Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 31
Frá því Fashion Academy Reykja- vík opnaði dyr sínar fyrir ári síðan hafa yfir hundrað manns útskrif- ast frá skólanum. Í skólanum er líf og fjör frá morgni til kvölds þar sem nemendur í snyrtifræði, nagla- fræði, förðun, ljósmyndun, stílíser- ingu, framkomu og á fyrirsætunám- skeiðum sinna sínum hugðarefnum. Skólinn hefur vaxið og dafnað. Fleiri nemendur og meira umfang kallar á fleira starfsfólk. Sérstak- lega vantar kennara í snyrtifræði, sem er stór hluti af starfsemi skól- ans eins og Stefanía Marta Katarí- nusardóttir, skólastjóri Beauty Aca- demy, getur vitnað um. Fjölbreytt og skemmtilegt nám „Í Beauty Academy, sem er snyrti- f ræðihlut i Fashion Academy Reykjavík, er boðið upp á eins árs nám í snyrtifræði á framhaldsskóla- stigi. Kennslan fer öll fram í dag- skóla og er í heild þrjár annir,“ út- skýrir Stefanía Marta eða Marta eins og hún er ávallt kölluð. „Fyrsta árið hefur gengið mjög vel og við höfum fengið frábærar viðtökur,“ segir Marta en nítján nemendur eru nú á snyrtifræðibrautinni. Nemend- urnir eru komnir mislangt í náminu enda er tekið inn í skólann þrisvar á ári, í mars, ágúst og í nóvember. Snyrtifræðinámið er afar fjöl- breytt og skemmtilegt að sögn Mörtu. „Við kennum allar sérgrein- arnar, t.d. andlitsmeðferðir, litun og plokkun, líkamsmeðferðir, ilmolíu- meðferðir, fótsnyrtingu, handsnyrt- ingu og gervineglur. Í raun allt sem tengist snyrtifræðinni, sem er mjög víðtækt svið.“ Marta segir mikil- vægt að kveikja áhuga nemenda og því er námið haft eins líflegt og spennandi og kostur er. „Við förum mikið í vettvangs ferðir, skoðum spa og förum á rann sóknar stofur og heildsölur svo dæmi séu tekin. Þannig reynum við að víkka sjón- deildarhring nemenda og sýna þeim frá byrjun til enda hvernig snyrtivörurnar verða til og hvernig framleiðsluferlið er.“ Frábær aðstaða Allir kennarar í snyrtifræðinni eru fagmenntaðir og aðstaðan fyrir nemendur eins og best verður á kosin. Þar sem skólinn er nýr er allur tækjakostur skólans glænýr. „Hver vinnustöð inniheldur allt sem þarf og meira til. Nemendur læra því til muna meira en á snyrtistofu enda tíu tæki á hverri stöð og erum með það nýjasta í snyrtivöruheim- inum,“ segir Marta. Hún segir mikil- vægt að fylgjast vel með nýjungum. „Þótt grunnurinn sé sá sami er mikil þróun í gangi í þessum heimi og því þarf að vera á tánum hvað varðar nýjustu tækni.“ Skólinn aðstoðar við fjármögnun Námið hjá Beauty Academy er viður kennt af mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu og er láns- hæft hjá LÍN. Þrjár annir kosta 1.790.000 krónur. „Við gerum okkur grein fyrir að aðstæður eru erfiðar í dag og erfitt fyrir suma að fá fyrir- framgreiðslu hjá bönkum. Því hefur skólinn komið til móts við einstaka nemendur og boðið upp á aðrar leiðir til að fjármagna skóla gjöldin,“ upplýsir Marta. „Stjórn skólans býður nemendur sem hafa hafið nám í öðrum skólum velkomna og hefur nú ákveðið að bjóða þeim góðan afslátt af námsgjöldum.“ Eftirspurn eftir snyrtifræðingum Marta segir nóg að gera fyrir snyrti- fræðinga. „Það vantar alltaf snyrti- fræðinga á snyrtistofur en síðan eru snyrtifræðingar einnig farnir að vinna hjá húðlæknum, heild sölurnar vilja fá menntað fólk sem hafa vit á því sem það er að selja. Þá hafa apótekin einnig leitað eftir snyrti- fræðingum enda er mikið selt af snyrtivörum þar í dag,“ segir Marta. Hún bendir á að Símennt leiti reglu- lega eftir snyrtifræðingum til að halda námskeið. „Það er nóg að gera fyrir þá sem vilja vinna.“ Nánari upplýsingar um námið má finna á www.fashionaca- demy.is SPENNANDI NÁM Í SNYRTIFRÆÐI Fashion Academy Reykjavík í Ármúla 21, heldur upp á eins árs afmæli um þessar mundir. Skólinn er miðstöð náms í greinum tengdum tísku og fegurð. Þar er kennd naglafræði, förðun, ljósmyndun, stílísering, framkoma og auðvitað snyrtifræði. Einnig eru haldin fyrirsætunámskeið. Snyrtifræði- námið er afar fjölbreytt og skemmti- legt að sögn Mörtu, skóla- stjóra Beauty Academy. „Við kenn- um allar sér- greinarn- ar, t.d. and- litsmeðferðir, litun og plokk- un, líkams- meðferðir, ilm- olíumeðferðir, fótsnyrtingu, handsnyrtingu og gervinegl- ur. Í raun allt sem tengist snyrtifræðinni sem er mjög víðtækt svið.“ Anna Lísa byrjaði nám í snyrtifræði hjá Fashion Aca- demy Reykjavík í nóvember í fyrra og hyggur á útskrift á sama tíma á þessu ári. „Mig hafði lengi langað til að læra snyrtifræði. Ég kynnti mér þá skóla sem voru í boði og leist best á Fashion Academy Reykjavík,“ segir Anna Lísa en sú staðreynd að skólinn var nýr af nálinni þótti henni mjög spenn- andi. Hún er afar ánægð með reynslu sína af nám- inu og skólanum. „Þetta er mjög skemmtilegt, námið er allt mjög áhugavert og nem- endahópurinn mjög sam- heldinn, við pössum allar mjög vel saman,“ segir hún og mælir með skólanum fyrir alla þá sem hafa áhuga á snyrtifræði. AUGLÝSING: FASHION ACADEMY REYKJAVÍK KYNNIR GÓÐUR ANDI Í HÓPNUM Anna Lísa Ævarsdóttir er nemandi við Beauty Academy, snyrtifræðideild Fashion Academy Reykjavík. Sjá nánar á visir.is/lifid „Það vantar alltaf snyrtifræðinga á snyrtistofur“ Anna Lísa með nokkrum samnemendum sínum. Allir kennarar í snyrtifræðinni eru fagmenntaðir og aðstaðan fyrir nemendur eins og best verður á kosin. Þar sem skólinn er nýr er allur tækjakostur skólans glænýr. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.