af „vinum“ og ættingjum sem hlaupa fúsir í skarðið. Ég stóð mig til dæmis ágætlega í vikunni þegar ég kallaði yfir gjaldkerana í Landsbank- anum að þeir þyrftu að fara í raddþjálfun því það heyrðist ekkert í þeim (það var reynd- ar fáránlega mikið að gera) en ég sagði þetta í fullri ein- lægni, blikkaði og allt – en þetta gerði ég með fullri virð- ingu svo þeir yrðu ekki mjög móðgaðir. Hringirðu stundum í vælubílinn? Það var ég sem klippti númerin af vælu- bílnum og setti 6601200 í staðinn. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Ber fyrir mig fimmta ákvæði bandarísku stjórnarskrárinn- ar. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Það þurfa ALLIR vini. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Ætli það sé ekki hvað mér þykir í raun vænt um þá. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Láta mér leiðast. Það verður Skálmöld í Hörpu! NAFN? SÖLVI FANNAR VIÐARSSON ALDUR? 41 ÁRS STARF? LEIKARI, EINKAÞJÁLF- ARI, FYRIRLESARI, RITHÖFUND- UR, MEÐFERÐARAÐILI Í STARF- RÆNNI LÆKNISFRÆÐI (E. FUNCT- IONAL MEDICINE) OG ÝMISLEGT ANNAÐ SMÁLEGT. Indverskur kjúklingaréttur Úrbeinuð læri eða bringur 3-4 hvítlauksgeirar 3-4 cm ferskur engifer – rífa með rifjárni 2 msk. garam masala-krydd 2-3 msk. karrý 1 msk. sojasósa 3-4 litlar dósir af tómat-paste 2-3 lárviðarlauf 5 svört piparkorn ½ flaska rauðvín 2 dl vatn 2 teningar kjúklingakraftur 1-2 msk. hrásykur/sykur Brúna kjúkling og hvítlauk í smá olíu, skella svo öllu í pott og láta malla í u.þ.b. 1 klst. Frábært að bera fram með sætum kartöflum, naan- brauði, hrísgrjónum, jógúrt- sósu og mangó-chutney. Tvær stórar sætar kartöflur skornar í bita eða sneiðar og lagt í eldfast mót. Olíu og smá salti skellt ofan á. Gott er að setja líka hvítlauk og/ eða pekanhnetur. Bakist þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Jógúrtsósa: 1 dl AB-mjólk 5 cm u.þ.b. agúrkubútur, rifinn Salt og pipar 2 hvítlauksrif, kramin Öllu blandað saman og hrært vel. Gígja Þórðardóttir Sölu- og mark- aðsstjóri Gengur vel ehf. deilir hér einum af sínum uppá- haldsréttum sem hún eldar reglu- lega fyrir fjöl- skylduna. G O SH C o sm et ic s b y E. Tj el le se n A /S · w w w .g o sh co sm et ic s. d k Viltu endurnýjaðan kraft og gljáa fyrir hárið þitt ? Fullkomin hárlína og mótunarvörur fyrir allar hárgerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.