Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 20
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili lands- ins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsókn- arflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leið- rétt“, óháð því hvort við- komandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrr- greindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verð- tryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnu- skrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leið- réttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyld- ur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldrað- ir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhús- næði, lágtekjufólk sem býr í hús- næði á vegum hins opinbera, fjöl- skyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhús- næði. Samkvæmt rannsókn Hag- stofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökk- breytt lán“ sem eigendur leigu- húsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á hús- eignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóð- endur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á hús- næðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigj- endum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lán- unum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu? Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir far- inn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi: • Um 85% af fjármála- kerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjár- magnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná nið- urstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bank- anna. • Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn reiknaði með því að fólks- fækkun gæti orðið 3-4% á miss- erunum á eftir hruni. • Nálægt 50% af lánum allra fyr- irtækja voru í vanskilum. Fjár- mál tugþúsunda heimila voru í uppnámi. • Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%. • Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar. • Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga. • Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti. • Seðlabankinn er nýorðinn gjald- þrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð. • Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á. • Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri lands- framleiðslu. • Atvinnuleysi var á leið í 9-10%. • Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor lands- ins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar. Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kall- aði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verk- efni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verk- efnið um að afstýra þjóðar- gjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskulda- bréf á alþjóðlegum fjármálamark- aði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur rík- issjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnu- leysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæð- um, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krón- unnar. Skuldatryggingar álag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun. Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórð- ungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndar- lega. Það að fleiri íslenskir ríkis- borgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldis- tímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, eink- um yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldanið- urfellingar eru hins vegar óábyrg- ar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinn- ingur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sam- mála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosninga- loforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tug- milljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu. Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosn- inga er; hvort vilja menn áfram- haldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mik- inn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við kom- umst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum hald- ið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tæki- færi þá merkja menn við B eða D. Kjörtímabil á enda runnið STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- og nýsköp- unarráðherra og 1. þingmaður Norðaustur- kjördæmis ➜ Enginn deilir um að erfi ð ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. ➜ Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verð- tryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum? Hver eru heimili landsins? HÚSNÆÐISMÁL Valur Þráinsson hagfræðingur Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélags- ins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfé- lagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokks- ins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og fram- sóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskipt- ingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundn- um launamun. Nýjar tölur sýna okkur að veru- lega hallar á konur í stjórnenda- stöðum, s.s. í stétt framkvæmda- stjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstarétt- ardómara. Framsóknarflokkur- inn vill berjast gegn neikvæðum staðal ímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menning- ar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr við- miðunarstéttum í launum og ráð- herrar gerast brotlegir við jafnrétt- islög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgj- um og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félags- málaráðherra Framsóknarflokks- ins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlauna- staðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árs- lok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum laun- um kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þess- ari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í fram- kvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða nei- kvæðar breytingar á kynjaskipt- ingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þing- reynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomu- lag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upp- lýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrir- tækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið! Hve lengi er hægt að bíða og vona? STJÓRNMÁL Fanný Gunnars- dóttir skipar 4. sæti á lista Framsóknarfl okks- ins í Reykjavík norður Bandaríski sjónlista- maðurinn og rithöfund- urinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnu- stofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verk- um sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal ann- ars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hug- hrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sann- færðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafna- leikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægra- dvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum máls- hætti, og það sem nafnaleikur- inn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæð- um og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur. Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Banda- ríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í- land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjör- auglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataug- ina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift henn- ar, er lesin: „Stundum langar mig að vill- ast. Mig langar að lenda í ævin- týri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyði- legu vegi – ekki svo stundum held- ur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla mál- tækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augna- blikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könn- unarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skul- um villast!“ Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðs- ins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningar- starfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekkt- ir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynn- ingu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leik- ur því Ísland er ekkert eins og. Ísland er ekkert eins og ➜Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi ➜En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upp- lýstar umræður bera árangur ÍSLAND Einar Karl Haraldsson Formaður stjórnar Íslands allt árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.