Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 37

Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 1. maí 2013 | MENNING | 33 Lars Ulrich, trommari Metallica, segir ólíklegt að ný plata með hljómsveitinni komi fyrr en árið 2015. Síðasta plata sveitarinnar, Death Magnetic, kom út 2008. „Það kæmi mér á óvart ef við náum að klára heila plötu fyrir árið 2015. Við erum lengi að búa til plötur og við erum einnig upp- teknir við marga aðra hluti. En við snúum okkur að þessu á end- anum,“ sagði Ulrich í viðtali við Channel 24 í Suður-Afríku. Þrívíddarmyndin Through the Never er væntanleg í bíó 27. sept- ember í Bandaríkjunum og viku síðar annars staðar. Næsta plata árið 2015 METALLICA Lars Ulrich telur að næsta plata komi ekki út fyrr en 2015. Sambandi söngkonunnar Rihönnu og rapparans Chris Brown virðist vera alveg lokið núna en parið hefur verið sundur og saman á undanförnum mánuðum. Rihanna setti inn myndir af sér ásamt óþekktum manni á Twitter um helgina og í kjölfarið hætti Brown að fylgja henni á samskipta- síðunni. Rihanna virðist þó ekki taka sambandsslitin nærri sér en hún hefur farið mikið út á lífið ásamt vinum sínum. Aft ur á lausu NÝTUR LÍFSINS Rihanna nýtur þess að vera á lausu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sofia Vergara er í for- síðuviðtali við nýjasta tölublað bandaríska Cosmopolitan. Þar kemur ýmislegt fram og meðal annars að hún er búin að láta frysta úr sér egg. „Ég er búin að láta frysta úr mér egg til að halda möguleikanum um barneignir opnum.“ Einnig viðurkennir Vergara að hún sé forfallinn vinnusjúk- lingur. „Ég elska að að vinna og afla mér tekna,“ segir Vergara sem sló í gegn í Modern Family. Frysti úr sér egg ELSKAR VINNUNA Sofia Vergara opnar sig í forsíðuviðtali við Cosmopolitan. Við erum í sumarskapi og bjóðum ÚTSÖLU MARKAÐUR í kjallara evu laugavegi 26 afslátt af öllum vörum frá: 1. maí - 5. maí opið sunnudaginn 5. maí frá kl. 13-17 opið í dag 1. maí frá kl. 12-18 markaður OPIÐ í DAG Ástin virðist hafa kviknað á nýjan leik hjá söngvaranum Justin Bieber og leikkonunni Selenu Gomez. Hún sást heim- sækja söngvarann er hann var í Noregi, en Bieber er á miklum tónleikatúr um heiminn þessa dagana. Einnig hafa þau sett inn myndir af sér saman á samskiptasíðurnar Twitter og Instagram sem gefa til kynna að stjörnuparið hafi náð saman á ný. Gomez og Bieber opinberuðu samband sitt árið 2011 við litla ánægju aðdáenda Biebers, sem kalla sig gjarna Beliebers. Þegar þau síðan greindu frá sambandsslitum sínum í upp- hafi árs voru enn fleiri reiðir enda höfðu þau Gomez og Bie- ber náð að vinna hug og hjörtu aðdáenda á meðan á sambandinu stóð. Bieber þótti ekki tækla sambandsslitin vel, fékk sér fleiri húðflúr og keypti sér apa. Nú hefur hann tekið gleði sína á ný en á leiðinni heim frá Nor- egi með Gomez setti hann inn á Twitter skilaboðin „er glaður“. Ástin kviknaði á nýjan leik hjá Bieber Selena Gomez heimsótti Justin Bieber á tónleikaferðalagi um Noreg. Hafa verið sundur og saman síðustu ár. SAMAN Á NÝ Selena Gomez heim- sótti Bieber til Noregs þar sem hann var á tón leika- ferðalagi og vona aðdáend ur að parið hafi náð aftur saman. NORDICPHOTOS/ GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.