Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGÍsbúðir FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 20134
Ekki er þörf á tæknilegum og fínum ísgerðarvélum til að búa
til sinn eigin ís. Það eina sem þarf eru klakar og tveir misstórir
pokar.
2 msk. sykur
1 bolli rjómi (má líka nota mjólk)
½ tsk. vanilludropar
½ bolli salt (því stærri korn því betra)
Ísmolar (nægilega margir til að fylla þriggja lítra poka til hálfs)
1 þriggja lítra lokanlegur frystipoki
1 hálfs lítra lokanlegur frystipoki
Blandið saman sykri, rjóma og vanilludropum í minni pokann og lokið vel.
Setjið ísinn og saltið í stærri pokann og blandið. Setjið minni pokann inn í þann
stærri og lokið stærri pokanum vel. Hristið nú hraustlega þar til vökvinn í minni
pokanum fer að harðna (í um það bil 5 mínútur). Þreifið á
minni pokanum til að athuga hvenær
ísinn er tilbúinn. Gott
er að vera í vettlingum
eða nota viskustykki til
að halda á pokanum
meðan hrist er því kuld-
inn læsist í fingurna.
Takið nú minni pokann upp
úr þeim stærri. Blandið því
sem þið viljið við ísinn og borð-
ið beint upp úr pokanum. Sem
dæmi um það sem blanda má í
ísinn er súkkulaðisósa, súkkulaðibit-
ar, jarðarber og sælgæti.
Ís í poka
Ísmolar og salt í stærri pokanum,
ísblandan í þeim minni.
Að búa til ís í poka er dálítið vesen en
örugglega mjög skemmtilegt.
Grænt te
½ bolli nýmjólk
1/3 bolli hrásykur
Örlítið sjávarsalt
3 eggjarauður
3 msk. Matcha-duft (fínmalað grænt
eðalte) blandað við 1/8 bolla vatn
svo úr verði þykkni.
1 bolli rjómi
1 tsk. vanilla
Leysið sykurinn upp í mjólkinni við
vægan hita og hrærið stöðugt í. Takið
af hellunni. Þeytið eggjarauðurnar létt í
skál og hellið ¼ af heitri mjólkurblönd-
unni rólega út í eggjarauðurnar og
hrærið stöðugt í á meðan. Hellið svo
eggjarauðublöndunni saman við rest-
ina af mjólkinni og sjóðið á lágum hita
þar til blandan fer að þykkna og hrær-
ið stöðugt í. Hellið svo blöndunni í skál.
Blandið saman Matcha-þykkninu, rjóm-
anum og vanillunni og bætið út í skál-
ina, þeytið. Látið kólna. Notið svo ísgerð-
arvél. www.matchasource.com
Einfaldur
heimaís
Ísgerð í heimahúsi getur verið stórskemmtileg og
þarf alls ekki að vera svo flókin. Ef ísgerðarvél er
til á heimilinu má gera ýmsar tilraunir með það
sem finnst í ísskápnum. Langeinfaldast er svo að
mauka ávexti ofan í íspinnabox og frysta.
Berjaís
500 g jarðarber/hindber/bláber
100 g sykur
300 ml rjómi
Safi úr einni sítrónu
Skerið berin niður, má einnig mauka þau
í matvinnsluvél. Bætið við sykri, rjóma og
sítrónusafa og hrærið saman. Setjið í ís-
gerðarvélina þar til blandan er mjúk-
lega frosin. Látið hana svo frjósa í gegn í
frostheldu íláti í frysti.
Súkkulaðiís
1 bolli kakóduft
2/3 bolli sykur
½ bolli púðursykur
1½ bolli nýmjólk
3¼ bolli rjómi
1 msk. vanilludropar
Hrærið saman sykur og kakó í skál. Bætið
mjólkinni út í og þeytið saman í 1-2 mín-
útur. Hrærið þá rjóma og vanillu út í.
Setjið í ísgerðarvélina.
www.cusinart.com
Melónuklaki
2½ bolli steinhreinsuð melóna
1 msk. vanilludropar
2 msk. límónusafi
Hér þarf enga ísvél. Skellið öllu í blandara
og maukið. Hellið í íspinnamót og frystið í
3-4 tíma. www.about.com
MJÓLKURHRISTINGUR
Orðið mjólkurhristingur
sást fyrst á prenti í Banda-
ríkjunum árið 1885 og var
þá átt við áfengan drykk
þar sem viskí var blandað
eggjum. Drykkurinn var
sagður líkjast eggjapúnsi.
Um 1900 var orðið notað yfir
drykki úr súkkulaði-, jarðarberja- eða
vanillusírópi. Fólk fór fljótlega að
biðja um þessa drykki með ís. Um
1930 voru slíkir drykkir orðnir mjög
vinsælir.
heimild: wikipedia.org
Veistu hver
ég var?
Siggi Hlö
Laugardaga
kl. 16 – 18.30