Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 6
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
NÝSKÖPUN Lækningavörufyrir-
tækið Kerecis á Ísafirði hefur
tryggt fjármögnun til að ljúka
ofnæmis- og ónæmisprófunum á
nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt
því að taka fyrstu skref í sölu-
og markaðsstarfi erlendis. Nýja
varan, MariGen Wound, er sára-
meðhöndlunarefni unnið úr þorsk-
roði. Fyrirtækið hefur þegar hafið
sölu í Bretlandi
og í Mið-Austur-
löndum. Nú er
stefnt á Banda-
ríkjamarkað en
fyrst þarf að
uppfylla kröfur
þarlendra yfir-
valda, meðal
a n na rs með
prófu num á
fólki sem endurspegla kynþátta-
samsetningu þar í landi.
Guðmundur F. Sigurjónsson,
stjórnarformaður Kerecis, segir
að nýverið hafi verið gengið frá
um 120 milljón króna hlutafjár-
aukningu frá núverandi og nýjum
hluthöfum fyrirtækisins. Um
vöruna sem um ræðir segir Guð-
mundur að varan byggi á Mari-
Gen Omega3 tækni félagsins og sé
ætluð til meðhöndlunar á þrálátum
sárum. Varan, sem heitir MariGen
Wound er unnin úr þorskroði og er
lögð beint ofan í sár sem síðan er
búið um með hefðbundnum sára-
umbúðum. Frumur líkamans vaxa
inn í efnið og breyta því að lokum í
heilbrigða húð.
MariGen Wound hefur fengið
samþykki evrópskra reglugerðar-
yfirvalda og er sala hafin í
Bretlandi og einnig í Mið-
Austurlöndum. Hins vegar er
stærsti markaður í heimi fyrir
lækningavörur sem þessar í
Bandaríkjunum.
„Við erum að vinna að því að
skrá MariGen Wound þar í landi
en bandaríska lyfjaeftirlitið
(FDA) vill að við framkvæmum
Vantar þeldökka til
að ljúka vöruþróun
Fyrirtæki á Ísafirði hefur tryggt fjármagn til að ljúka prófunum á sáraumbúðum
úr þorskroði. Prófanir á Íslendingum er lokið en leitað er að fólki af afrískum,
spænskum og suður-amerískum uppruna vegna krafna Bandaríkjamarkaðar.
➜ Markmið Kerecis er að þróa og markaðssetja lausnir til meðhöndlunar
á vefjaskaða. MariGen Omega3 eru vörur sem byggjast á fyrstu kynslóð
tækni Kerecis. Sala hófst nýlega á fyrstu vöru MariGen Wound, sem er
stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum.
➜ Þrálát sár eru verulegt óleyst heilbrigðisvandamál, en árlega eru fram-
kvæmdar yfir 100 þúsund aflimanir í Bandaríkjunum einum vegna sára
sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum.
➜ Þróunaráætlun Kerecis gerir ráð fyrir að næstu kynslóðar tækni fyrir-
tækisins innihaldi lifandi frumur og er markmiðið að nota þá tækni til
meðhöndlunar og jafnvel uppbyggingar á sköðuðum líffærum.
➜ Kerecis gekk nýlega frá dreifingarsamningi við alþjóðafyrirtækið Medline
Industries. Til að byrja með mun Medline selja sáravöru Kerecis í Bretlandi
og í Mið-Austurlöndum. Medline er leiðandi dreifingaraðili á lækninga-
vörum og þjónustu á heimsvísu. Ársvelta Medline er um fimm milljarðar
Bandaríkjadala og er fyrirtækið með starfsemi í níutíu löndum og rekur í
þeim 48 dreifingarstöðvar.
Þorskroð nýtt til að byggja upp líffæri
ÞORSKROÐIÐ
PRÓFAÐ Helstu
samkeppnisvörur
Kerecis eru unnar
úr vef svína og
einnig úr manns-
húð. MYND/KERECIS
GUÐMUNDUR F. PRÓF Um einfalt próf er að ræða sem tekur nokkra daga. MYND/KERECIS
fleiri prófanir. Þessar rannsókn-
ir hafa farið fram á Ísafirði og í
Reykjavík og er lokið hvað varðar
okkur Íslendingana. Okkur vant-
ar almennt útlendinga í prófunina,
því FDA gerir kröfur um að próf-
in endurspegli kynþáttasamsetn-
ingu þar í landi og okkur vantar
því um tuttugu þeldökka, spænska
og suður-ameríska þátttakendur.
Þess vegna höfum við auglýst eftir
þátttakendum því það ætti ekki að
koma neinum á óvart að kynþátta-
samsetningin í Bandaríkjunum
er mjög ólík því sem gerist hér
á Íslandi,“ segir Guðmundur, en
FDA gerir kröfur um ofnæmis-
rannsókn á fimmtíu sjúklingum,
og ónæmisrannsókn á 76 sjúkling-
um eða 126 einstaklingum alls.
Markaður fyrir lækningavörur
fyrirtækisins er gríðarstór; velt-
ir um milljarði Bandaríkjadala á
ári. Helstu samkeppnisvörurnar
eru unnar úr vef svína og einnig
úr mannshúð. svavar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Már Guðmundsson
seðlabankastjóri fær ekki þá
launaleiðréttingu sem hann
krafðist fyrir dómi. Hæstiréttur
staðfesti niður-
stöðu Héraðs-
dóms Reykja-
víkur þess
efnis í gær.
