Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 26
25. apríl 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekst- ur LSH á 17 stöðum í borginni kostar auka- lega 3 milljarða króna á ári. Frestun Fram- sóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspít- ala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum án þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarn- ir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparn- aði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjón- usta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðis- vísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við ný byggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráð- herrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum. Framsókn og Landspítalinn HEILBRIGÐIS- MÁL Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG F ram til þessa hefur kosningabaráttan snúist um niður- fellingu á skuldum heimilanna. Reyndar bara þeirra heimila sem skulda húsnæðislán. Nokkrir flokkar tala um leiðréttingu og réttlætismál. Peningarnir eiga að koma úr samningaviðræðum við erlenda aðila sem hafa fjárfest hér á landi og sitja fastir með peningana sína á Íslandi vegna gjaldeyris- hafta. Samningaviðræður við þessa svokölluðu erlendu kröfuhafa – sem stundum eru kallaðir vogunarsjóðir og jafnvel hrægammasjóðir – eru viðkvæmar. Óábyrg umræða nú getur skaðað viðræður um að losa hér gjaldeyrishöft og hleypa þessum sjóðum úr landi. Svo ekki sé talað um hversu glórulaust það er að vilja hirða af þessu fólki peningana þess. Að verulegum hluta eru þetta jú peningar fólks sem fjárfesti í sjóðum sem síðan tóku áhættu og fjárfestu hér á Íslandi í góðri trú. Í framtíðinni má gera ráð fyrir að við Íslendingar viljum laða til okkar erlent fjármagn. Til þess þurfum við að bjóða upp á góð fjárfestingartækifæri og traust. Vissulega skaðaðist orðstír okkar mikið þegar allt bankakerfið hrundi og það mun taka tíma að bæta hann. Allur málflutningur um að hirða hundruð milljarða af umræddum sjóðum eykur ekki traust erlendra fjármagnseigenda á okkar litla landi. Umræðan er til komin vegna þeirrar einföldu staðreyndar að kosningabaráttan snýst um hag heimilanna í landinu. Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvort mjög skuldsett heimili séu miklu bættari með tuttugu prósenta niðurfellingu skulda. Miklu nær væri að bjóða þeim fjölskyldum sem verst eru staddar að fara lyklaleiðina svoköll- uðu. Þá kæmist fólk úr skuldafangelsi og gæti byrjað upp á nýtt. Ef það verður svo niðurstaða viðræðna við erlendu fjármagns- eigendurna að þeir geti farið með fé sitt frá Íslandi og gjaldeyris- höftin verði afnumin væri miklu nær að ríkið greiddi niður erlendar skuldir með hugsanlegum afgangi. Nú þegar greiðum við 90 millj- arða í vexti af þessum skuldum árlega og þær fara ekki minnkandi. Ein mesta kjarabót allra Íslendinga felst í að geta minnkað þessar skuldir verulega. Á einu kjörtímabili er hægt að gera mikið fyrir 90 milljarða á ári. Fasteignakaup á Íslandi hafa lengi verið einhvers konar lotterí. Þannig var hægt að kaupa íbúð á tíunda áratugnum og horfa á verð hennar margfaldast á örfáum árum. Allir virtust græða og lítil krafa var um að fólk deildi þeim hagnaði með þjóðinni allri. Enda er það oft þannig að þegar einhver græðir vill viðkomandi ekki deila en sé tap er þörfin mikil fyrir að aðrir taki þátt í að borga það tap niður. Ekkert bendir til þess að húsnæðiskaup almennings hætti að vera áhættusöm. Hins vegar hefur verið bent á ýmsar áhugaverðar leiðir í þessari kosningabaráttu. ASÍ átti gott útspil með dönsku leiðinni svokölluðu og hér í Reykjavík eru hafnar miklar framkvæmdir við byggingu leiguhúsnæðis. Aftur koma þessar nýju lausnir ekki þeim skuldugustu að neinu gagni. Ekki frekar en það myndi hjálpa þeim að lækka skuldirnar um fimmtung. Fólk þarf tækifæri til að byrja upp á nýtt í stað þess að lengt sé í hengingarólinni. Kosið um niðurfellingu húsnæðisskulda: Lengt í hengingarólinni Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is Hreinskilinn frambjóðandi Um Brynjar Níelsson má margt segja. Eitt af því er þó ekki að hann liggi á skoðunum sínum, en hann er óhræddur við að láta þær í ljós, hversu vinsælar sem þær eru. Þannig hikaði hann ekki við að segja á kosningafundi að lítið yrði að marka stjórnarsáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, vegna tillagna síðarnefnda flokksins. Hann talaði býsna skýrt í grein á heimasíðu sinni á Pressunni þar sem hann ræddi tillögur Framsóknar í skuldamálum heimilanna. Hann mun ekki leggja nafn sitt við þær og eigi að verða samstarf flokkanna tveggja þarf Framsókn að leggja þær til hliðar. Tengslin ræktuð Fáir munu vera jafn skorinorðir og Brynjar í aðdraganda kosninga. Það er gömul saga og ný að þegar að stjórnarmyndun kemur verður tryggðin við kosningaloforðin minni en þegar sannfæra á kjósendur. Það er hins vegar ljóst að margir flokksmenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks eru farnir að rækta tengslin sín á milli– þó að formlegar viðræður séu ekki hafnar. Hvar er Björt? Björt Ólafsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Reykja- víkurkjördæmi norður. Það eru kannski nokkur tíðindi fyrir lesendur, þar sem varla hefur til hennar spurst frá því tilkynnt var að hún mundi taka að sér að leiða listann. Hún hefur ekki mætt í sjónvarpsvið- ræður fyrir hönd flokksins, nokkuð sem aðrir oddvitar hans hafa hins vegar gert. Kannski telur Björt framtíð hina oddvitana betur til þess fallna, en erfitt er að sjá hver eigi betur heima í umræðum oddvita allra flokka úr Reykjavík norður, en oddvitinn í Reykjavík norður. Björt mætti þó ekki í þann þátt, heldur Heiða Kristín Helgadóttir. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.