Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 22
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Þegar fólk greinist með
krabbamein tekur lífið
óvænta stefnu. Enginn er
fyllilega búinn undir þá
reynslu, hvorki sá sem
greinist né aðstandendur.
Kraftur er stuðningsfélag
fyrir ungt fólk sem greinst
hefur með krabbamein og
aðstandendur þess. Stuðn-
ingsnet Krafts hefur um
árabil veitt krabbameins-
greindum og aðstandend-
um jafningjastuðning.
Stuðningsfulltrúar netsins hafa
sjálfir greinst með krabbamein
einhvern tímann á lífsleiðinni eða
eru aðstandendur fólks sem hefur
greinst með krabbamein. Umsjón-
armaður Stuðningsnetsins er sál-
fræðingur og hafa stuðningsfulltrú-
ar setið stuðningsfulltrúanámskeið
og hljóta handleiðslu sálfræðings-
ins, auk þess sem þeim er reglulega
boðið upp á endurmenntun.
Reynsla þeirra sem gengið hafa
í gegnum baráttu við krabbamein,
bæði greindra og aðstandenda, er
dýrmæt. Jafningjastuðningur hefur
þá sérstöðu að koma frá einstakling-
um sem hafa þann skilning sem
aðeins þeir búa yfir sem staðið hafa
í sömu sporum. Slíkum stuðningi er
á engan hátt ætlað það hlutverk sem
heilbrigðisstarfsfólk sinnir heldur
einmitt að vera viðbót. Það getur
verið ómetanlegt að tala við ein-
hvern sem hefur gengið í gegnum
það sama og maður stendur sjálfur
frammi fyrir.
Óskað eftir stuðningi
Þegar sjúkdómur eins og krabba-
mein bankar upp á vakna ýmsar
tilfinningar og mörgum spurning-
um er ósvarað um sjúkdóminn, með-
ferðir, áhrif meðferða og óteljandi
önnur atriði. Einnig vakna spurn-
ingar síðar í ferlinu bæði hjá þeim
sem greinst hefur og aðstandend-
um. Hver og einn tekst á við erfið-
leika á sinn hátt en það getur verið
gott að ræða við einhvern með svip-
aða reynslu. Til dæmis um tilfinn-
ingar sem oft fylgja krabbameini,
áhrif á börn, maka eða aðra í fjöl-
skyldunni, barneignir, fjármál, náin
tengsl, kynlíf, um þá þjónustu sem
er í boði eða hvað eina sem brennur
á fólki. Stuðningsaðilar netsins búa
yfir reynslu og upplýsingum sem
lúta að flestu því sem getur komið
upp á í tengslum við krabbamein.
Þannig miðla stuðningsfulltrúar af
þekkingu og reynslu og veita stuðn-
ing sem byggist á sameiginlegum
skilningi og umhyggju.
Fjölskylda og vinir gegna afar
mikilvægu hlutverki þegar ein-
staklingur greinist með krabba-
mein. Jafningjastuðningur getur
nýst hverjum þeim sem heyr bar-
áttu við krabbamein, bæði
þeim sem greinst hefur og
þeim sem standa honum
næst og hvar sem er í ferl-
inu. Grundvallaratriði er
að stuðningur mæti þörfum
þeirra sem hans leita. Því
er rík áhersla lögð á það í
Stuðningsnetinu að fólk fái stuðning
frá aðila sem samræmist þörfum
þess og væntingum. Sálfræðingur
tekur á móti óskum um stuðning og
finnur stuðningsaðila fyrir viðkom-
andi út frá óskum hans og þörfum.
Hægt er að óska eftir að fá stuðning
til dæmis frá einhverjum af sama
kyni, á svipuðum aldri, með svipuð
veikindi að baki, sambærileg tengsl
við þann sem greinst hefur eða hvað
eina í aðstæðunum sem skiptir máli
fyrir viðkomandi. Sumir eru að leita
eftir upplýsingum um tiltekin mál-
efni en aðrir vilja fá að spjalla við
stuðningsfulltrúa án þess að hafa
afmarkaðar spurningar. Stuðning-
ur fer fram á því formi sem hent-
ar best, í síma, augliti til auglitis
eða um tölvupóst. Landfræðileg
fjarlægð ætti þannig ekki að þurfa
að standa í vegi fyrir stuðningi á
vegum Stuðningsnets Krafts.
