Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 38
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. ...spjörunum úr HELGAR MATURINN Þetta kjúklingasalat er einstaklega gott og glaðlegt og hentar mjög vel núna þegar sumarið er nýskollið á okkur. Lögur: 3 msk. ólífuolía 2 msk. lime-safi 2 msk. sojasósa 2 msk. mango chutney 1 tsk. rifin engiferrót Öllu blandað saman í skál og smávegis tekið frá til að nota í lokin. Skerið fjórar kjúklingabringur í bita og setjið út í löginn og blandið saman. Skellið öllu á pönnu og steikið meira en minna til að ná þessu fallega brúnu og örlítið brakandi. Spínat (og fleira grænt ef vill) sett í stóra skál og kjúklingurinn yfir. Skerið svo eitt mangó og 1-2 avókadó í bita og setjið út á. Að lokum hellið þið restinni af dressing- unni yfir til að bleyta örlítið í salatinu. Til að toppa bragðlaukapartíið er settur fetaostur yfir allt saman. Verði ykkur að góðu! Auður Kristín Þorgeirsdóttir, einkaþjálfari í World Class, hefur heilsuna svo sann- arlega í fyrirrúmi í sínu lífi . Lífi ð bað Auði að deila einni af sínum uppáhalds- uppskriftum fyrir helgina. Hvern faðmaðir þú síð- ast? Hildi Ernu Ingadóttur sem lét mér krossbregða fyrir utan Kringluna með því að segja haaaæææææ. Eðlileg viðbrögð við slíku sjokki eru að faðma bara. En kysstir? Litla vitlausa hundinn minn sem varð and- lega strekktur í gæludýrabúð við að fá sér nýja ól. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Anna Margrét Gunnarsdóttir, nýja pjattrófan okkar, með grein sem hún skrifaði um snyrti- vörur sem maður á alls ekki að taka með sér á djamm- ið. Ég hló upphátt að þess- um texta. Konan er snillingur, svo hrikalega fyndin. Hver talar t.d. um að „líkfarða trúð“? Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég hef lært að elska gallana mína og umbera þá. Þetta hefst allt með ást í eigin garð, það sagði Whitney Houston. Blessuð sé minning hennar. Ertu hörundsár? Svona bæði og, fer eftir því hver á í hlut. Það fer vanalega allt úr skorðum ef ég lendi í sam- skiptavandræðum við fólkið sem mér þykir vænst um. Dansarðu þegar enginn sér til? Já, svo að húsið nötrar og móða myndast á rúðunum. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Ég er mikið í því að gera mig að fífli á Snapchat. Örugglega síðast þegar ég reyndi að láta nefið á mér dansa. Hringirðu stundum í vælubílinn? Já, er með hann á „speed dial“. Tekurðu strætó? Nei, því miður en ef það væri hægt að nota kredit- eða debetkort eða ef strætó gæfi til baka þá myndi ég örugglega gera meira af því af því það er hægt að lesa í strætó og hanga á netinu og meira að segja taka reiðhjólið með. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Sjáðu fuglinn! Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Ég er með Njálu á hljóðbók í bílnum og hef haft í svona tvö ár. Margrét H. Gústavsdóttir ALDUR JAFNGÖMUL NEFINU Á MÉR OG AÐEINS ELDRI EN TENN- URNAR. STARF HJÁ SUMUM ER ÉG TITLUÐ PJATTRÓFUFORINGI. Hið virta sænska neytendablað Råd & Rön gerði úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og lagði mat sitt á þær. Siemens uppþvottavélin SN45M205SK* kom þar einstaklega vel út og hlaut 1. sætið. Hún þykir þvo og þurrka á sérlega skilvirkan og áhrifaríkan hátt (Råd & Rön, apríl 2012). Matið var byggt á nokkrum þáttum, m.a. hve vel vélin þvær óhreint leirtau, þvottatíma, þurrkun, orkunotkun, vatnsnotkun og hversu hátt heyrist í henni. Þessi uppþvottavél er í ecoPLUS-flokknum hjá Siemens, en í honum eru aðeins mjög sparneytin heimilistæki. Og sigurgangan heldur áfram. Í maí 2012 lenti vélin einnig í 1. sæti hjá danska neytendablaðinu Tænk. *Einnig fáanleg í stáli. Smith & Norland er rótgróið fyrirtæki sem veitir góða þjónustu og býður vandaðar vörur á góðum kjörum. Umboðsmenn um allt land. www.sminor.is Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn! GÓÐ KAUP Í FYRSTA SÆTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.