Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. apríl 2013 | FRÉTTIR | 11 Árið 2012 vann Landsvirkjun rúmlega 12.000 gígawattstundir af rafmagni. Skuldir fyrirtækisins héldu áfram að lækka og framtíðarhorfur þess eru góðar. Landsvirkjun er eign íslensku þjóðarinnar – afkoma og rekstur fyrirtækisins skiptir okkur öll máli. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á vefnum okkar, landsvirkjun.is, er aðgengileg ítarleg rafræn kynning á starfsemi og afkomu Landsvirkjunar 2012 og framtíðaráformum fyrirtækisins. Enginn vill stækka laugina í Ólafsvík 1Engin tilboð bárust í fram-kvæmdir við stækkun sundlaugarinnar á Ólafsvík. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Jökli, en þar segir að verkið hafi verið auglýst í febrúar. Áætlanir geri ráð fyrir því að framkvæmdirnar muni kosta á annað hundrað milljónir. Haft er eftir Smára Björnssyni, forstöðumanni tæknideildar hjá Snæfellsbæ, að óvíst sé með næstu skref, en málin muni líklega skýrast á næstu dögum. Jákvæð afkoma hjá Fjarðabyggð 2Rekstrarniðurstaða ársins hjá samstæðu A- og B-hluta sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar var jákvæð um 444 milljónir króna á síðasta ári og rekstrarniður- staða A-hluta var jákvæð um níu milljónir. Þetta kemur fram í ársreikningi sveitarfélagsins sem var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um rúm sex prósent frá árinu 2011 og rekstrar- gjöld hækkuðu um 2,5 prósent. Skuldir samstæðunnar lækkuðu um 275 milljónir milli ára. Allir krakkar fá sumarvinnu 3Hafnarfjarðarbær tryggir öllum unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára starf hjá Vinnuskól- anum í sumar. Gert er ráð fyrir því að um 900 krakkar á því aldursbili verði ráðnir, en opnað verður fyrir umsóknir um næstu mánaðamót. Þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir sautján ára og eldri. Þar er meðal annars um að ræða störf fyrir flokksstjóra í Vinnuskólanum, leiðbeinendur og aðstoðarleiðbein- endur á leikjanámskeiðum og á gæsluvöllum og störf hjá garðyrkju- stjóra. VIÐSKIPTI Hlutafé Vátrygginga- félags Íslands hf. (VÍS) er verð- lagt á 17 til 20 milljarða króna í almennu útboði sem stendur 12. til 16. apríl. Klakki ehf. selur 60 til 70 prósent hluta- bréfa í VÍS í útboð- inu, en umsjón með því hefur fyrir- tækja- ráðgjöf fjárfest- ingarbanka- sviðs Arion banka. Stjórn VÍS hefur óskað eftir því að hluta- bréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðallista Kaup- hallar Íslands í kjölfar útboðs- ins. „Stefnt er að því að útboðið marki grunninn að dreifðu eign- arhaldi á VÍS,“ segir í tilkynn- ingu Arion banka. - óká VÍS á aðallista Kauphallar: Bjóða út 60-70 prósenta hlut LANDIÐ 1 2 3 INDLAND, AP Fréttaflutningur af ofbeldi gagnvart konum á Ind- landi ógnar ferðamannaiðnaði þar í landi, sem árlega veltir tæpum 2.200 milljörðum íslenskra króna. Ferðamönnum hefur fækkað um fjórðung síðan í desember en þá lést ung kona eftir að henni var nauðgað af hópi karlmanna í Nýju-Delí. Þá hefur konum sem ferðast til landsins fækkað um 35%. Rannsóknin, sem náði til 1.200 ferðaskrifstofa á Indlandi, sýndi að ferðamenn breyttu frek- ar áætlunum sínum og ferðuð- ust til landa sem þeir töldu vera öruggari, líkt og til Taílands, Víetnams og Filippseyja. - mli Ofbeldi ógnar ferðaiðnaði: Færri kjósa að ferðast til Indlands TAJ MAHAL Ferðamannastraumurinn til Indlands hefur dregist mjög saman. SÖFNUN Safna fyrir börnin Söfnunarátak ABC barnahjálpar „Börn hjálpa börnum“ fer formlega af stað með ræðu Jóns Gnarr borgarstjóra, í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 14. Börn með merkta bauka munu ganga í hús til loka átaksins, 28. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.