Kraftur gefur út handbók, Lífs-
Kraft, með hagnýtum upplýsing-
um fyrir þá sem greinst hafa með
krabbamein og aðstandendur. Þar
er að finna ýmis bjargráð auk þess
sem nokkrir einstaklingar segja
frá persónulegri reynslu. Nýverið
kom út 3. útgáfa Lífs-Krafts með
uppfærðum upplýsingum og nýjum
fróðleik. Þessa dagana er kynn-
ingarátak í umferð því bækurnar
eru á ferð í strætisvögnum borgar-
innar. Farþegum gefst því kostur
á að glugga í bækurnar á ferð um
borg og bý og fletta upp á umfjöllun
um fjölmargt sem snertir krabba-
mein eins og andlega vellíðan,
sjálfsmynd, almenn bjargráð við
þreytu, kynlíf, fjármál, að slaka á
og njóta lífsins og margt fleira.
Ef þú vilt tala við einhvern sem
hefur svipaða reynslu af krabba-
meini að baki endilega hafðu sam-
band í síma 470 2700 eða sendu
skilaboð á netfangið kraftur@kraft-
ur.org.
Sálfræðingur tekur á móti beiðn-
um um stuðning og útvegar stuðn-
ingsfulltrúa. Farið er með öll samtöl
sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu félagsins www.kraftur.
org en þar má einnig sjá myndbönd
með reynslusögum stuðningsfull-
trúa og Lífs-Kraft.
Jafningjastuðningur
og krabbamein
Flestar tæknigreinar sem
þjóna sjávarútvegi hafa
vaxið mikið á undanförn-
um árum og mikil tækifæri
eru í greininni. Fyrirtækin
spanna breitt svið og koma
meðal annars að fram-
leiðslu fiskvinnsluvéla,
veiðarfæra, fjarskiptabún-
aðar, kælitækni, umbúða
og hugbúnaðargerð svo
eitthvað sé nefnt. Stöðug
nýsköpun er í gangi.
Það felast mörg tæki-
færi í þeim 65 tæknifyr-
irtækjum sem stunda útflutning
af einhverju tagi í tengslum við
sjávar útveg. Þessi fyrirtæki fluttu
út tækjabúnað og aðrar vörur fyrir
rúma 20 milljarða árið 2012. Að
auki var sala á innanlandsmarkaði
um 11 milljarðar. Ef þessi fyrir-
tæki vaxa á sama hátt og þau hafa
gert undanfarin tvö ár má gera ráð
fyrir að velta þeirra geti numið allt
að 100 milljörðum árið 2023.
Þótt sú staðreynd blasi við að
starfsfólki í fiskvinnslu og veið-
um fari fækkandi þá má fjölga
fólki í þekkingargreinum eins og
í tengslum við tæknifyrirtækin.
Það sem er að eiga sér stað er ein-
faldlega færsla á störfum. Sem
dæmi má nefna þá gildir almennt
að fyrir hverja 5-10 sem áður
unnu við tiltekna vinnslu kemur
í staðinn tækjabúnaður sem jafn-
vel 40 manns hafa unnið að; bæði
við þróun, smíði og uppsetningu.
Þessi tækjabúnaður býður bæði
upp á sérhæfðari og betur
launaðri störf ásamt því að
um er að ræða dýrar vélar
sem koma til með að verða
að verðmætri útflutnings-
vöru. Að því ógleymdu
að tækjabúnaðurinn skil-
ar verðmætaaukningu á
sjálfu hráefninu.
Fiskur er í dag okkar
helsta útflutningsvara, en
ekki má gleyma að sam-
hliða fiskvinnslu hafa
sprottið upp þekkingar-
fyrirtæki sem þjónusta
útgerðirnar. Þau hafa þróað tækni
og þjónustu fyrir sjávarútveginn,
sem nú er orðinn sérstök útflutn-
ingsvara. Mörg fyrirtæki, sem
hófu sinn rekstur við að þjón-
usta útgerðirnar hér á landi, hafa
þróast á þann veg að núna telur
íslenski markaðurinn einungis lít-
inn hluta af veltu þeirra. Þau hafa
því orðið öflug útflutningsfyrir-
tæki. Þar liggur framtíðin, ekki
í veiðunum og vinnslunni sjálfri,
heldur hjá menntuðu starfsfólki
sem vinnur við að þróa vörur og
tækni fyrir sjávarútveg.
