Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 48
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28
BAKÞANKAR
Stígs Helgasonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KROSSGÁTA
PONDUS Eftir Frode Øverli
GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes
BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
MYNDASÖGUR
Ég er bara að meina að
það myndi ekki skaða ef þú
myndir breyta aðeins til!
Jesús! Á ég
að verða
eins og Kalli
Berndsen?
Alls ekki! En
aðrir menn
geta klætt
sig mjög fínt!
Maðurinn
hennar Söru
og ...
Er ég að
skilja þetta
rétt?
Skammastu
þín fyrir mig
þegar ég
geng í Kizz-
bolum?
Skammast
og ekki
skamm-
ast...
There you
go! Næst
er kannski
taglið mitt
ekki nógu
gott fyrir þig
heldur!
Ok, núna er þetta að
verða persónulegt!
Nei, nei....
það er flott!
Venjulegt vandamál
Ég get séð þig.
Ég get heyrt í þér.
Samt get ég ekki
skilið neitt af því sem
þú segir eða gerir.
Hvernig
slæ ég?
S. 6006721
Halló.
Pabbi er
kominn!
Hvað komstu
með fyrir
okkur?
Pant fá
bréfa-
klemmu
na!
Má ég eiga tygg jóið?
Er þetta
nammi eða
verkja-
tafla?
Ég sé að þú ert búinn að
hitta krakkana.
Jebb.
Knúsaður
og rændur.
Í íslenskri menningu er hrafninn heldur illa liðinn fugl. Hann er hrææta, kropp-
ar augun úr hrútshausum, gjarnan bendl-
aður við sjálfan djöfulinn, feigðarboði og
sálnasækir. Þetta rímar ekki við mín einu
kynni af hrafninum, þar sem hann birt-
ist mér sem skynugasta og sanngjarnasta
skepna sem ég hef fyrir hitt.
ÞAÐ var í dýragarðinum Slakka í Laugarási
fyrir margt löngu, þar sem Krummi hímdi
einn í stærðar búri í garðinum miðjum. Allt
í kring voru krúttlegir ungar hinna og þessa
tegunda sem buðu manni að klappa sér.
MINNUGUR þess að hafa sem smá-
barn heyrt að hrafnar væru glysgjarn-
ir fuglar sótti ég eina krónu í vasann
og sýndi honum. Hann hallaði höfðinu
til hliðar og hefði hann verið hundur
hefði hann sperrt eyrun. En hann
var fugl og ekki með nein eyru
þannig að hann mændi bara til
mín þangað til ég lagði pen-
inginn á jörðina, hálfan inn
um vírgirðinguna. Þá flögraði
hann niður úr hríslunni eins
og sannur tildur hani, greip
krónuna í gogginn og kjagaði
með hana inn í mitt búr, sótti
sér svo lítið sprek og kom því
fyrir ofan á myntinni, eins og til
að fela hana fyrir mér, og virtist
hreykinn af dagsverkinu.
EINHVERRA hluta vegna var ég hins
vegar ekki tilbúinn að lúffa svo auðveld-
lega fyrir þessum fiðraða leikfélaga mínum,
svo að ég hélt kyrru fyrir og mændi á hann
í dágóða stund. Ég man ekki hversu lengi,
kannski í tvær mínútur – varla meira en
tíu, háðum við sálfræðistríð í gegnum vír-
netið og skyndilega þraut keppinaut minn
örendið. Hann skjögraði sneyptur að krón-
unni, færði sprekið af henni, tók hana upp
og skilaði mér henni. Síðan sneri hann í mig
stélinu.
ÞANNIG lauk þöglum samningaviðræð-
um mínum við krumma. Ég bauð ekkert í
staðinn, en eflaust hefur hann vonað að ég
mundi láta hann í friði. Sem ég og gerði.
KANNSKI hefði ég átt að halda í þessa
krónu, gera úr henni heillagrip, bora í hana
gat og ganga með hana í keðju um háls-
inn eins og fífl það sem eftir lifði, strjúka
henni fyrir svefninn og vona að hún færði
mér gæfu. Ákalla pening. Eins og fífl. En ég
gerði það ekki. Ég veit ekki einu sinni hve-
nær hún var slegin – mögulega fæðingar-
árið mitt – og líklega hef ég hent henni niður
um ræsisrist við fyrsta tækifæri.
EF þú ert að bíða eftir líkingu við yfirvof-
andi samningaviðræður íslenskra stjórn-
valda um krónueign erlendra kröfuhafa þá
verð ég að valda þér vonbrigðum. Þetta er
bara saga um fugl og smámynt – og þarf
heldur ekki að vera neitt meira.
Samið við hræfuglLÁRÉTT2. loðfeldur, 6. skóli, 8. merki, 9.
nytsemi, 11. skst., 12. hlutdeild, 14.
hégómi, 16. átt, 17. hyggja, 18. of lítið,
20. stefna, 21. hlýja.
LÓÐRÉTT
1. fylla, 3. eftir hádegi, 4. jarðbrú, 5.
sjáðu, 7. véfrétt, 10. málmur, 13. hlé,
15. höggva, 16. síðan, 19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. pels, 6. fg, 8. hak, 9. not,
11. no, 12. aðild, 14. snobb, 16. sv, 17.
trú, 18. van, 20. út, 21. orna.
LÓÐRÉTT: 1. efna, 3. eh, 4. landbrú,
5. sko, 7. goðsvar, 10. tin, 13. lot, 15.
búta, 16. svo, 19. nn.
Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is,
í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Í DAG!
#laddilengirlifid
„Laddi er e
ngum líkur
...Hann er þ
jóðargerse
mi.“
Pressan.is
„Stórkostle
g sýning!“
- Heimir Ka
rlsson, Bylg
jan
„Sprenghlæ
gileg sýning
fyrir allan a
ldur!“
- Sirrý, Rás
2
EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU
EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS