Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 32
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkis- ráðherra, Ögmundur Jónas son, að vega að lög- mönnum vegna verjend- astarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstak- ur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakend- ur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfir- lýsingar, líkt og aðrir stjórnmála- menn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að sam- kvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvil- höllum dómstóli. Hver sá sem bor- inn er sökum um refsiverða hátt- semi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mann- réttindadómstóls Evrópu á máls- meðferð íslenskra dómstóla. Dóm- stóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkis- valdið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðs- dómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Mál- inu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi máls- meðferð sérstaks sak- sóknara í Vafningsmálinu. ■ Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gall- ar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara máls- ins á rannsóknarstigi, unnu sam- hliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rann- sakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstak- ur sak sóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissak- sóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rann- sókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erf- itt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. ■ Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rann- sókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks sak- sóknara, skömmu fyrir aðal- meðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfir- sést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvika lýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sér- stakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verj- endur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvalds- ins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rann- sókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvald- inu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunn- reglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneig- ingar til að grafa undan trúverðug- leika embættis sérstaks saksókn- ara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft graf- ið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagn- rýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyll- ingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahags- hrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Gagnrýni lögmanna á málsmeðferð saksóknara ➜ Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu. DÓMSMÁL Þórður Bogason hæstaréttar- lögmaður, Lögmönnum Höfðabakka Eitt helsta kosn- ingamál Sam- fylkingar innar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leigu- íbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðis bætur tryggi jafn góðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagns- tekjuskatti og skerði ekki tekjur líf- eyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhús- næði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslu- byrði þeirra sem eru í eigin hús- næði. Ástæðan er sú að vaxta bætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðis- lánum þeirra sem eru í lægstu tekju hópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flest- ir stjórnmála flokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunar innar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðar- húsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekju- lægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekju skerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Sam- fylkingin hefur náð á þessu kjör- tímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmuna- hópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undir- búnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja mögu- leika á traustum almennum leigu- markaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylk- ingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Sam fylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðug- lega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingar innar um 2.000 nýjar leigu íbúðir og sömu húsnæðis- bætur fyrir leigjendur og kaup- endur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skil- að niður stöðum um nauðsyn legar breytingar á lögum, skattaum- hverfi og bótakerfi. Húsnæðis- áætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar að gerðir hafa einnig verið undir búnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferð- arráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjör- tímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum um- bótum á leigumarkaði. Þeim verð- ur hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Sam- fylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaup- enda og leigjenda á næstu árum. Jöfnum stöðu leigj- enda og kaupenda Contraband, Farmers Market, Of Monsters and Men, Eve Online, Íslands- klukkan, Aurum og Malt- auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóð- arinnar. Skapandi grein- ar hafa vaxið gríðarlega á undan förnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hag- kerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutn- ingstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst ein- falt skatta- og regluumhverfi. Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skap- andi skatta innleitt 200 skatta- breytingar og flækt starfs umhverfi fyrir tækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöð- ugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitn- ar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrir tækjum sem nú starfa í grein- unum og vinnur á móti því fjár- magni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrir- tækjanna og stuðla að fjár- festingu í skapandi greinum. Stoð- kerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefn- anna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagn- vart skapandi greinum. Á Norður- löndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síð- ustu ára hefur þó aukist þar hag- vöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlind- in sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina. Skapandi greinar eða skapandi skattar Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskiln- ingi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ís firðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuð- borgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykil- atriðið. Lykilatriðið er að ein af grundva l lar forsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunar rétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte- lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum lands- byggðarinnar. Leggja áherslu á nær- þjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða lands byggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustu miðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsu- gæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sér- hæfðari stofnanirnar sem bak- stopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkr- um stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi? Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitt- hvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Vald dreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgar- svæðið líka. „Hvað ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina?“ STJÓRNMÁL Björk Vilhelms- dóttir í 3. sæti Sam- fylkingarinnar í Reykjavík suður ➜ Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. ➜ Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? ➜ Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum grein- um. STJÓRNMÁL Herbert Snorra- son í 2. sæti á fram- boðslista Pírata í norðvesturkjördæmi STJÓRNMÁL Þórey Vilhjálmsdóttir Í 7. sæti Sjálf- stæðisfl okksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.