Samstarf tæknifyrirtækja
Til að hnykkja á þessari útrás
ýtti Íslenski sjávarklasinn úr vör
samvinnuverkefni tæknifyrir-
tækja í haftengdri starfsemi.
Verkefnið nefnist Green Mar-
ine Technology og snýr að því að
vekja athygli á þeim framúrskar-
andi grænu tæknilausnum sem
mörg tæknifyrirtækjanna bjóða
upp á. Lausnirnar stuðla að bættu
umhverfi með betri nýtingu orku-
gjafa, minni olíunotkun búnaðar,
betri nýtingu í vinnslu hráefna,
til að nefna dæmi. Með þessu
nýja verkefni er ætlunin að efla
samstarf tæknifyrirtækja og um
leið kynna framúrskarandi tækni
fyrir alþjóðlegan sjávarútveg og
vinnslu. Græn meðvitund hefur
rutt sér til rúms um allan heim,
því er mikilvægt að Ísland haldi
vel á spöðunum og taki þátt í því
að leiða þessa þróun.
Til þess að stuðla að þeirri
nýsköpun sem var greint frá hér
að ofan þarf að auka fjárfestingar
í sjávarútvegi. Hættan við núver-
andi fyrirkomulag veiðigjaldsins
er að gjaldið dregur úr því bol-
magni sem þarf til nýsköpunar og
hvers konar þróunarstarfs. Veiði-
gjöldin þarf að lækka þannig að
sjávarútvegurinn ráði við þau og
geti hafið fjárfestingar að nýju.
Finna þarf leið til þess að auka
fjárfestingar í nýsköpun í sjávar-
klasanum og besta leiðin til þess
er að útfæra sanngjarnt veiðigjald
á þá leið að þeir sem fjárfesti í
tæknibúnaði og annarri nýsköpun í
tengslum við sjávarútveg hafi þann
kost að lækka veiðigjaldið.
Aukum fjárfestingar
í sjávarklasanum
Aukin umræða um kyn-
ferðisofbeldi og algengi
þess á Íslandi er mjög
jákvæð þróun. Rannsóknir
sýna að slíkt ofbeldi getur
haft mikil og langvarandi
áhrif á líf og heilsu þolenda.
Ofbeldið sjálft útskýrir þó
aðeins hluta af þeim bata.
Viðbrögð annarra (e. social
reactions) þegar þolandi
segir frá reynslu sinni af
kynferðisofbeldi hafa líka
áhrif og er mjög eðlilegt
að vita ekki hvað er best að segja
og gera. Rannsóknir hafa sýnt að
viðbrögðum má gróflega skipta í
tvennt, jákvæð og neikvæð.
Jákvæð viðbrögð hafa væg en
marktæk áhrif á heilsu og líðan þol-
enda. Tilfinningalegur stuðningur
er dæmi um slík viðbrögð, eins og
að hlusta á þolandann, viðurkenna
alvarleika málsins og hrósa viðkom-
andi fyrir hugrekkið að segja frá.
Annað dæmi er praktískur stuðn-
ingur, eins og að veita upplýsingar
um úrræði fyrir þolendur.
Eins undarlega og það
hljómar þá skiptir meira
máli að forðast neikvæð
viðbrögð heldur en að sýna
jákvæð viðbrögð. Þolendur
sem fá neikvæð viðbrögð
upplifa meiri vanlíðan,
verri andlega og líkam-
lega heilsu og eru lengur
að jafna sig eftir ofbeldið
en þeir sem fengu ekki nei-
kvæð viðbrögð. Neikvæð
viðbrögð hafa verið flokkuð
í eftirfarandi: Að kenna um,
að stjórna, reyna að dreifa athygli,
koma öðruvísi fram við en áður og
sjálfhverf viðbrögð.
Að kenna um felst ekki endi-
lega í því að segja „þú getur sjálf-
um þér um kennt“. Þolendur túlka
oft spurningar um ákveðna þætti
ofbeldisins eins og verið sé að kenna
þeim um, jafnvel þótt slíkt hafi ekki
verið ætlun viðkomandi. Til dæmis
túlka þolendur oft spurningar um
hvort þeir hafi neytt áfengis eða
hvernig þeir voru klæddir eins og
ofbeldið sé þeim að kenna, sama
hvort spurningin var meint þannig
eða ekki. Best er að forðast að tala
um þætti sem geta gefið í skyn að
ofbeldið sé þolanda að kenna eða
hægt hefði verið að koma í veg fyrir
það.
