Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 30

Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 30
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 BAKÞANKAR Svavars Hávarðssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. mats, 6. samtök, 8. besti árangur, 9. hár, 11. fíngerð líkamshár, 12. fáni, 14. högg, 16. í röð, 17. skrá, 18. prjónavarningur, 20. átt, 21. einsöngur. LÓÐRÉTT 1. blað, 3. hljóm, 4. grasplanta, 5. arinn, 7. kviknakinn, 10. gums, 13. hola, 15. útungun, 16. spíra, 19. ætíð. LAUSN LÁRÉTT: 2. dóms, 6. aa, 8. met, 9. ull, 11. ló, 12. flagg, 14. spark, 16. áb, 17. tal, 18. les, 20. sa, 21. aría. LÓÐRÉTT: 1. lauf, 3. óm, 4. melgras, 5. stó, 7. allsber, 10. lap, 13. gat, 15. klak, 16. ála, 19. sí. Sælir stórnefur! Hvað í ...! Eitthvað gott í glas takk fyrir! Ég ætla ekki að hræða þig en þú ert með íkorna fastan við hausinn á þér! Ertu að tala um þetta? Þetta er bara eitthvað sem ég gerði til að gleðja Kamillu! Stærra tagl? Hún var komin með leið á þessu litla! Týpískt konur, stærðin skiptir máli! Já, ég vissi alltaf að það var nefið sem heillaði konuna þína! Viltu að ég láti þig fá þennan? Í alvörunni! Herbergið þitt er eins og tjaldbúðir í eyðimörkinni mínus kamel- dýrið! Sniff! Sniff! Ég tek þetta til baka...kameldýrið hlýtur að vera hérna einhvers staðar líka. Ég sagði þér að ég myndi fara í sturtu á morgun! Ósýnilegi maðurinn Ég skil ekki þetta stærð- fræðidæmi. Við skulum nota þetta nammi til að skilja betur. Ég set tíu nammi fyrir framan þig og bið svo um sex til baka, hvað eru þá mörg eftir? Ekkert. Allt í lagi, prufum þetta með brokkólí... Nú er svo komið að í hvert sinn sem ég fer úr fötunum verður mér hugsað til Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra. Ég get útskýrt. HVERNIG nekt mín tengist þessum ástsæla formanni jafnaðarmanna á rætur sínar að rekja til ölæðis í þýskri hafnarborg árið 1984. Þá taldi ég mig vera togarajaxl. Í þeim anda ráfaði ég inn á einhverja ömurlegustu drykkjar- holu í gjörvallri Brimarhöfn og heimt- aði romm – og húðflúr sem var þar einnig í boði. Á þessari húðflúrstofu andskotans slengdi ég horuðum handleggnum yfir barborðið og treysti einhverjum manngarmi fyrir því að breyta ásýnd minni til eilífð- arnóns. Eftirtekjan? Frekar illa teiknuð rauð rós á löngum stilk – ekki ósvipuð þeim sem Jóhanna fékk í fangið fyrir framan Stjórnarráðið á dögunum. MAMMA hafði varað mig við því að láta flúra mig. Sagði að sú stund rynni upp að ég liti á öxlina á mér og spyrði í forundran hvern andskotann ég hefði verið að pæla. En áður en ég viðurkenni að hún hafi haft rétt fyrir sér segi ég þetta. Ég er þeirrar skoðunar að við séum allt of upptekin af því að flokka gjörðir okkar í fortíðinni með neikvæðum for- merkjum. Ef maður meiðir engan má gera ráð fyrir því að þessi litlu atvik séu oftar en ekki til góðs – og því algjör óþarfi að láta þau rífa sig niður. ÉG SÉ til dæmis ekki eftir því að hafa sent Páli Björnssyni, formanni Sagn- fræðingafélags Íslands, erótískan tölvupóst sumarið sem ég var að stíga í vænginn við konuna mína. Páll svaraði mér um hæl – sagðist vera upp með sér en gera ráð fyrir því að sendingin hefði verið ætluð öðrum. Sporin inn á næsta stjórnarfund félagsins voru vissulega þung en þetta hafði engin teljandi áhrif á samskipti okkar til lengri tíma litið. ÉG LÆRÐI mína lexíu – og þannig á maður að moða úr hverri lífsreynslu. Síðan þetta var vanda ég mig til dæmis alltaf sérstaklega þegar ég sendi tölvu- póst. Því var það í textaskilaboðum í gegnum síma sem ég bað á dögunum Bjarna Benediktsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, að henda fyrir mig þremur kartöflum í pott áður en ég kæmi heim úr vinnu. Rétt eins og Páll tók hann erindi mínu með jafnaðargeði. EF GUÐ lofar bíður mín hins vegar langt líf með Jóhönnu og rósinni. Mikið er ég samt feginn að vera jafnaðar- maður – svona eftir á séð. Formennirnir í lífi mínu Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Í DAG! #laddilengirlifid „Laddi er e ngum líkur ...Hann er þ jóðargerse mi.“ Pressan.is „Stórkostle g sýning!“ - Heimir Ka rlsson, Bylg jan „Sprenghlæ gileg sýning fyrir allan a ldur!“ - Sirrý, Rás 2 EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.