Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 12
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 30% kynningarafsláttur ht.is REYKJANESBÆR • SELFOSS • HÚSAVÍK • AKUREYRI • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK VIÐSKIPTI Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutnings- fyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunar- ráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en al gengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfu- harða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolin- mæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs. thorgils@frettabladid.is Mikil tækifæri í Kína fyrir þá þolinmóðu Forstjóri Icelandic Group segir afnám tolla á íslenskar sjávarafurðir til Kína bera með sér mikil tækifæri. Vöxtur síðustu ára hafi skapað sterka millistétt sem velur úrvalsafurðir. Þolinmæði og fjárfesting á kínverskum markaði sé þó lykilatriði. TÆKIFÆRI Í FRÍVERSLUNARSAMNINGI Forstjóri Icelandic Group segir mikil tækifæri felast í bættum aðgangi að kínverska markaðinum líkt og samið var um í fríverslunar- samningi sem undirritaður var á dögunum. Þolinmæði og fjár- festing geti borið ríkulegan ávöxt. SAMFÉLAGSMÁL Sala á arm böndum til styrktar ADHD-samtökunum hófst í gær en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, keypti fyrsta armbandið við formlega athöfn á Bessastöðum. Salan á armböndum er liður í fjáröflun samtakanna en um leið er vakin athygli á starfi sam- takanna og stöðu einstaklinga með ADHD. Armböndin eru svört og úr gúmmí með áletrun ADHD-sam- takanna. Á armböndunum er einnig að finna „geimstein“ en samkvæmt tilkynningu frá sam- tökunum á hann að „vísa til þess jákvæða, góða og fallega sem býr í okkur öllum“. Sala armbandanna er einn liður í margþættum viðburðum sem efnt er til á afmælisárinu en ADHD-samtökin fagna 25 ára afmæli í ár. - hó ADHD-samtökin fagna 25 ára afmælisári sínu: Forsetinn keypti fyrsta armbandið MEÐ ARMBÖNDIN Björk Þórarinsdóttir, formaður stjórnar ADHD-samtakanna, Ólafur Ragnar Grímsson og Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD, á Bessastöðum í gær. Þarna eru mikil tæki- færi fyrir þá sem hafa þolin- mæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar. Magnús Bjarnason, forstjóri Iceland Group
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.