Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 3. maí 2013 | FRÉTTIR | 17 FÓRNARLAMB Verklag og viðbúnaður stjórnvalda var til skoðunar, meðal annars. MANNRÉTTINDI Áætlun um aðgerðir gegn mansali á tíma- bilinu 2013 til 2016 voru sam- þykktar í ríkisstjórn skömmu fyrir kosningar. Áætlunin tekur mið af þörf á að veita fórnar- lömbum mansals stuðning og öryggi og þörf á bættu verklagi og viðbúnaði stjórnvalda, einkum innan réttarvörslukerfisins. Helstu áhersluþættir aðgerða- áætlunarinnar eru forvarnir og fræðsla, aðstoð og stuðningur við fórnarlömb mansals, rann- sóknir og saksókn mansals- mála, samvinna og samráð og mat á árangri. Í áætluninni eru til teknar einstakar aðgerðir í samræmi við framangreindar áherslur, segir í frétt Jafnréttis- stofu. - shá Áætlun árin 2013-2016: Aðgerðir gegn mansali klárar MINKAR Nágrannar vildu ekki stækkun á minkabúi. DÓMSMÁL Ákvörðun byggingar- fulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps um að samþykkja byggingu 1.930 fermetra loðdýra- skála á lóðinni Steinkerstúni í landi jarðarinnar Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur verið felld úr gildi. Það voru sjö eigendur jarðar- innar Stóra-Núps sem í febrúar kærðu ákvörðun byggingar- fulltrúans. Þeir höfðu einnig kært deiliskipulag frá því síðasta haust sem var grundvöllur bygg- ingarleyfisins. Sögðu þeir skipu- lagið mundu leiða til stórfelldrar eignarskerðingar á landi þeirra. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur nú bæði ógilt deiliskipulagið og ákvörðun byggingarfulltrúans. - gar Nágrannar hafa sigur í deilu: Minkabú missir byggingarleyfið DANMÖRK Mótorhjólagengin Bandidos og Hells Angels (Vítis- englar) í Danmörku hafa gert með sér griðasáttmála. „Við höfum gengið frá samn- ingi við Bandidos sem er í gildi frá deginum í dag. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig,“ sagði Jørn Jønke Nielsen, talsmaður Hells Angels, við danska ríkisút varpið í gær. Bandidos gaf út svipaða yfirlýsingu. Gengin sömdu um grið árið 1998, eftir að hafa átt í ill deilum um tveggja ára skeið. Í sam- komulaginu var bæjum í Dan- mörku skipt á milli gengjanna og ákveðið hvar þau mættu starf- rækja klúbba. Þá var einnig kveðið á um að þau mættu ekki taka fyrrverandi félaga í hinu genginu í sínar raðir. Árið 2010 sagði forseti Bandi- dos frá því opinberlega að hann hefði rofið samkomulagið, í kjöl- far þess að bæði gengi hefðu brotið gegn aðalskilmálum þess. Gengjastríð svokallað hefur verið í gangi í landinu síðan þá, og hafa talsvert margir meðlimir verið myrtir eða ráðist á þá. Áður en fréttir af sam starfinu bárust voru nokkrir með limir Bandidos handteknir víða á Sjálandi í gærmorgun. Hand- tökurnar komu í kjölfar skot- bardaga í Kaupmannahöfn í fyrradag. - þeb Bandidos og Vítisenglar í Danmörku hafa samið frið í bili: Mótorhjólagengi semja um frið VÍTISENGILL Gengin tvö hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. NORDICPHOTOS/GETTY HÚSNÆÐISMÁL Alls hafa 497 erindi borist til leigjendaaðstoðar Neyt- endasamtakanna það sem af er þessu ári. Alls hafa þrjú þúsund leigjendur sótt aðstoð til samtak- anna á síðustu tveimur árum. Erindin eru, að sögn Hildigunn- ar Hafsteinsdóttur, lögfræðings Neytendasamtakanna, margvísleg og ljóst að mikil þörf var á slíkri aðstoð. Aðstoðina reka Neytenda- samtökin samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið en samið var til loka árs 2013. - mlþ Leigjendur leita sér hjálpar: Þrjú þúsund fengið hjálp ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 37 71 0 4/ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.