Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 80
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 64
KÖRFUBOLTI „Þetta er frídagur
þannig að við munum taka létta
æfingu um morguninn. Skjótum
aðeins á körfuna og förum svo
saman í bröns og hlæjum saman.
Leikmenn fara svo heim til sín,
fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera
fram að leik,“ sagði Teitur Örlygs-
son, þjálfari Stjörnunnar, um undir-
búning sinna manna fyrir leikinn
stóra gegn Grindavík í kvöld.
Staðan fyrir kvöldið er einföld.
Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verð-
ur meistari með sigri. Tapi liðið
aftur á móti leiknum verður spil-
aður oddaleikur í Grindavík.
„Þetta er rosalegt tækifæri. Við
höfum oft talað um þetta markmið
í úrslitakeppninni. Menn mega
ekki missa sjónar á þessu mark-
miði. Sama hvort við vinnum eða
töpum. Menn hafa reynt að halda
fókus á markmiðið og það er bann-
að að missa sjónar á því. Einbeit-
ingin hefur sem betur fer verið góð
í liðinu,“ sagði Teitur.
„Við gáfum það út fyrir tíma-
bilið að markmiðið væri að verða
Íslandsmeistari. Við höfum viljað
bæta okkur frá hverju ári og búa til
sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna
alvarlega í dag.“
Teitur er reynslumikill kappi
og var mjög sigursæll leikmaður.
Reynsla hans mun líklega vega
þungt í því að undirbúa liðið sitt
rétt fyrir leikinn.
Enginn orðið Íslandsmeistari
„Það er oft best að gera ekki of
mikið úr hlutunum þó svo að þetta
sé stærsta tækifæri Stjörnunn-
ar frá upphafi til þess að verða
meistari. Ég held að það hafi eng-
inn í okkar liði orðið Íslandsmeist-
ari áður. Hungrið er því fáránlega
mikið í liðinu. Það hjálpar til að
liðið hefur verið lengi saman og það
er mikil reynsla í liðinu. Við erum
í eldri kantinum og strákarnir eru
þroskaðir og það hefur sýnt sig í
síðustu leikjum. Við höfum ekki
gefið mörg færi á okkur,“ sagði
Teitur. Hann hefur enga trú á öðru
en að hans menn verði klárir í
bátana og að stressið taki ekki yfir.
„Það getur verið stress rétt í
upphafi en menn spila það úr sér.
Mönnum líður kannski illa þegar
þeir eru að bíða. Svo þegar menn
koma í upphitun á sínum heimavelli
sjá þeir að það er ekkert að óttast.
Ég held að stemningin verði ekk-
ert yfirþyrmandi. Vonandi koma
fleiri en áður. Vonandi fáum við
fólkið sem hefur verið að íhuga að
koma. Þetta er staðurinn og stund-
in til þess að koma á leik. Vonandi
verður kofinn troðfullur. Við höfum
staðið okkur vel í leikjum þar sem
mikið er í húfi og allt í beinni.
Mínir menn virðast þrífast á þann-
ig umhverfi sem er frábært.“
henry@frettabladid.is
Hungrið er fáránlega mikið
Það er stórt kvöld fram undan í Garðabæ en körfuboltalið félagsins getur þá tryggt sér sinn fyrsta Íslands-
meistaratitil í körfubolta. Það er mikil eft irvænting fyrir leiknum í Garðabæ og það kemur í hlut þjálfarans,
Teits Örlygssonar, að stilla spennustig leikmanna rétt fyrir leikinn. Hann hefur engar áhyggjur af sínu liði.
STANDA SAMAN Teitur þarf að huga að því að lærisveinar hans verði með spennu-
stigið rétt stillt í leiknum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SÍÐUSTU FIMM LIÐ SEM GÁTU TRYGGT
SÉR TITILINN Á HEIMAVELLI
Grindavík 2012. 91-98 tap gegn Þór Þ.
Keflavík 2010. 69-105 tap gegn Snæfelli.
Snæfell 2010. 73-82 tap gegn Keflavík.
KR 2009. 84-83 sigur gegn Grindavík.
Grindavík 2009. 83-94 tap gegn KR.
HANDBOLTI Forráðamenn austur-
ríska úrvalsdeildarfélagsins
Westwien höfðu ekki erindi sem
erfiði er þeir buðu landsliðs-
manninum Snorra Steini Guð-
jónssyni að gerast spilandi þjálf-
ari liðsins á dögunum.
Snorri hélt til Vínarborgar til
viðræðna við fulltrúa félagsins
sem lögðu hart að honum að taka
starfið að sér. Eftir nokkra íhug-
un ákvað Snorri hins vegar að
hafna tilboði félagsins.
Hann hefur spilað með danska
liðinu GOG í vetur en liðið vann
sér þá sæti í dönsku úrvalsdeild-
inni með Snorra í lykilhlutverki.
Snorri er samningsbundinn
félaginu.
GOG hefur verið að rífa sig
upp eftir að félagið fór á hausinn
á sínum tíma og spurning hvað
félagið gerir fyrir næsta vetur.
Erlingur Richardsson, þjálfari
ÍBV, er með tilboð frá Westwien
sem hann íhugar þessa dagana en
Erlingur er einnig í þjálfarateymi
landsliðsins. - esá
Snorri hafnaði
Westwien
NEI TAKK Snorri Steinn vildi ekki fara
til Austurríkis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Allt sem þú þarft...
Yfirburðir
Fréttablaðsins
staðfestir!
Auglýsing í
Fréttablaðinu
nær til yfir
92%
lesenda
blaðanna
Lesa bæði
Fréttablaðið og
Morgunblaðið
Lesa bara
Morgunblaðið
Lesa bara
Fréttablaðið
64% 8%
28%
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað
landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila
sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup
sýnir ótvírætt.
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup.
18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012.