Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 39
| FÓLK | 3TÍSKA
Ég er hrifinn af því að blanda nýstárlegum efnum saman við klassísk efni,“ segir Ásgrímur Már
Friðriksson þegar hann er spurður út í
útskriftarverkefni sitt í fatahönnun frá
Listaháskóla Íslands en sýning á verk-
um allra útskriftarnema LHÍ stendur nú
yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Lína Ásgríms samanstendur af kjólum,
stuttum jökkum, buxum og pilsum, allt í
ljósum litatónum.
„Ég notaði neoprem-efni, sem minnir
á kafarabúningaefni, í bland við kasmír-
ull og til að hafa einnig jarðtengingu
notaði ég ofið bast með. Í rannsókninni
skoðaði ég heilagleikann í vísindaskáld-
skap og velti fyrir mér „post apoc-
alyptic“, eða eftir-heimsendi-stemm-
ingu og endurupprisu. Stundum er sagt
í gamni að skordýrin muni erfa heiminn
og frá þeim fékk ég formið. Ég hækkaði
til dæmis mittið upp til að láta útlimina
sýnast lengri. Svo notaði ég fiskibein í
hárið á sýningarstúlkunum til að byggja
heildina upp. Mér finnst skemmtilegast
að hanna fyrir sterka kvenímynd, ég vil
enga væmni.“
Ásgrímur hóf nám í fatahönnun við
skólann fyrir nokkrum árum en gerði
hlé á náminu til að sinna fjölda verkefna
sem honum buðust. Hann var meðal
annars einn af stofnendum Kiosk
og einn aðalhönnuður E-label. Þá
vann hann fyrir danska tísku-
tímaritið Cover og hjá Eskimo.
„Það kom svo að því að ég
vildi koma mér aftur í gírinn
og klára skólann. Ég var búinn
að safna mér reynslu sem hefur
nýst mér vel við námið
og nú er stefnan
sett á að komast
utan að vinna,“
segir Ásgrímur
og er ánægður með
hvernig tískusýning
útskriftarhópsins í
fatahönnun gekk.
„Þetta var mjög
góður bekkur og
við lögðum öll
mikinn metnað í
að gera vel og búa
til flotta og heild-
stæða sýningu.
Við erum alls ekki
útkeyrð eftir þessa
törn eins og við
bjuggumst við heldur
þvert á móti full af eld-
móð. Við erum rétt að
byrja.“ ■ heida@365.is
SMEKKBUXUR
SNÚA AFTUR
Helstu tískuhönnuðir hafa komið smekkbuxum í
öllum regnbogans litum á markaðinn.
Þær koma alltaf aftur og aftur. Verslanir víða um heiminn eru að
fyllast af sumarfötunum og er eftir því tekið hversu smekkbuxur
koma sterkar inn. Þær eru í öllum litum, stuttar og síðar. Tískan
fer alltaf í hringi en margir muna sjálfsagt eftir síðustu smekk-
buxnatísku. En nú þarf sem sagt að endurnýja kynnin við smekk-
buxurnar en ekki þó taka þær gömlu upp því sniðið er öðruvísi. Nú
eru skálmarnar þröngar og vinsælar eru buxur gerðar úr rúskinni.
Jennifer Aniston, Kylie Minogue, Alexa Chung, Alessandra
Ambrosio, Helena Christensen og Hanneli Mustaparta hafa allar
látið sjá sig í litríkum smekkbuxum undanfarið. H&M, Zara og
Mango selja nú smekkbuxur auk annarra verslana en það var
meðal annarra Phillip Lim, hönnuðurinn frægi, sem sýndi slíkar
buxur í öllum litum á tískusýningu fyrir sumarið 2013.
BLEIKAR
Þessar rúskinnssmekk-
buxur eru hönnun
Phillips Lim.
NÝTT
Smekkbuxurnar
eru ekki víðar, eins
og áður var held-
ur með þröngum
skálmum. Rúskinn
er afar vinsælt.
VILL ENGA VÆMNI
ÍSLENSK FATAHÖNNUN Ásgrímur Már Friðriksson er einn útskriftarnema úr
fatahönnun frá LHÍ. Hann sótti innblástur til vísindaskáldskapar og skordýra.
ÓLÍK EFNI Ásgrímur
Már Friðriksson er
óhræddur við að blanda
saman ólíkum efnum í
hönnun sinni. Útskrift-
arlínu hans frá LHÍ má
sjá í Hafnarhúsinu.
MYND/GVA
HÁ MITTI
„Stundum er sagt í
gamni að skordýrin
muni erfa heiminn
og frá þeim fékk ég
formið.“
MYND/ÚLFAR LOGI
Holtagörðum, s. 553-1800
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
www.facebook.com/fondurlist
GLÆSILEGT ÚRVAL
AF SKARTGRIPAEFNI
Stærsta föndurverslun landsins
Úrvalið er
hjá okkur
Belladonna á Facebook
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Mikið úrval
af léttum
yfirhöfnum
Stærðir 38-58