Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 46
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 Blaðamaður Fréttablaðsins var svo lukkulegur að hefja síðasta miðviku- dagsmorgun í samlæti manna sem hafa það að atvinnu að kitla hlátur- taugar fólks. Um leið og grínistarnir höfðu pantað sér morgunverð hófst yfirheyrslan. Hvernig hófst ferill ykkar sem uppistandarar? Craig: „Minn hófst út frá örvæntingu einni saman. Ég var um átján ára gamall þegar ég byrjaði og þá voru mjög fáir í uppi- standi, ólíkt því sem er í dag. Það vantaði alltaf einhvern til að koma fram og við grínuðumst oft með það að einu kröfurnar í uppistand- ið væru þær að þú kynnir að keyra beinskiptan bíl.“ Jonas: „Ég fór með vini mínum á sýningu upp úr aldamótum og grín- istarnir voru hræðilega ófyndnir. Ég hugsaði með mér: Ég get þetta! Ég get verið alveg jafn ófyndinn og þeir.“ Til að byrja með var ég dug- legur að hringja í hina og þessa og bauðst til að hita upp fyrir þá frítt. Þetta vatt svo upp á sig og á end- anum var þetta orðin aukavinnan mín samhliða læknanáminu. Nú er læknis starfið aukavinna meðfram uppistandinu.“ Ætlast fólk til þess að þið séuð stöðugt að reyta af ykkur brandar- ana? Jonas: „Ég upplifi það stund- um. Þegar ég var í jarðarför ömmu minnar sagði ég nokkur minning- arorð um hana í kirkjunni. Eftir athöfnina frétti ég af því að eftir ræðuna hefði afi snúið sér að frænda mínum og sagt: „Mér fannst þetta nú bara ekkert fyndið hjá honum.“ Hver er versta martröð uppi- standarans? Er það að standa í sviðsljósinu og átta sig á því að eng- inn hlær að brandaranum? Jonas: „Lélegt hljóðkerfi er mun verra. Það er ekki hægt að redda sér úr því.“ Craig: „Mín versta martröð er að komast ekki á staðinn. Það gerðist síðast þegar ég átti að koma fram á sýningu í Skotlandi ásamt Frankie Boyle en komst ekki sökum fann- fergis. Flugvöllum var lokað og ég komst ekki lengra norður en til Manchester og sat einn yfir kvöld- matnum um það leyti sem sýning- in átti að byrja. Sem Kanadamanni fannst mér að ég hefði átt að komast á leiðarenda þrátt fyrir snjóinn og mér leið alveg bölvanlega. Finnst ykkur fyndni vera breyti- leg frá landi til lands eða eins alls staðar? Craig: „Mér finnst mikill munur á húmor í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í Bretlandi snýst fyndn- in meira um það sem þú segir ekki, frekar en það sem þú segir. Ég kalla það stundum „wink-wink, nudge- nudge“ húmor.“ Finnst ykkur leyfilegt að gera grín að öllu? Jonas: „Ég held að ef brandarinn sé fyndinn, þá mundi ég taka hann. Ég tók fyrir atburðinn á Úteyju nokkrum mánuðum eftir að það gerðist og það spratt upp mikil umræða í samfélaginu í kjölfar þess. Fólk velti því mikið fyrir sér hvort þetta mætti eða ekki. Craig: „Boð og bönn takmarka húmor að mínu mati. Þegar ég byrj- aði fyrst í uppistandi var mér sagt að það væru engar reglur í uppistandi; allt væri leyfilegt.“ Ari: „Ég held að ef uppistandarinn þarf stanslaust að passa sig, þá líður „settið“ fyrir það.“ Craig: „Hvað má og hvað ekki má er mikið rætt á meðal uppistandara í dag, sérstaklega þegar kemur að trúarbrögðum. Einhver sagði eitt sinn að list verður ekki list fyrr en einhver bregst við henni, mér finnst það líka eiga við uppistand. Banda- ríkjamenn eru gjarnir á að láta skoð- anir sínar í ljós með frammíköllum, mér finnst það ekki í verkahring áhorfandans að ritskoða sýninguna. Ef þú móðgast, gakktu út. Sjálfur móðgast ég af lágkúru.“ Mér skilst að þið ætlið á skíði á meðan á dvöl ykkar stendur, er eitt- hvað annað á dagskránni? Craig: „Mig langar í sund.“ Jonas: „Ég vil finna mér kvonfang … af hverju ertu ekki að skrifa þetta niður?“ sara@frettabladid.is Allt er leyfi legt í uppistandi Grínistarnir Craig Campbell, Jonas Kinge Bergland og Ari Eldjárn sameina kraft a sína á uppistandssýningu sem ber heitið Kanada Ís- land Noregur. Fyrri sýningin fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og sú seinni í menningarsetrinu Hofi á Akureyri annað kvöld. GAMANSAMIR Craig Campbell, Jonas Kinge Bergland og Ari Eldjárn koma fram á sýningunni Kanada Ísland Noregur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Craig Campbell hefur sinnt uppi- standi í áratugi. Í upphafi ferilsins kom hann meðal annars fram með Dennis Miller og Jim Carrey. Hann býr nú í Englandi og hefur komið fram undir eigin nafni, með Frankie Boyle og í sjónvarpsþátt- unum Michael McIntyre‘s Comedy Roadshow. Jonas Kinge Bergland vann til verðlauna fyrir bestu uppistands- sýninguna í Noregi árið 2012. Hann hefur einnig komið fram út um allan Noreg og hitað upp fyrir grínista á borð við Ed Byrne og Frankie Boyle. Ari Eldjárn kom fyrst fram sem uppistandari árið 2009. Undan- farið hefur hann ferðast víða sem uppistandari og komið fram í Bret- landi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Kom fram með Jim Carrey Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari „Að dagdreyma er að sjá sjálfan sig ná markmiðum sínum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.