Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 8
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt útgefandalýs- ingu og grunnlýsingu dagsett 24. apríl 2013 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandalýsinguna og grunn- lýsinguna ásamt gögnum sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 3. maí 2013 er 370.000.000 kr. heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 29.784.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 2. maí 2013. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. SKEMMDARVERK „Persónulega held ég að þetta sé keppni í því hver er mesti hálfvitinn. Svona eins og í sjónvarpsþáttunum Jack Ass,“ segir Bergljót Kristjánsdóttir, sér- fræðingur Umhverfisstofnunar á verndarsvæði Mývatns og Laxár, um skemmdarverk sem voru unnin í Grjótagjá og gígbotni Hverfjalls í Mývatnssveit. „Þess vegna rukum við ekki með þetta í fjölmiðla strax vegna þess að umfjöllun er oft það sem svona skemmdarvargar eru að óska eftir.“ Orðin „crater“ (gígur) og „cave“ (hellir) hafa verið máluð stórum stöfum á stöðunum tveimur. Berg- ljót segir stafina í „crater“ vera um 10 metra háa, en í Grjótagjá, þar sem orðið „cave“ var málað, eru þeir mun minni, eða um 80 sentimetrar. Hún hefur enga hug- mynd um hver á hlut að máli, en segir augljóst að brotaviljinn hafi verið einbeittur. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir hún. „Mér dettur ekkert í hug. Þetta er bara algjörlega ofar mínum skilningi hvernig einhver getur gert svona. Þetta eru ein- faldlega umhverfishryðjuverk.“ Olíumálning var notuð til skemmdarverkanna og mun það því reynast þrautin þyngri að ná henni í burtu. Umhverfisstofnun mun bera kostnað af hreinsunar- starfinu. Ólafur Þröstur Stefánsson, býflugnabóndi í Mývatnssveit, var á leið ofan í Lofthelli með ferða- menn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ólafur hefur engar sögur heyrt af því hver gæti staðið að baki verknaðinum. „Ég hef ekkert heyrt eða neinar upplýsingar fengið um hvað gæti verið þarna á ferðinni annað en fólk sem er að sækjast eftir ein- hvers konar athygli,“ segir hann. „En þetta er útpælt, það er alveg ljóst.“ Gríðarlegt magn af málningu fór í spellvirkin og líklega hefur ein- hvers konar sprautubúnaður verið notaður. Ekki er þó hlaupið að því að koma slíkum búnaði upp á fjallið og ofan í gíginn. Lög reglan á Húsa- vík rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum. sunna@frettabladid.is „Þetta eru einfaldlega umhverfishryðjuverk“ Mikil skemmdarverk voru unnin á friðlýstu svæði í gígbotni Hverfjalls og í Grjóta- gjá við Mývatn. Lögreglan leitar að vitnum. Keppni í hálfvitaskap, segir sérfræð- ingur Umhverfisstofnunar. Olíumálning og sprautubúnaður notað við verknaðinn. UMHVERFISSPJÖLL Stafirnir eru á gígbotni Hverfjalls og í Grjótagjá í Mývatnssveit. Þeir eru um tíu metra háir í Grjótagjá en 80 sentimetrar í gígbotninum. MYND/VÍSIR.IS Save the Children á Íslandi STJÓRNSÝSLA Alls 9,9 milljóna króna tap varð af rekstri Ríkisútvarpsins (RÚV) á tímabilinu frá 1. september 2012 til 28. febrúar síðastliðins. Til samanburðar var níu milljóna króna hagnaður af starfsemi RÚV á sama tímabili ári fyrr. RÚV birti nýverið hálfsársuppgjör sitt vegna fyrrgreinds tímabils. Rekstrartekjur RÚV á þessu hálfa ári jukust um 23,7 milljónir milli ára en rekstrargjöld jukust um 36,6 milljónir. Heildartekjur RÚV á þessu hálfa ári voru því alls 2,8 milljarðar króna en þar af var tæpur einn milljarður vegna auglýsinga. Heildarlaun og þóknanir til æðstu stjórnenda RÚV jukust úr 57,8 milljónum í 74,6 milljónir á tímabilinu. Munar þar mestu um 11,4 milljónir króna vegna starfsloka. Kom fram í Viðskipta- blaðinu í gær að þar hefðu vegið þyngst greiðslur vegna starfsloka Sigrúnar Stefánsdóttur, fyrr- verandi dagskrárstjóra RÚV, sem sagt var upp í fyrra. - mþl Ríkisútvarpið tapaði 9,9 milljónum króna á hálfs árs tímabili: 11,4 milljónir í starfslokasamninga SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Brottrekstur Sigrúnar Stefáns dóttur er helsta skýringin á 11,4 milljóna króna starfslokakostnaði Ríkisútvarpsins á fyrri helmingi rekstrarárs síns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta er alveg hræði- legt. Mér dettur ekkert í hug. Þetta er bara algjörlega ofar mínum skilningi hvernig einhver getur gert svona. Bergljót Kristjánsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun BRAGÐGÓÐ BRÚÐUTERTA Brúður af gerðinni Licca-Chan hafa um áratuga- skeið verið afar vinsælar í Japan en þær fagna afmæli sínu í dag. Af því tilefni bakaði Masako Nobe þessa köku sem er eins og kjóll. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Þingvallanefnd hefur keypt þrjá sumar bústaði af LBI hf., slitastjórn gamla Landsbankans, sem staðsettir eru í landi þjóð- garðsins á Þingvöllum. Samningar um þetta voru undirritaðir 29. apríl síðastliðinn en kaup- verð var 34,5 milljónir króna. Bústaðirnir voru áður í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur, eigin- konu hans. Sumarhúsin þrjú, Gjábakkaland 1, 3 og 5, standa í landi jarðarinnar Gjábakka á austurbarmi sigdældarinnar við Hrafnagjá. Húsin voru byggð á árunum 1967 og 1968 og hafa staðið ónotuð síðustu ár. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir kaupin mikilvægan áfanga í uppbyggingu þjóðgarðsins á Þingvöllum og í samræmi við stefnumörkun hans og tilmæli UNESCO. Í tilkynningu kemur fram að svæðið hafi mikla sérstöðu innan þjóðgarðsins og að fyrirhugað sé að þar verði upphaf göngu- leiða og miðstöð annarrar útivistar í austan verðum þjóðgarðinum. Í lok árs 2009 var sagt frá því í Frétta- blaðinu að Þingvallanefnd ætlaði að óska eftir skýringum á því að vegi í grennd við sumarhúsin hefði verið lokað með keðju og almenningi bægt frá með skilti um að um einkaveg væri að ræða. -hó Þingvallanefnd kaupir þrjú sumarhús í Gjábakkalandi í þjóðgarðinum á 34,5 milljónir króna: Sumarhúsin áður í eigu Björgólfs Thors EINKAVEGUR Þingvallanefnd ætlaði árið 2009 að óska eftir skýringum á því að vegi í grennd við sumarhúsin hafði verið lokað með keðju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RISASTAFIR Stafirnir sem mál- aðir voru á gígbotn Hverfjalls voru um tíu metra háir. Á þessari mynd má sjá stafina í samanburði við mann sem er 1,8 metrar á hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.