Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 6
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SJÁVARÚTVEGUR Mjög góð þorskveiði var í netaralli Hafrannsóknastofnunar sem lauk 18. apríl. Aflinn var litlu minni en í fyrra sem var metár. Netarallið, eins og stofnmat Hafró, staðfestir vöxt í hrygn- ingarstofninum á undanförnum árum. Markmið verkefnisins er að safna upp- lýsingum á hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningar- stöðvum og breytingar í gengd hrygning- arþorsks á mismunandi svæðum. Um 300 netatrossur voru lagðar af sex bátum og er þeim dreift á helstu hrygn- ingarsvæðin. Úrvinnsla gagna er á frum- stigi en mjög góð veiði var á flestum svæðum og var þorskaflinn rúmlega 850 tonn sem er heldur minni afli en í fyrra. Eina undantekningin hvað varðar þorskafla var kanturinn austur af Eyjum en þetta er fimmta árið í röð sem afli hefur verið lélegur þar. Netabátar hafa ekki verið að sækja þorsk í kantinn síð- ustu ár heldur hafa verið í mjög góðri veiði uppi á grunninu. Netarallið er því eina vísbendingin um þróunina þar og líklegt er að þorskurinn gangi nú fyrr og meira upp á kantinn en áður. - shá 300 netatrossur voru lagðar af 6 bátum. Afl inn var rífl ega 850 tonn. UMHVERFISMÁL „Þetta er rotnandi þari sem safn- ast saman þarna inni í krikanum. Ef maður skefur ofan af þessu þá gýs upp brennisteinsfnykur,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Fjalla- byggðar um ólyktina í fjörunni neðan Eyrarflatar á Siglufirði. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á þriðjudag hafa íbúar á Eyrarflöt talið fýluna stafa af ófull- nægjandi frárennsli í fjörunni í grennd við land- fyllingu sem þar er. Valur segir hins vegar þarann rotnandi vera sökudólginn. „Það er lítið streymi einmitt hér í víkinni og á flóði berst þarinn þarna inn og situr svo eftir þegar flæðir frá. Svo rotnar þarinn og er þarna í alveg metra þykku lagi,“ segir Valur. Íbúarnir telja ólyktina færast í aukana. Valur segir það óvíst. „Ég hef rætt við gamla Siglfirð- inga og þeir telja að þetta hafi verið til staðar. En við finnum reyndar mjög mikið fyrir þessu núna,“ segir umhverfisfulltrúinn sem boðar tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir bæjarráð í næstu viku. Það eigi reyndar einnig við um frárennslið sem sé í óásættanlegu ástandi. Þar sé hugmyndin að leysa málið með hreinsibúnaði „Það er ekki ódýrt en það er samt ekki hægt að ýta því á undan sér mikið lengur,“ segir Valur Þór Hilmarsson. - gar Umhverfisfulltrúi skoðar leiðir til úrbóta vegna lyktarmengunar á Siglufirði: Ólyktin frá þara en ekki skolpi FJARAN VIÐ EYRARFLÖT Rotnandi þari safnast í krikanum við landfyllinguna og gefur frá sér brennisteinslykt. MYND/VALUR ÞÓR HILMARSSON Enn staðfesta rannsóknir mikinn vöxt í hrygningarstofni þorsks við Ísland: Góð þorskveiði í netaralli Hafró 1. Hversu margir fóru í hvalaskoðun hérlendis í fyrra? 2. Hversu margra leikja bann fékk Luis Suarez fyrir að bíta leikmann Chelsea? 3. Hvaða leikkona er í 1. sæti yfi r fallegustu konur heims í People Magazine. SVAR: KÓREA, AP Yfirvöld í Norður- Kóreu heita því að setja aukinn kraft í þróun kjarnavopna og bera við ofsóknum Bandaríkjamanna. Yfirlýsing þess efnis var gefin út eftir að bandaríska utanríkis- ráðuneytið birti skýrslu þar sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sökuð um brot á mannréttindum. Nokkuð hefur dregið úr yfirlýs- ingum frá Pjongjang eftir óvissu- ástand síðustu vikna, en mikil óvild er enn undirliggjandi. - þj Norður-Kórea ógnar enn: Hóta frekari kjarnorkuógn FJARSKIPTI Skráadeilingarvefur- inn Pirate Bay hefur verið skráð- ur á Íslandi síðan 11. apríl