Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 16
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá því að hundruð nemenda hrekjast úr námi á ári hverju vegna andlegra veikinda. Á Íslandi er brottfall úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu samkvæmt Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu (OECD). Þriðjungur þeirra ungmenna sem hefja nám í menntaskólum landsins lýkur því ekki. Peningaleysi og andleg veikindi eru samkvæmt rann- sóknum helstu ástæður fyrir því að ungt fólk hættir í námi. Flestir krakkanna falla á mætingu og eru niðurstöður rann- sókna áfellisdómur yfir því hvernig við hlúum að framhalds- skólanemendum á Íslandi. Við eigum að gera miklu betur. Á ári hverju byrjar á fimmta þúsund nýnema í framhalds- skólum. Ef brottfallið er þriðj- ungur má gera ráð fyrir að um fimmtán hundruð af þessum tæpu fimm þúsund ljúki ekki námi. Það er gríðarlega stór hópur og brottfallið raunveru- legt fyrir mörgum fjölskyldum. Krakkar í framhaldsskóla eru á viðkvæmum mótunar- aldri. Það er mikil hætta á að þeir krakkar sem detta út úr framhaldsskólum upplifi sig sem annars flokks. Við búum nú þegar í samfélagi sem á auðvelt með að jaðarsetja fólk. Þannig á ungmenni sem dettur út úr skóla vegna andlegra veikinda hugsanlega eftir að eiga erfitt uppdráttar. Hér á landi hefur öryrkjum með geðsjúkdóma fjölgað mjög og þeir eiga oft ekki afturkvæmt út í þjóðfélagið. Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrauta- skólans við Ármúla, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þróunin væri mikið áhyggjuefni. Fyrir hrun hefði verið auðveldara fyrir þessa krakka sem duttu úr skóla að fá vinnu en nú biði ungmennanna atvinnuleysi. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var atvinnuleysi ungmenna á aldrinum sextán til tuttugu og fjögurra ára um ellefu prósent en það er helmingi hærra hlutfall en hjá þeim sem eldri eru. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið síðustu áratugi. Það er ekki langt síðan það þótti ekkert tiltökumál þótt nemandi hætti í skóla og færi að vinna. Nú er öldin önnur og sam- félagið okkar orðið miklu flóknara. Vandamálin sem ung- mennin horfa fram á eru allt önnur en fyrri kynslóða. Samkvæmt rannsóknum skiptir fjölskylda og nær- umhverfið oft mestu um hvort ungmenni stendur sig í skóla. Ábyrgðin á andlegri líðan barnanna okkar liggur hjá hinum fullorðnu. Ef hundruð framhaldsskólanema eru að hætta í námi á ári hverju vegna andlegra veikinda er eitthvað meira en lítið að hjá okkur fullorðna fólkinu. Við erum einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um börnin okkar. Vissulega eru and- leg veikindi engum að kenna en þessir krakkar eru ekki allir að berjast við alvarlega geðsjúkdóma. Mörgum þeirra líður bara ekki vel og þeir fá ekki þann stuðning sem þeir þurfa, hvorki heima né í skólanum. Tölurnar sýna að við þurfum að gera miklu betur. Sextán ára barn er í dag miklu meira barn en sextán ára ungmenni var fyrir þrjátíu árum. Ábyrgðin liggur hjá okkur hinum fullorðnu: Brottfall barna Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Ég biðst afsökunar Brynjar Níelsson liggur sjaldan á skoðunum sínum. Það gæti þó breyst úr þessu, ef eitthvað er að marka afsökunarbeiðni sem hann sendi frá sér í gær. Þar biðst hann afsökunar á ummælum sem hann hafði látið falla um náttúruvernd og náttúruverndar- sinna í þættinum Harmageddon á X- inu. Á meðal þess sem Brynjar sagði í þættinum var eftirfarandi: „Þetta eru ekki náttúruspjöll í þeim skilningi. Og að gera svona mikið mál út af þessu Lagarfljóti, út af ein- hverjum nokkrum fiskum. Þessi náttúruumræða finnst mér komin út í tóma vitleysu.“ Þessi ummæli eru vissulega sláandi, en í sjálfu sér brá fólki ekki endilega við þau, annað eins hefur heyrst úr munni Brynjars. En nú gæti, eins og áður segir, orðið breyting á, ef Brynjar ætlar að fara að gæta tungu sinnar. En held áfram í leiðinni Eða hvað? Afsökunarbeiðni Brynjars er í 48 orðum, fyrir utan fyrirsögn. Þetta eru 13 þeirra: „Ég þarf að passa mig svo ég verði ekki nýr Björn Valur stjórnmálanna.“ Brynjar eyddi s.s. þriðjungi afsökunar- beiðni sinnar í að halda áfram að ata aðra auri. Sérkenni- leg afsökunarbeiðni það. Fullróttækar aðgerðir Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, er ekki að skafa utan af því. Hann gagnrýnir, líkt og margir í Samfylkingunni, niður- stöðu kosninganna. Íslandsmet í fylgis- tapi ætti líka að kalla á naflaskoðun. Dofri vill naflaskoðun til áramóta og að þá verði ný forysta kosin, en bætir svo um betur: „Kannski væri jafnvel betri hugmynd að leggja flokkinn niður í núverandi mynd,“ segir hann í pistli á Eyjunni. Þetta er sérkennileg niðurstaða. Tæp þrettán prósent kjósenda kusu Samfylkinguna eins og hún er núna. Er það ekki fullmikil bókstafstrú á að flokkurinn eigi að vera stór að svíkja þá kjósendur og leggja hann niður? kolbeinn@frettabladid.is Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þing- kosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karl- inn í brúnni og málið dautt! Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, mál- flutning hans, stefnu og verk. Var for- gangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki ein- ungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvar- legum vanskilum. Jafnaðarmanna flokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslu- manni sinna hagsmuna, tók hæsta gylli- boðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þings- ins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viður- kenna snemma sl. vetur að stjórnarskrár- málið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virk- aði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó fram- kvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á dag- legri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnu- mótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Fram- kvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosning- unum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarð lega í eigin barm og gera betur. Að kunna að tapa STJÓRNMÁL Margrét S. Björnsdóttir félagi í Samfylk- ing unni– Jafnaðar- mannafl okki Íslands ➜ Við skulum horfa einarðlega í eigin barm og gera betur í stað þess að benda á aðra. Kæra samfylkingarfólk Verið velkomin á 1.maí-kaffi og kleinur í Iðnó við Tjörnina í dag. Húsið opnar kl. 14:00. Langholtsdætur syngja 1. maí-hátíð Samfylkingarinnar í Reykjavík í Iðnó Samfylkingin í Reykjavík Ræður flytja: Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, Hrafnhildur Ragnarsdóttir formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Reynir Sigurbjörnsson rafvirki Félagar! Fjölmennum í gönguna og á baráttufund verkalýðsfélaganna. Hittumst svo í Iðnó eftir göngu, tökum með okkur gesti og eigum notalega stund saman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.