Fréttablaðið - 15.04.2013, Síða 14

Fréttablaðið - 15.04.2013, Síða 14
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þessi hópur er skemmtilegur að því leytinu til að þetta eru ekki nein- ir fræðingar eða vitringar, við erum bara venjulegt fólk í umferðinni,“ segir Eygló Yngvadóttir, aldursforseti starfshópsins. „Upphaflega hugmyndin hjá lögreglunni og Umferðarstofu var að búa til boðorð í umferðinni. Ekki reglur heldur boðorð sem hver og einn setti sér sjálfur: Ég ætla að gera þetta, ég ætla að gera hitt, til þess að umferðin gangi betur, skilurðu? Þeir ákváðu að það væri sniðugt að láta almenning búa boðorðin til og völdu fjórtán manns, sjö karla og sjö konur, í starfshóp. Markmiðið er að boðorðin, eða sáttmálinn eins og við köllum það núna, verði tilbúin um miðjan maí.“ Hvernig hafið þið unnið þetta? „Við skiptum okkur upp í smærri hópa. Einn hópurinn sinnti hjólreiðafólki, annar gangandi vegfarendum og sá þriðji ökumönnum. Aðalatriðið er að þetta átak fjallar ekki um umferðarmann- virki, vegi eða bíla og ekki um annað fólk. Þetta fjallar um tillitssemi, til- hliðrun og kurteisi okkar sjálfra. Þetta snýst ekki um það sem ég ætlast til að hinir geri, heldur það sem ég ætla mér að gera sjálf. Við erum ekki þarna til að ala hina upp, fólk á að finna þörfina fyrir að bæta umferðina hjá sjálfu sér, sáttmálinn er bara til leiðbeiningar.“ Og hvernig hefur starfinu miðað? „Við erum búin að búa til tuttugu til þrjátíu setningar sem við eigum síðan eftir að skera niður í tíu til tólf sem allir eru sammála um að fjalli um mikil vægustu atriðin.“ Þú ert búin að vera í umferðinni ansi lengi, ekki satt? „Ég er búin að vera með bílpróf síðan í vinstri umferðinni, tók það ári áður en hægri umferðin skall á. Þá var einmitt notað slagorðið „Brosum í umferðinni“ og maður tók það bókstaflega, gerði alls konar vit- leysu en bara setti upp sparibrosið og þá var allt í lagi. Svo tók ég reyndar meirapróf og rútupróf þegar ég var tuttugu og átta ára, en ég hef aldrei nýtt mér það.“ fridrikab@frettabladid.is Frumkvæði að bættri umferð komi innan frá Samstarfshópur á vegum Umferðarstofu og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú sveittur við að semja sáttmála um betri umferðarmenningu. „Við erum ekki þarna til að ala fólk upp,” segir aldursforseti hópsins. „Sáttmálinn er bara til leiðbeiningar.” ALDURSFORSETINN Eygló Yngvadóttir hefur verið bílstjóri síðan vinstri umferðin var við lýði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN RAFN GUÐMUNDSSON Hraunvangi 3, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 7. apríl, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.00. Kristín Jóhannsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ludwig H. Gunnarsson Rannveig Jónsdóttir Þórður Óskarsson Ragnar Jóhann Jónsson Anna María Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega KARLS VALDIMARSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Landspítalans í Fossvogi fyrir kærleiksríkt viðmót og umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Vigfússon Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Kær bróðir minn, GUÐFINNUR ERLENDSSON Austurbrún 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 2. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Hlíf Erlendsdóttir Þetta er verkefni sem við hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fórum af stað með eftir áramótin í samvinnu við Umferðarstofu og unnum mest í gegnum Facebook- síðu lögreglunnar,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þar auglýstum við eftir fólki til að taka þátt í þessu verkefni sem í stuttu máli gengur út á það að búa til eins konar boðorð til að fara eftir í umferðinni.“ Gunnar segir viðbrögðin hafa verið góð og þótt búið sé að velja fjórtán manns í starfshópinn geti fólk enn sett fram hugmyndir að boðorðum á Facebook-síðunni Gerum það saman. „Mér skilst að nokkur hundruð manns hafi tekið þátt í verk- efninu á Facebook og það er alltaf pláss fyrir fleiri hugmyndir.“ Hugmyndabanki á Facebook HÓPVINNA Gunnar Rúnar ásamt hluta samstarfshópsins um umferðarsáttmála. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Almannavarnir boðuðu skyndirýmingu á bæjum í nágrenni Markarfljóts síðdegis þennan dag árið 2010, vegna hættu á stóru flóði. Eldgos hafði hafist í Eyja- fjallajökli daginn áður og því fylgdi stórt hlaup í Markarfljóti sem tók af veginn í kringum brúna. Jarðeðlisfræðingar sem voru á flugi yfir jöklinum þennan dag sáu hlaup koma með miklum látum niður jökulinn og fólk var beðið að hlaupa upp í hlíðar til að tryggja öryggi sitt. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. Þegar til kom reyndist hlaupið dreifa mun meira úr sér en hlaupið daginn áður og þegar það kom í Markarfljót hafði dregið mikið úr kraftinum. Rýmingu var aflétt að hluta til á tíunda tímanum um kvöldið. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. ÞETTA GERÐIST 15. APRÍL 2010 Skyndirýming á fl óðasvæði FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MERKISATBURÐIR 1803 Reykjavík verður sérstakt lögsagnarumdæmi. 1955 Fyrsti McDonalds-veitingastaðurinn opnar í Illinois, Bandaríkjunum. 1967 Um 250 þúsund Bandaríkjamenn mótmæla Víetnamstríð- inu í New York. 1970 Stórbruni verð- ur í verkstæðisbyggingu Strætisvagna Reykjavíkur. 1977 Jón L. Árnason verð- ur Íslandsmeistari í skák aðeins sextán ára gamall. 1990 Mikið hættuástand skapast þegar eldur kemur upp í ammoníakstanki Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. 1997 Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu lagaskilyrði fyrir endurupptöku Guðmund- ar- og Geirfinnsmála. 1999 Nýja Bláa lónið í Svartsengi er formlega tekið í notkun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.