síðast- liðinn. Vefurinn er einn fjölsóttasti „niður halsvefur“ í heimi en á honum má nálgast skrár sem fólk hvaðanæva úr heiminum deilir með öðrum. Meðal efnis sem finna má í tenglalistum síðunnar er höf- undavarið efni, tónlist og mynd- bönd, auk kláms. Pirate Bay-vefurinn hefur verið skráður í Svíþjóð undanfarin ár en hérlendis er Fredrik Neij, einn stofnenda Pirate Bay í Svíþjóð, skráður fyrir léninu hjá Isnic. Svo virðist sem Neij hafi skráð rangt símanúmer við skráningu léns- ins hér á landi. Þegar hringt var í númerið fékkst samband við grun- lausa sænska konu sem kvaðst orðin þreytt á að svara spurning- um blaðamanna í Kanada, Banda- ríkjunum og víðar. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er vefþjónninn sem hýsir thepiratebay.is í Þýskalandi. En forsvarsmenn vefsins flytja vef- þjóna og skráningar reglulega á milli landa. „Þessi síða er alveg kolólögleg,“ sagði Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS (Sam- tök myndréttarhafa á Íslandi), í samtali við Vísir.is í gær. Hann sagðist eiga eftir að ráðfæra sig við sína menn en víst sé að vin- samlegum tilmælum verði beint til ISNIC um að svipta vefinn lén- inu. Skýrt ákvæði sé um vernd á hugverki í íslenskum lögum. Frek- ari aðgerðir verða skoðaðar takist þetta ekki. Jafnframt sagðist Snæbjörn hafa það á tilfinningunni að flutn- ingur skráningarinnar hefði með þingkosningarnar á morgun að gera. Þar vísaði hann til Pírata- flokksins, sem er systurflokkur Piratpartiet í Svíþjóð. Birgitta Jónsdóttir, þingmað- ur og kapteinn Pírata, sagði í gærdag fráleitt að um kosninga- bragð væri að ræða enda hefði hún ekkert vitað um skráninguna hér fyrr en um hana var fjallað í gær. „Þannig að þetta er nú ekkert ofboðslega strategíst hjá okkur,“ sagði Birgitta. Spurð um tengingu Pírata- flokksins á Íslandi við Pirate Bay í Svíþjóð sagði Birgitta þau engin. „Sum okkar þekkja fólk sem hefur verið í þessu. Það eru hins vegar ekki þannig tengsl að hægt sé að segja að við séum í samstarfi með Pirate Bay.“ birgirh@frettabladid.is Sími grunlauss Svía í höndum sjóræningja The Pirate Bay er skráð með lén á Íslandi en vefþjónarnir eru í Þýskalandi. SMÁÍS segir skráninguna ólöglega og tengjast framboði Pírata til Alþingis. Því hafnar Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata. Engin tengsl séu á milli flokksins og síðunnar. ➜ iTunes Vefverslun Apple-tölvurisans með tónlist, myndbönd, bækur og annað höfundavarið efni. Íslendingum býðst ekki að versla þar en hægt er að nálgast efni þar löglega með því að stofna erlendan aðgang og kaupa inneign. ➜ Spotify Tónlistarvefurinn Spotify var nýlega kynntur á íslenskum markaði en nú geta Íslendingar stofnað aðgang og tengt hann íslenskum greiðslukortum. Þar má nálgast gríðarlegt magn af tónlist fyrir fast mánaðargjald. ➜ gogoyoko Íslenskur tónlistarvefur þar sem stofna má aðgang og hlusta á úrval tón- listar sem fæst á vefnum. Viljir þú eignast tónlistina getur þú keypt hana þaðan í vefversluninni. ➜ Tónlist.is Íslenska tónlist má einnig nálgast hér. Hægt er að kaupa gamlar plötur með vinsælum íslenskum hljómsveitum auk tónlistar erlendis frá. Vefur- inn býður upp á sýnishorn af allri tónlist sem þar er seld. ➜ Netflix Bandaríski vefurinn Netflix býður notendum sínum upp á að kaupa þætti og bíómyndir og streyma því beint yfir netið. Ekki er þó hægt að stofna íslenskan aðgang enn. Löglegt efni á vefnum 1. 175 þúsund. 2. Tíu leikja bann. 3. Gwy- neth Paltrow. Þannig að þetta er nú ekkert of- boðslega strategíst hjá okkur. Birgitta Jónsdóttir alþingismaður og kapteinn Pírata VEISTU SVARIÐ? Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.