Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 1
ÖRYGGISMÁL Bilunin í þyrlu Land-
helgisgæslunnar TF-GNA virðist
ekki eins alvarleg og fyrst var
talið. Allt útlit er fyrir að viðgerð
ljúki fyrr en ætlað var og þyrlan
verði jafnvel klár strax á morgun.
Þá hefur Gæslan aftur tvær
þyrlur tiltækar.
Eins og greint hefur verið frá
var björgunargeta Gæslunnar
skert eftir að bilun kom upp í
útkalli hjá Gná á fimmtudag.
Þyrlan var stödd um tuttugu sjó-
mílur frá landi þegar bilunin kom
upp og var flogið til lands án tafar
og lent á túni við bæinn Kvísker í
Öræfum. Þyrlan var um helgina
flutt með flutningabíl til Reykja-
víkur þar sem ekki var unnt að
gera við hana fyrir austan.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs Gæsl-
unnar, segir gælt við það að Gná
verði komin í gagnið á morgun, en
fyrir er TF-SYN. Til stóð að hraða
skoðun á þriðju þyrlunni TF-LIF,
en allt bendir til að þess gerist
ekki þörf. - shá
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
16
FUGLAR OG BLÓMSpennandi dagskrá verður í Grasagarðinum í vikunni.
Á fimmtudaginn kl. 20 verður fjallað um aðferðir og
vandamál við ræktun. Á sunnudag kl. 11 verður fjöl-
skrúðugt fuglalíf skoðað á göngu um garðinn.
Sjá nánar á www.grasagardur.is.
NOTALEGT
Það getur verið frábært að slappa af í sund-laugargarðinum.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
MEÐ AL
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
1. maí 2013
101. tölublað 13. árgangur
Tvö þúsund í Silfru
Aðsókn að köfun í gjánni Silfru í
mars og apríl var miklu meiri en
áætlað var áður en ákveðið var að
innheimta gjald fyrir köfun. 2
Brotið á fötluðum Fatlaðar konur
eiga frekar á hættu að verða fyrir
kynferðisofbeldi en aðrar konur. 6
27 nýliðar Fimmtán karlar og tólf
konur taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn
eftir þingkosningarnar á laugardag. 8
Áfellisdómur Fangelsun fyrrverandi
forsætisráðherra Úkraínu byggir ekki
á lagalegum grunni að mati Mann-
réttindadómstóls Evrópu. 10
SKOÐUN Samspil menntunar og
vinnumarkaðar er lykilatriði segir for-
maður BHM. 17
MENNING Sindri Snær Jensson fær
allt að 4.000 heimsóknir á dag á
herratískubloggið sitt. 42
SPORT Atvinnumannaskórnir eru
komnir upp í hillu hjá Heiðari Helgu-
syni eftir fimmtán ár erlendis. 36
VIÐSKIPTI Íslenska sprotafyrirtækið CLARA
ehf. hefur verið selt bandaríska hugbúnaðar-
fyrirtækinu Jive Software Inc. fyrir sem
svarar um einum milljarði króna. Jive er
skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New
York. Upplýst er um kaupin í ársfjórðungs-
uppgjöri Jive.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins keypti
fyrir um ári 18 prósenta hlut í CLARA.
Samkvæmt heimildum blaðsins hefur
sjóðurinn með sölu fyrirtækisins tvöfaldað
fjárfestingu sína á einu ári.
CLARA, sem stofnað var í Reykjavík
árið 2008, sérhæfir sig í að greina mikið
magn af texta og draga út upplýsingar sem
auðvelda viðskiptavinum að fá yfirsýn yfir
umræðu sem myndast um fyrirtæki, vöru-
merki og einstaklinga.
Jive, sem stofnað var árið 2001 og er með
aðsetur í Palo Alto í Kísildalnum í Banda-
ríkjunum, framleiðir hins vegar sérsmíð-
aða læsta samfélagsmiðla, sem starfsmenn
stórra fyrirtækja nota í samskiptum við
vinnufélaga sína.
Að baki Jive standa svo fjárfestingafyrir-
tækin Kleiner Perkins Caufield & Byers og
Sequoia Capital. Þau eru þekkt fyrir fyrri
fjárfestingar í tækniheiminum, svo sem í
fyrirtækjum á borð við Apple, Instagram,
Yahoo, Linkedin, Netscape, Amazon og
Google.
CLARA opnaði sölu- og markaðsskrif-
stofu í Kísildalnum í Kaliforníu í mars árið
2011 og var þá í sama húsnæði og Google
var í þegar það var nýstofnað. Félagið var
þá fyrsta íslenska tæknifyrirtækið til að
hefja starfsemi þar og eftir því sem næst
verður komst fyrsta íslenska fyrirtækið
sem bandarískt fyrirtæki úr Kísildalnum
kaupir. - óká
Sprotafyrirtæki selt á milljarð
Sprotafyrirtækið CLARA er fyrsta íslenska fyrirtækið sem selt er til Kísildalsins í Bandaríkjunum. Kaupandinn
er fyrirtæki skráð á Nasdaq í Bandaríkjunum og í eigu þekktra fjárfesta sem sérhæfa sig í tæknifyrirtækjum.
