Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 8
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | RÚMGÓÐUR, SPARNEYTINN …OG 7 MANNA E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 0 8 8 RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR Sæti fyrir sjö 16” álfelgur Tölvustýrð miðstöð með loftkælingu Fjarlægðarvari að framan og aftan Bluetooth handfrjáls símabúnaður Aðfallanlegir rafmagnsspeglar Aðgerðahnappar í stýri Hraðastillir (Cruise control) Hiti í framsætum iPod og Aux-tengi Regnskynjari LED ljósabúnaður VERÐ 4.790.000 KR. RENAULT GRAND SCENIC DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 B íll á m yn d er m eð D yn am ic a uk ah lu ta pa kk a og 1 7” á lfe lg um . Það vekur þó sérstak- lega áhyggjur að þessi verkefni eru ekki það sem slökkvilið sveitarfélag- anna voru hönnuð í kringum. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar ASKÝRING | 8 HÆTTA Á GRÓÐURELDUM ÓGNAR SUMARHÚSABYGGÐUM Slökkvilið á landsbyggðinni eru ekki skipulögð með baráttu við gróðurelda í huga og er það áhyggjuefni, segir Björn Karls- son, forstjóri Mannvirkjastofn- unar. Hann hefur áhyggjur af tíð- ari gróðureldum og stækkandi umfangi þeirra. „Við höfum áhyggjur af þessu því loftlagsbreytingar og gróður- farsbreytingar hafa orðið,“ segir Björn. Hann bendir jafnframt á að breytingar hafi orðið á því hvernig bændur beita skepnum á gróður- lendi. Birkiskógar í sumarhúsa- byggðum hafa farið stækkandi og sina verður meiri. „Breytingarnar hafa orðið til þess að miklu meiri líkur eru á því að svona eldsvoðar verði og að þeir verði stórir,“ segir Björn. Hann bætir við að í ofanálag verði að hafa í huga þétta sumarhúsa- byggð, þar sem gróður nær oft alveg upp að húsunum. „Það vekur þó sérstaklega áhyggjur að þessi verkefni eru ekki það sem slökkvilið sveitar- félaganna voru hönnuð í kring- um,“ bætir Björn við. Verkefnin eru mannfrek því hafa þarf tugi manna á vöktum við að klappa eldinn. Slökkvilið sveitarfélaga eru oft aðeins skipuð fámennum sveitum. Gróðureldar verða því fljótt að almannavarnarástandi þar sem viðbragðsáætlanir taka yfir staðbundið verkskipulag. Eftir Mýraelda árið 2006 hóf Mannvirkjastofnun menntunar- átak til þess að búa viðbragðsaðila undir gróðurelda. „Okkur brá við Mýraeldana,“ segir Björn. Hugað að sértækum áætlunum Hvergi eru til sértækar viðbragðs- áætlanir fyrir sumarhúsabyggðir annars staðar en í Skorradal en Björn telur það aðeins til bóta að slíkar áætlanir séu unnar fyrir þétt sumarhúsasvæði. „Þó almenna viðbragðsáætlun- in dugi ansi langt geta menn lært mjög mikið á því að fara í gegn- um vinnu við sértækar áætlanir.“ segir Björn. Slökkviliðin ráða ekki við gróðurelda Engar viðbragðsáætlanir eru til fyrir sumarhúsabyggðir á Íslandi nema í Skorradal. Stjórnsýslan þarf að taka hættu á gróðureldum fastari tökum, segir skógarbóndi. Að morgni 30. mars 2006 kviknaði eldur í sinu í Hraunhreppi í Borgarfirði. Eldurinn barst með með ógnarhraða um sveitina. Eftir að eldarnir höfðu logað í þrjá daga sagði Fréttablaðið frá því á forsíðu að um væri að ræða „mestu sinuelda Íslandssögunnar“. „Ég verð að segja eins og er að umfang þess eldsvoða kom okkur mjög á óvart,“ segir Björn Karlsson nú. ➜ 67 ferkílómetrar brunnu á þremur dögum Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is Undir áhyggjur Björns tekur Hulda Guð- mundsdóttir, skógarbóndi í Skorradal, sem komið hefur að gerð áætlunar vegna gróður- elda þar. „Samfélagið hefur verið of sofandi fyrir þessu. Það þurfti að hafa talsvert fyrir áætluninni í Skorradal,“ segir Hulda. Hún segir stjórnsýsluna ekki hafa kveikt á perunni varðandi gróðureldhættu. „Við sem skógarbændur erum komin svolítið langt en þar erum við ekki að fást við mannslíf eða fasteignir.“ Hún segir það nauðsynlegt að til séu sértækar viðbragðsáætlanir fyrir sumarhúsa- byggðir. „Sveitarfélögin þurfa að vakna. Þau þurfa að átta sig á því að efla þarf rýmingar- áætlanir og sjá til þess að slökkviliðin séu tækjum búin til þess að sinna þessu.“ Hulda segir jafnframt óvíst með flótta- leiðir og færi stórra og þungra bíla inn á frístundahverfin. „Þar eru langir botnlangar og engar aðrar leiðir út úr hverfunum. Er rými fyrir stóra bíla að athafna sig? Hvert er burðarþolið?“ Spurð hvort hún hafi verið skelkuð um páskahelgina þegar sinueldur braust út segir Hulda: „Ég hef verið hrædd í 15 ár.“ ➜ Hef verið hrædd við gróðurelda í 15 ár HULDA GUÐ- MUNDSDÓTTIR 3. MUNAÐARNES 1. ÞINGVELLIR OG GRÍMSNES 2. SKORRADALUR 4. BREKKUSKÓGUR, ÚTHLÍÐ OG LAUGARVATN 1 4 2 3 811 HÚS 241 HÚS 1201 HÚS 3171 HÚS Í GRÍMSNESI 712 HÚS VIÐ ÞINGVALLA- VATN HEIMILDIR OG KORT: SAMSÝN. FJÖLDI BYGGINGA ER ÁÆTLAÐUR. ÞÉTTLEIKI SUMARHÚSA- BYGGÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.