Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 64
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48
Þau gera alveg sína eigin útgáfu, þetta eru
sænskir karakterar en ekki íslenskir, en það
eru samt heilu samtölin, ræðurnar og senurn-
ar sem eru beint upp úr bókinni,“ segir Kári
Tulinius rithöfundur, spurður hvernig sænski
leikhópurinn PotatoPotato hafi unnið sýning-
una Talanglösa Martyrer, sem byggð er á bók
hans Píslarvottar án hæfileika sem kom út
2010.
Þú vannst þetta eitthvað
með þeim, ekki satt? „Jú, ég
fór út, bæði fyrir ári þegar
þau voru að byrja að vinna
verkið og svo aftur fyrir
mánuði þegar þau voru í
miðju æfingaferlinu.“
Leikhópurinn Potato Potato
er frá Malmö og hefur á
stefnuskrá að rannsaka pólitískar aðgerðir
– og aðgerðaleysi – í evrópskum samtíma
með ögrandi sviðslist og skoðar nú sérstak-
lega pólitíska þátttöku í norrænu paradísinni.
Sagan Píslarvottar án hæfileika var skrifuð í
kjölfar hrunsins og mótmælanna gegn því og
Kári segir efnið falla mjög vel að því sem leik-
hópurinn vill koma á framfæri.
Verkið var frumsýnt í Stokkhólmi 8. apríl og
hlaut rífandi góða dóma í sænskum blöðum.
Þetta er farandsýning sem einnig hefur verið
sýnd í Malmö og fer héðan til Óslóar og Gauta-
borgar. „Þau laga sýninguna að aðstæðum á
hverjum stað, til dæmis verður hluti hennar
fluttur á ensku hér á Íslandi, þar sem ekki er
hægt að ganga út frá því að allir áhorfendur
skilji sænsku,“ útskýrir Kári.
Ertu ánægður með útkomuna? „Alveg rosa-
lega. Ég er náttúrulega ekki óhlut drægasti
áhorfandinn en ég er alveg í skýjunum.
Sænskir áhorfendur kunnu líka vel að meta
sýninguna, fólk brast í grát og féllst í faðma í
salnum eftir frumsýninguna. Ótrúlega sterk
sýning.“
Miðasala er á midi.is. fridrikab@frettabladid.is
Pólitískar aðgerðir og aðgerðaleysi
Talanglösa Martyrer nefnist leiksýning sem sænski leikhópurinn PotatoPotato sýnir í Tjarnarbíói í kvöld og tvö næstu kvöld. Sýningin er
byggð á skáldsögu Kára Tulinius, Píslarvottar án hæfi leika, og hann segist vera í skýjunum með útkomuna.
KÁRI TULINIUS
VINUR SJÓNVARPSÁHORFENDA Einn leikaranna í sýningunni er Íslendingum að góðu kunnur. Christian Hillborg lék
blaðamanninn Daniel Ferbé í sjónvarpsþáttunum vinsælu Brúnni.
Christian Hillborg, sem
lék blaðamanninn Daniel
Ferbé í hinum vinsælu
sjónvarpsþáttum Brúnni,
er einn leikaranna í
sýningunni. Þetta er
fyrsta sýningin sem
Christian tekur þátt í
með PotatoPotato en
hann hefur áður verið
beðinn um að vera með
í sýningum hópsins. „Ég
hafði bara ekki tíma fyrr
en núna,“ segir hann.
Christian segist
aðallega vera sviðsleikari,
leikur í kvikmyndum og
að sjónvarpsþáttum sé
meira aukavinna. Hann
hefur leikið á sviði í
Stokkhólmi, Malmö og
fleiri stöðum í Svíþjóð,
í Ósló og nú í Reykjavík.
Hefur hann komið til Ís-
lands áður? „Nei, en mig
hefur alltaf dreymt um að
koma hingað og það er
yndislegt að vera loksins
kominn.“
Christian lofar áhorf-
endum góðri sýningu í
kvöld og næstu kvöld.
„Þetta er frábær sýning
og fær fólk vonandi til
að hugsa um hverju það
er tilbúið að fórna fyrir
betra samfélag í þessari
paradís sem við köllum
Norðurlönd.“
Loksins kom-
inn til Íslands
Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid
551 1200 prufur@leikhusid.is leikhusid.is
Nánari upplýsingar:
Haust 2013
Frumsýning:
Þjóðleikhúsið leitar að leikurum
á aldrinum 8–14 ára!
Á næsta leikári setur Þjóðleikhúsið upp ÓVITA eftir Guðrúnu Helgadóttur, en þar leika
börn fullorðna og öfugt. Því vantar okkur eikara til að leika fullorðna fólkið í sýningunni.
Krakkar sem vilja leika á stóra sviðinu, á aldrinum 8–14 ára og ekki hærri en 160 cm
— eru hvattir til að mæta og sækja um.
Skráning í prufur fer
fram í Þjóðleikhúsinu,
mánudaginn 29. apríl á
milli klukkan 14 og 19.
Jazzhátíð Garðabæjar hefst í
dag og stendur fram á sunnudag.
Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í
Kirkjuhvoli. Þá verður frumflutt
ný tónlist sem færeyski bassa-
leikarinn Edvard Nyholm Debess
hefur samið fyrir íslenska djass-
tónlistarmenn. Stærstu tónleikar
hátíðarinnar verða annað kvöld
í Urðarbrunni, hátíðasal Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ. Þar
verður boðið upp á „Stofudjass
í stórum sal“ með Flosason/
Lauritsen kvartettinum. Sérstak-
ur gestur er Ragnheiður Gröndal.
Tvennir tónleikar verða á
laugar dag. Í Jónshúsi við Strik-
ið verður dagskrá með valin-
kunnum lögum swing-tímans
klukkan 14 og í Haukshúsi á
Álftanesi stígur stjörnudúóið
Ragnheiður Gröndal og Guð-
mundur Pétursson á svið með
djassperlur klukkan 17. Hátíðinni
lýkur á sunnudagskvöld með tón-
leikum í Kirkjuhvoli. Þar sýnir
unga kynslóðin hvað í henni býr.
Aðgangur er ókeypis á alla tón-
leikana. Dagskráin er aðgengileg
á www.gardabaer.is - gun
Djass,
djass, djass
STJÖRNUDÚÓ Guðmundur
Pétursson og Ragnheiður
Gröndal koma fram í Hauk-
shúsi.