Þarf að ákveða sjálfur
Að taka stjórn frá þolanda vísar
til dæmis til þess að bóka tíma hjá
lækni, sálfræðingi eða tala við lög-
reglu án þess að láta þolandann vita.
Að grípa til slíkra aðgerða án sam-
ráðs við viðkomandi eða gegn vilja
hans getur gefið þau skilaboð að þú
treystir honum ekki til að sjá um sig
sjálfur. Auðvitað getur verið gagn-
legt að hvetja viðkomandi til að leita
sér hjálpar eða fræða þolandann um
möguleg úrræði en hann þarf að
ákveða það sjálfur.
Að reyna að dreifa athygli þoland-
ans frá ofbeldinu getur einnig verið
vel meint. Þolendur segja samt að
þegar aðrir skipta um umræðuefni
finnist þeim eins og viðkomandi trúi
honum ekki eða finnist ekki mikil-
vægt að ræða þetta. Ofbeldi getur
haft áhrif á þolendur alla ævi. Að
vilja ræða það við nákomna oftar
en einu sinni þýðir ekki endilega
að viðkomandi sé að „velta sér upp
úr“ einhverju að óþörfu. Það er
mikilvægt að ef þolandinn vill tala,
reyndu þá að ræða við hann. Ekki
skipta um umræðuefni ef þú mögu-
lega getur. Leyfðu honum að tjá sig
og sýndu að þú skilur og trúir við-
komandi.
Leyfa þolanda að hafa stjórn
Einna erfiðast getur verið að forðast
sjálfhverf viðbrögð. Að komast að
því að einhver nákominn hefur orðið
fyrir hræðilegri lífsreynslu getur
verið mikið áfall. Hins vegar skipt-
ir máli að reyna að halda ró sinni.
Sterk viðbrögð eins og að gráta,
öskra og missa stjórn á sér geta
valdið samviskubiti hjá þolandan-
um og jafnvel leitt til þess að hann
tali aldrei um ofbeldið og áhrif þess
aftur eða vilji ekki leita sér hjálpar.
Ákveðin samlíðan er mikilvæg til
að sýna að þú takir þetta mál alvar-
lega en mjög sterk tilfinningavið-
brögð fyrir framan þolandann ætti
að forðast eins og hægt er.
Það sem kannski skiptir mestu
máli er að leyfa þolanda að hafa
stjórnina. Þegar brotið var gegn
honum hafði hann enga stjórn og
best er að forðast að skapa svipað-
ar aðstæður. Að lokum vil ég leggja
áherslu á að ofbeldi hefur áhrif
á fleiri en bara þolandann. Það er
mjög eðlilegt að komast í uppnám
þegar einhver nákominn hefur upp-
lifað slíkt. Ekki hika við að leita þér
hjálpar hjá fagfólki eða ræða við
vini og vandamenn (án þess þó að
rjúfa trúnað). Það er heldur ekki
hlutverk þitt að „laga“ það sem
hefur gerst en það er hægt að hjálpa
þolendum með því að veita stuðning
og forðast neikvæð viðbrögð.
Hvernig á að bregðast við þolendum kynferðisofbeldis?
SJÁVAR-
ÚTVEGUR
Arnar Jónsson
verkefnisstjóri hjá
Íslenska
sjávarklasanum
KYNFERÐIS-
OFBELDI
Rannveig
Sigurvinsdóttir
doktorsnemi
í sálfræði
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Anna Sigríður
Jökulsdóttir
sálfræðingur
Borgartún • Fákafen • Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
Komdu þér í form
fyrir sumarið
með Davíð Kristinssyni, næringar-
og lífsstílsþjálfara, mánudaginn
6. maí, kl. 19:00 - 21:00
Innifalið í námskeiðinu er handbók
með öllum upplýsingum sem þú þarft
og 30 daga framhaldsmatseðill.
Námskeiðið fer fram í Lifandi markaði
Borgartúni 24. Nánari upplýsingar á
www.lifandimarkadur.is
➜ Sterk viðbrögð eins og að
gráta, öskra og missa stjórn
á sér geta valdið samvisku-
biti hjá þolandanum
➜Þegar fólk greinist
með krabbamein
tekur lífi ð óvænta
stefnu.
➜ Ekki má gleyma að
samhliða fi skvinnslu hafa
sprottið upp þekkingarfyrir-
tæki