Már stefndi
Seðlabankanum
eftir að hann
tók við stöðu
seðlabanka-
stjóra haustið
2009, vegna
þess að í sama mánuði og hann
tók við var lögum um kjararáð
breytt. Það leiddi til þess að laun
hans voru lækkuð svo að hann
væri ekki með hærri laun en for-
sætisráðherra. Hann taldi þetta
vera samningsbrot en dómstólar
eru ósammála. - sh
Seðlabankastjóri tapar:
Fær launin sín
ekki leiðrétt
MÁR
GUÐMUNDSSON
KÍNA, AP Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin segir nýtt afbrigði af fugla-
flensunni, sem kom upp í Kína
fyrir stuttu og kallast H7N9, virð-
ast eiga greiðara með að smitast
úr fuglum í fólk en önnur þekkt
afbrigði, eins og H5N1.
Vísindamenn fylgjast nú grannt
með veirunni en segja að hingað
til bendi fátt til þess að veiran
smitist jafn auðveldlega milli
fólks.
360 manns hafa látið lífið af
völdum H5N1 frá árinu 2003, en
flestir þeirra smituðust af fuglum.
Tuttugu hafa látist af völdum
H7N9 til þessa. - þj
Nýtt afbrigði af fuglaflensu:
Greiðara smit
úr fuglum í fólk
FUGLAVÁ Svo virðist sem nýtt afbrigði
af fuglaflensu smitist greiðar á milli
fugla og fólks en áður hefur þekkst.
STJÓRNMÁL Alls varð 186 millj-
óna króna afgangur af rekstri
samstæðu Kópavogsbæjar í
fyrra. Til samanburðar var 751
milljónar halli á rekstrinum
2011. Þetta kemur fram í árs-
reikningi Kópavogsbæjar sem
lagður var fyrir bæjarstjórn á
þriðjudag.
Ármann Kr. Ólafsson segir
að ársreikningurinn sýni bætta
stöðu Kópavogsbæjar og gefi
góð fyrirheit um framhaldið.
Tekjur Kópavogsbæjar voru
20,6 milljarðar króna árið 2012
en rekstrargjöld voru 15,7
milljarðar. Veltufé frá rekstri
nam tæpum 2,8 milljörðum. Þá
kemur fram í ársreikningnum
að skuldahlutfall Kópavogs var
206% um áramótin en var 242%
þegar það fór hæst árið 2010. - mþl
Ársreikningur 2012 birtur:
Rekstrarafgang-
ur hjá Kópavogi
MENNINGARMÁL „Það er ekki
á hendi Náttúrfræðistofnunar
hvar beinagrindin verður heldur
menntamálaráðuneytisins,“ segir
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, vegna
umræðunnar um framtíðarstað-
setningu beinagrindar úr steypi-
reyði sem rak á land á Skaga 2010.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu gær vill bæjarráð Norður-
þings að ráðherrann lýsi því yfir að
beinagrindin verði á Hvalasafninu
á Húsavík. Forstjóri Náttúrufræði-
stofnunar sagði grindina hins
vegar myndu enda á sýningu
Náttúru minjasafns Íslands í Perl-
unni ef óskað væri eftir því. Ann-
ars væri Húsavík næsti kostur.
Katrín segir að þegar stjórn-
völd hafi ákveðið að setja steypi-
reyðina í það ferli að beinin yrðu
þurrkuð hafi líka verið samþykkt
annars vegar framlag og hins
vegar að mennta- og menningar-
málaráðherra myndi kanna hvort
gera ætti samkomulag við Hvala-
safnið á Húsavík um uppsetningu
og varðveislu beinagrindarinnar.
Þetta ætti ráðherrann að gera í
samráði við Náttúrufræðistofnun,
Náttúruminjasafnið og umhverfis-
ráðuneytið. Það hafi ekkert breyst.
„Það verða væntanlega hafnar
viðræður við Húsvíkinga þegar við
sjáum fyrir endann á ferlinu með
þurrkun beinanna. En það ligg-
ur líka fyrir að þeirra hugmynd-
ir um hvernig þeir ætla að byggja
yfir grindina eru á frumstigi. Það
þarf líka að skýra fjármögnunina,“
segir ráðherrann. - gar
Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar yfirráðum Náttúrufræðistofnunar yfir steypireyði af Skaga:
Húsavík fyrsti kostur fyrir hvalabeinagrind
HVALASAFN Á HÚSAVÍK Frumhönnum
dregur upp glæsilega mynd af Hvala-
safninu á Húsavík. MYND/HVALASAFNIÐ HÚSAVÍK
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvenær á smíði á nýjum Herjólfi
að ljúka, gangi allt eftir?
2. Hvað létust margir vegna ölvunar-
aksturs hér á landi í fyrra?
3. Hver leikur Tony Stark í Iron Man-
myndunum?
SVÖR
1. Í lok árs 2015. 2. Enginn. 3. Robert
Downey Jr.
Frá kr. 99.900
11 nátta ferð - ótrúleg kjör!
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu þann 9. maí
í 11 nætur.
Ath. mjög takmarkaður íbúða í boði - verð getur hækkað án fyrirvara.
Flogið er til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Costa del Sol
9. maí í 11 nætur
Aguamarina ***
Kr. 99.900
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi.
SKÓLAMÁL „Ég ákvað að blása
þetta bara af þegar krakkarnir
voru komnir inn í skólann en þá
var hópur nemenda orðinn áber-
andi ölvaður,“ segir Hjalti Jón
Sveinsson, skólameistari VMA.
Á annað hundrað nemendur
dimitteruðu frá skólanum í gær
en Hjalti Jón segir ekki boðlegt að
nemendur séu ölvaðir inni í skól-
anum. „Auðvitað eru þeir nemend-
ur sem áttu enga sök að máli mjög
óánægðir. En það þarf stundum að
taka óvinsælar ákvarðanir,“ segir
Hjalti og bætir við að sumir nem-
endur hafi byrjað að neyta áfengis
klukkan sex að morguni. - hó
Skólameistari VMA ósáttur:
Ölvun batt enda
á dimissio