Fréttablaðið - 05.04.2013, Síða 34

Fréttablaðið - 05.04.2013, Síða 34
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Yfirheyrslan og helgarmaturinn. ...spjörunum úr HELGAR MATURINN Hvern faðmaðir þú síð- ast? Dætur mínar. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Í raun og veru ég sjálfur með því að vakna í morgun. Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Fullkomn- unaráráttu sem ég elska að hata. Ertu hörundssár? Já og nei. Dansarðu þegar enginn sér til? Bæði. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Ég reyni að gera mig að fífli daglega og ef mér mistekst það þá á ég fullt af „vinum“ og ættingjum sem hlaupa fúsir í skarðið. Ég stóð mig til dæmis ágætlega í vikunni þegar ég kallaði yfir gjaldkerana í Landsbank- anum að þeir þyrftu að fara í raddþjálfun því það heyrðist ekkert í þeim (það var reynd- ar fáránlega mikið að gera) en ég sagði þetta í fullri ein- lægni, blikkaði og allt – en þetta gerði ég með fullri virð- ingu svo þeir yrðu ekki mjög móðgaðir. Hringirðu stundum í vælubílinn? Það var ég sem klippti númerin af vælu- bílnum og setti 6601200 í staðinn. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Ber fyrir mig fimmta ákvæði bandarísku stjórnarskrárinn- ar. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Það þurfa ALLIR vini. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Ætli það sé ekki hvað mér þykir í raun vænt um þá. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Láta mér leiðast. Það verður Skálmöld í Hörpu! NAFN? SÖLVI FANNAR VIÐARSSON ALDUR? 41 ÁRS STARF? LEIKARI, EINKAÞJÁLF- ARI, FYRIRLESARI, RITHÖFUND- UR, MEÐFERÐARAÐILI Í STARF- RÆNNI LÆKNISFRÆÐI (E. FUNCT- IONAL MEDICINE) OG ÝMISLEGT ANNAÐ SMÁLEGT. Indverskur kjúklingaréttur Úrbeinuð læri eða bringur 3-4 hvítlauksgeirar 3-4 cm ferskur engifer – rífa með rifjárni 2 msk. garam masala-krydd 2-3 msk. karrý 1 msk. sojasósa 3-4 litlar dósir af tómat-paste 2-3 lárviðarlauf 5 svört piparkorn ½ flaska rauðvín 2 dl vatn 2 teningar kjúklingakraftur 1-2 msk. hrásykur/sykur Brúna kjúkling og hvítlauk í smá olíu, skella svo öllu í pott og láta malla í u.þ.b. 1 klst. Frábært að bera fram með sætum kartöflum, naan- brauði, hrísgrjónum, jógúrt- sósu og mangó-chutney. Tvær stórar sætar kartöflur skornar í bita eða sneiðar og lagt í eldfast mót. Olíu og smá salti skellt ofan á. Gott er að setja líka hvítlauk og/ eða pekanhnetur. Bakist þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Jógúrtsósa: 1 dl AB-mjólk 5 cm u.þ.b. agúrkubútur, rifinn Salt og pipar 2 hvítlauksrif, kramin Öllu blandað saman og hrært vel. Gígja Þórðardóttir Sölu- og mark- aðsstjóri Gengur vel ehf. deilir hér einum af sínum uppá- haldsréttum sem hún eldar reglu- lega fyrir fjöl- skylduna. G O SH C o sm et ic s b y E. Tj el le se n A /S · w w w .g o sh co sm et ic s. d k Viltu endurnýjaðan kraft og gljáa fyrir hárið þitt ? Fullkomin hárlína og mótunarvörur fyrir allar hárgerðir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.