Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. apríl 2013 | SKOÐUN | 19 Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórn- málum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórn- málamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselít- unnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hrein- lega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi henn- ar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokks- ræðið nánast í öllum stjórnmála- flokkunum hefur þróast í ofur- vald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmál- unum breyst síðan þetta var skrif- að og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtíma- bil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáan- lega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjar- víkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síð- ustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýð- ræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórn- málamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hug- myndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heim- spekingur og fyrrverandi rekt- or Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórn- mála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameigin- leg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skipt- ir til skilnings á hlutverki stjórn- mála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum full- komlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa sam- kvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálun- um. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að samein- uð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja. Senn lýkur einu viðburða- ríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar- innar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efna- hagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármála- markaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrir- tækja og halli ríkissjóðs náðu for- dæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxt- ur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlönd- um. Þrátt fyrir verri viðskipta- kjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar. Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðj- ungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnu- færum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eigna- staða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjár- námum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferða- þjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda. 300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrir- tækja hafa lækkað um tæpan helming frá haust- inu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrir- tækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsfram- leiðslu, um 3.000 millj- arða króna. Skuldir heim- ilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hruns- ins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingar- álag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtæk- in sett Ísland í fjárfestingarflokk. Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikil- væg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári sam- kvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamning- ar hafa verið undirritaðir um lög- festar ívilnanir vegna nýfjárfest- inga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfesting- aráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um land- ið í nafni hennar. Þá bind ég mikl- ar vonir við það víðtæka sam- ráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfest- ingu á Íslandi. Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkis- stjórnarinnar hefur vakið heims- athygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmála- flokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skatta- lækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjár- magnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórn- arinnar og afdráttarlausrar laga- setningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálf- stæðisflokkurinn né Framsóknar- flokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands. Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbygg- ingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafn- aðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heimin- um og lögðu grunn að þeim eftir- sóknarverðu tækifærum þjóðar- innar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar! ➜ Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisfl okkur- inn og Framsóknarfl okkur- inn skelfi legar afl eiðingar hrunsins yfi r íslensk heimili. ➜ Hér réðu formenn fl okka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður Það skiptir máli hverjir stjórna STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra hús- næðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhús- næði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvalds- ins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðar- verðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsend- ur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæð- um varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignar- hlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörð- um króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuð- borgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svo- nefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækk- aði íbúðaverð um 92% og neyslu- verðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil for- sendubreyting. Önnur bjó til eign- arhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróun- in hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækk- unar á verði íbúðar sinnar. Marg- ir þeirra hafa engu tapað og nið- urfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leið- arinnar. Forsendubrestur ann- arra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyr- isþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsund- ir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengn- ar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur. Sveigjanlegar forsend- ur fyrir sanngirni Breytum stjórnmálum „… HEILLAÐI MIG OG GREINILEGA ÞÚSUNDIR ANNARRA LESENDA GERSAMLEGA UPP ÚR SKÓNUM.“ The Guardian Sönn saga ljósmóður í fátækustu hverfum Lundúnaborgar á sjötta áratug síðustu aldar NÝ KILJA STJÓRNMÁL Páll Valur Björnsson 1. sæti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi FJÁRMÁL Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður ➜ Þeir íbúðar- eigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.