Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 3. maí 2013 | FRÉTTIR | 17
FÓRNARLAMB Verklag og viðbúnaður
stjórnvalda var til skoðunar, meðal
annars.
MANNRÉTTINDI Áætlun um
aðgerðir gegn mansali á tíma-
bilinu 2013 til 2016 voru sam-
þykktar í ríkisstjórn skömmu
fyrir kosningar. Áætlunin tekur
mið af þörf á að veita fórnar-
lömbum mansals stuðning og
öryggi og þörf á bættu verklagi
og viðbúnaði stjórnvalda, einkum
innan réttarvörslukerfisins.
Helstu áhersluþættir aðgerða-
áætlunarinnar eru forvarnir og
fræðsla, aðstoð og stuðningur
við fórnarlömb mansals, rann-
sóknir og saksókn mansals-
mála, samvinna og samráð og
mat á árangri. Í áætluninni eru
til teknar einstakar aðgerðir í
samræmi við framangreindar
áherslur, segir í frétt Jafnréttis-
stofu. - shá
Áætlun árin 2013-2016:
Aðgerðir gegn
mansali klárar
MINKAR Nágrannar vildu ekki stækkun
á minkabúi.
DÓMSMÁL Ákvörðun byggingar-
fulltrúa uppsveita Árnessýslu
og Flóahrepps um að samþykkja
byggingu 1.930 fermetra loðdýra-
skála á lóðinni Steinkerstúni í
landi jarðarinnar Ása í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi hefur verið
felld úr gildi.
Það voru sjö eigendur jarðar-
innar Stóra-Núps sem í febrúar
kærðu ákvörðun byggingar-
fulltrúans. Þeir höfðu einnig
kært deiliskipulag frá því síðasta
haust sem var grundvöllur bygg-
ingarleyfisins. Sögðu þeir skipu-
lagið mundu leiða til stórfelldrar
eignarskerðingar á landi þeirra.
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála hefur nú bæði
ógilt deiliskipulagið og ákvörðun
byggingarfulltrúans. - gar
Nágrannar hafa sigur í deilu:
Minkabú missir
byggingarleyfið
DANMÖRK Mótorhjólagengin
Bandidos og Hells Angels (Vítis-
englar) í Danmörku hafa gert
með sér griðasáttmála.
„Við höfum gengið frá samn-
ingi við Bandidos sem er í gildi
frá deginum í dag. Að öðru leyti
vil ég ekki tjá mig,“ sagði Jørn
Jønke Nielsen, talsmaður Hells
Angels, við danska ríkisút varpið
í gær. Bandidos gaf út svipaða
yfirlýsingu.
Gengin sömdu um grið árið
1998, eftir að hafa átt í ill deilum
um tveggja ára skeið. Í sam-
komulaginu var bæjum í Dan-
mörku skipt á milli gengjanna og
ákveðið hvar þau mættu starf-
rækja klúbba. Þá var einnig
kveðið á um að þau mættu ekki
taka fyrrverandi félaga í hinu
genginu í sínar raðir.
Árið 2010 sagði forseti Bandi-
dos frá því opinberlega að hann
hefði rofið samkomulagið, í kjöl-
far þess að bæði gengi hefðu
brotið gegn aðalskilmálum þess.
Gengjastríð svokallað hefur
verið í gangi í landinu síðan þá,
og hafa talsvert margir meðlimir
verið myrtir eða ráðist á þá.
Áður en fréttir af sam starfinu
bárust voru nokkrir með limir
Bandidos handteknir víða á
Sjálandi í gærmorgun. Hand-
tökurnar komu í kjölfar skot-
bardaga í Kaupmannahöfn í
fyrradag. - þeb
Bandidos og Vítisenglar í Danmörku hafa samið frið í bili:
Mótorhjólagengi semja um frið
VÍTISENGILL Gengin tvö hafa eldað
grátt silfur saman undanfarin ár.
NORDICPHOTOS/GETTY
HÚSNÆÐISMÁL Alls hafa 497 erindi
borist til leigjendaaðstoðar Neyt-
endasamtakanna það sem af er
þessu ári. Alls hafa þrjú þúsund
leigjendur sótt aðstoð til samtak-
anna á síðustu tveimur árum.
Erindin eru, að sögn Hildigunn-
ar Hafsteinsdóttur, lögfræðings
Neytendasamtakanna, margvísleg
og ljóst að mikil þörf var á slíkri
aðstoð. Aðstoðina reka Neytenda-
samtökin samkvæmt samningi við
velferðarráðuneytið en samið var
til loka árs 2013. - mlþ
Leigjendur leita sér hjálpar:
Þrjú þúsund
fengið hjálp
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
37
71
0
4/
13