Upplýsingatæknifyrirtækið
CLARA var stofnað árið 2008 en
á sínum tíma hættu stofnendur
þess í námi í Háskóla Íslands til
að stofna fyrirtækið. Frumkvöðl-
arnir að baki CLARA eru Gunnar
Hólmsteinn Guðmundsson, sem
er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, og Jón Eðvald Vignisson.
Gunnar Hólmsteinn er nýorðinn
27 ára gamall og Jón Eðvald er á
29. ári. Samkvæmt Creditinfo eiga
Gunnar Hólmsteinn og Jón Eðvald
hvor um sig 15 prósenta hlut í
fyrirtækinu og ættu því að fá í
sinn hlut um og yfir 150 milljónir
vegna sölunnar til Jive Software.
HÆTTU Í SKÓLA TIL AÐ
STOFNA FYRIRTÆKIÐ
JÓN EÐVALD
VIGNISSON
GUNNAR
HÓLMSTEINN
OPIÐ Í DAG
1. MAÍ
FRÁ KL.
1000 TIL 2200
fyrir lifandi heimili – –
Aðeins
í dag
Ekki
missa af
þessu
25% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM Í HÖLLINNI
SÓFAR | SVEFNSÓFAR | HÆGINDASTÓLAR | ELDHÚSSTÓLAR | BORÐSTOFUSTÓLAR | ELDHÚSBORÐ | BORÐSTOFUBORÐ | SÓFABORÐ | LAMPAR | PÚÐAR | GLERVARA OG FALLEG SMÁVARA
OPIÐ Í DAG
1. MAÍ
FRÁ KL.
1000 TIL 2200
fyrir lifandi heimili – –
VINNAN
Verkalýðsforinginn á Húsavík
Með Vaðlaheiðargöngum og upp-
byggingu á Bakka verður svæðið frá
Akureyri til Þórshafnar orðið öflugt
mótvægi við höfuðborgarsvæðið.
14
Íslenskur matvörumarkaður
Af hverju gerir ASÍ verðkannanir?
Er nauðsynlegt að hafa 18 matvöru-
verslanir á höfuðborgarsvæðinu sem
opnar eru allan sólarhringinn?
4
1. maí minning
Sorteringarvélin í barnshöfðinu kom
því heim og saman að gangan niðri
í miðbæ 1. maí væri af hinu góða af
því að henni var á einhvern dularfullan
hátt beint gegn fyrirbærinu fátækt.
12
1. tölublað · 62 árgangur · Vor 2013
Tímarit Alþýðusambands Íslands
VINNAN
FYLGIR
FRÉTTABLAÐINU
Í DAG
Viðgerð á Gná lýkur bráðum:
Tvær þyrlur til-
tækar fljótlega
Bolungarvík -1° N 6
Akureyri -1° NV 8
Egilsstaðir -1° NNV 7
Kirkjubæjarkl. 1° NA 2
Reykjavík 2° NA 7
Svalt í dag Norðlægar áttir ríkja í dag,
víða gola eða stinningsgola. Nokkuð bjart
sunnan- og suðvestanlands en stöku él við
norðurströndina. 4
Bjarni Benediktsson segist ekki taka
þátt í viðræðum við Fram sóknar-
flokkinn um myndun ríkisstjórnar
á meðan Framsókn ræðir við aðra.
Hann vill enn tveggja flokka stjórn
en segir að verið sé að ýta sér út í
viðræður við aðra flokka.
„Ég er ekki í neinum viðræðum,“
segir Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, spurður
út í gang stjórnarmyndunar-
viðræðna. „Ég ræði ekki við
menn um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar sem eru á sama tíma
í viðræðum við aðra flokka.“
Spurður hvort Fram-
sókn ráði ekki ferð-
inni segir Bjarni:
„Stjórnarmyndunar-
umboðið nær bara
svo og svo langt. Ef
menn vilja halda
öllu galopnu, þá er einfaldlega
allt galopið. Ef menn vilja hefja
alvöru viðræður, þá hefja menn
alvöru viðræður.“
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, veitti í gær
Sigmundi Davíð umboð til
stjórnarmyndunar. Sig-
mundur sagðist ætla að
hitta formenn allra flokka
sem náðu mönnum á
þing. - kóp / sjá síðu 4
Bjarni Benediktsson segist ekki ræða við þá sem eru einnig að ræða við aðra:
Ýtt út í viðræður við aðra flokka
2013
BJARNI
BENEDIKTSSON
ÚTLITIÐ GOTT Flugvirkjar unnu hörðum höndum að viðgerð björgunarþyrlunnar TF-GNA í gær. Flestallir varahlutir eru í hendi
og þeir síðustu væntanlegir í kvöld. Þess er vænst að strax á morgun hafi Landhelgisgæslan því tvær þyrlur til umráða, sem er
fyrr en von var á. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM