Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 52
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36
Jennifer Aniston hefur stundað
jóga að undanförnu til að búa sig
undir brúðkaupið sitt. Hún gengur
upp að altarinu með handrits-
höfundinum og leikaranum Justin
Theroux í sumar.
Í viðtali við E! sagði hin 44 ára
Aniston að aginn sem er í jóganu
hjálpi henni að halda ró sinni. „Jóga
hjálpar þér að undirbúa þig fyrir
hvað sem er. Þetta er í rauninni
eins og hugleiðsla. Maður á auð-
veldara með að leysa öll þau verk-
efni sem hver dagur hefur í för með
sér,“ sagði Vinkonan fyrrverandi.
Hvorki Aniston né Theroux
hafa viljað greina frá því hvar og
nákvæmlega hvenær brúðkaupið
verður haldið. Vanga veltur voru
uppi um að Havaí væri staðurinn
en það reyndist ekki rétt. Leik-
konan hefur heillast upp úr
skónum af jóga og ætlar að halda
áfram að stunda það af miklum
þrótti. „Jóga styrkir vöðvana og
það veitir manni hugarró. Það
hjálpar manni einnig með önd-
unina,“ sagði hún.
Stundar jóga
fyrir brúðkaupið
Leikkonan Jennifer Aniston hefur miklar mætur á
jóga og þykir aginn góður.
JENNIFER ANISTON Leikkonan stundar
jóga af miklum þrótti.
➜ Bíó Paradís opnaði form-
lega þann 15. september árið
2010.
„ÞESSI EINSTAKA ÁSTRÍÐUMIKLA
OG RÓMANTÍSKA SPENNU-
SAGA RÍGHELDUR.“
BARNES & NOBLE
Spennuþrungin ástarsaga eftir
metsöluhöfundinn Noru Roberts
„ÁTAKANLEG, FYNDIN
OG INNIHALDSRÍK BÓK.“
DAILY EXPRESS
Ógleymanleg saga ljósmóður í aumustu
fátækrahverfum Lundúnaborgar á sjötta
áratug síðustu aldar.
NÝJAR KILJUR
2.499
KYNNIN
GAR-
VERÐ
2.499
KYNNINGAR-VERÐ
G
ild
ir
til
6
. m
aí
.
Chris Kelly, annar hluti fyrrver-
andi barnastjörnutvíeykisins Kris
Kross, fannst látinn á heimili sínu
í Atlanta í Bandaríkjunum á mið-
vikudag. Hann var 34 ára og telur
lögreglan að banameinið hafi verið
of stór skammtur eiturlyfja.
Kelly, sem gekk undir lista-
mannsnafninu Mac Daddy, og
Chris Smith, sem vildi láta kalla
sig Daddy Mac, brutust fram á
sjónarsviðið árið 1992 sem hipp-
hopp-dúettinn Kris Kross. Þeir
voru einungis þrettán og fjór-
tán ára gamlir og var það rapp-
arinn og upptökustjórinn Jer-
maine Dupri sem uppgötvaði
félagana þar sem þeir tróðu
upp í verslunarmiðstöð í Atl-
anta. Fyrsta breiðskífa Kris
Kross, Totally Krossed
Out frá 1992, sló ræki-
lega í gegn og seldist
í yfir fjórum millj-
ónum eintaka.
Meðal laga á plöt-
unni var stærsti
smellur Kris Kross,
Jump, sem náði efsta
sæti vinsældalista
víða um heim og
var meðal annars
á toppi Billboard
Hot 100-listans í
Bandaríkjunum í átta
vikur í röð.
Vinsældirnar í kjöl-
far fyrstu plötunnar
leiddu meðal annars af sér upp-
hitun fyrir Michael Jackson
á tónleikaferðalagi um heim-
inn og útgáfu sérstaks Kris
Kross-tölvuleiks. Dúettinn
sendi frá sér tvær breiðskíf-
ur til viðbótar, árin 1993
og 1996, sem ekki náðu
viðlíka vinsældum og
hætti loks störfum árið
1998. Báðir reyndu
þeir Mac Daddy og
Daddy Mac fyrir sér
sem sólólistamenn en
án mikils árangurs.
Mac Daddy úr
Kris Kross allur
Chris Kelly, annar helmingur fyrrverandi barnastjörnu-
rapptvíeykisins Kris Kross, er talinn hafa látist af of
stórum skammti eiturlyfj a á heimili sínu í Atlanta.
CHRIS KELLY Mac
Daddy, eins og annar
helmingur Kris Kross var
kallaður, lést á heimili sínu í
Atlanta. Hér er hann á sviði fyrr
á þessu ári. NORDICPHOTOS/GETTY
KRIS KROSS Tvíeykið naut mikilla
vinsælda í upphafi tíunda áratugarins
og vakti klæðaburður meðlimanna ekki
síst athygli, en þeir höfðu fyrir sið að
vera í fötunum sínum öfugum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Judy Garland
Söng- og leikkonan Judy Garland var einungis
16 ára þegar hún skaust upp á stjörnuhimininn
eftir leik sinn í ævintýramyndinni um Galdra-
karlinn í Oz. Hún glímdi síðar við áfengis- og
eiturlyfjafíkn og reyndi margoft að fyrirfara
sér. Garland lést árið 1969, 47 ára gömul, af of
stórum skammti eiturlyfja.
Patrick Waite
Patrick Waite var bassaleikari í bresku eins
smells undurs-reggísveitinni Musical Youth,
(Pass The Dutchie er þeirra þekktasta lag) en
meðlimirnir voru allir á barns- og unglingsaldri
á hátindinum í byrjun níunda áratugarins.
Þegar vinsældirnar þraut gerðist Waite smá-
glæpamaður og eiturlyfjaneytandi. Stuttu eftir
að hafa setið í fangelsi fyrir að ræna ófríska
konu og ógna með hnífi árið 1993 lést Waite af
völdum hjartasjúkdóms, 24 ára gamall.
Michael Jackson
Jackson er líklega frægasta barnastjarna
sögunnar. Eins og ekki fór fram hjá neinum
lést hann af of stórum skammti verkjalyfja árið
2009, þá fimmtugur að aldri.
Barnastjörnur á glapstigu
„Ég er mjög spennt fyrir þessu.
Ég fæ að vinna við það sem ég hef
hvað mestan áhuga á og því mætti
segja að þetta sé draumastarfið,“
segir Ása Baldursdóttir, nýr dag-
skrárstjóri í Bíói Paradís.
Ása tekur við starfinu af
Ásgrími Sverrissyni sem hafði
gegnt starfinu frá því að kvik-
myndahúsið var stofnað árið
2010. Áður hafði Ása unnið
við dagskrárumsjón hjá RIFF,
Reykjavík International Film
Festival, og ritstýrt vefsíðunni
Snoop-around.com ásamt ljós-
myndaranum Nönnu Dís Jóns-
dóttur.
Innt eftir því hvort breyting
verði á dagskrá kvikmyndahússins
nú þegar hún er tekin við starfinu
svarar Ása játandi. „Breyting-
arnar felast meðal annars í því að
við fáum nýjan sýningar búnað og
hljóðkerfi sem gerir okkur kleift
að sýna fjölbreytt úrval mynda.
Einnig stendur til að gera dag-
skrána árstíðarbundnari. Nú
er sumarið á næsta leyti og þá
munum við til dæmis sýna gamlar,
klassískar Hollywood-myndir sem
henta vel í þrjúbíó fyrir alla fjöl-
skylduna. Einnig verðum við með
miðnætursýningar og íslenskar
myndir fyrir ferðamenn. Nýju,
evrópsku myndirnar bíða fram á
haust því aðsóknin er meiri þá,“
útskýrir Ása.
Aðspurð kveðst hún mikill unn-
andi heimildarmynda og er þýska
heimildarmyndin Our Daily
Bread frá árinu 2005 í sérstöku
dálæti hjá henni. „Ég er algjört
heimildarmyndanörd. Uppá-
haldsmyndin mín er Our Daily
Bread sem fjallar um matar-
iðnaðinn í dag og þá offram-
leiðslu á mat sem á sér stað. Ég
gerðist pólitísk grænmetisæta
um stund eftir að hafa horft á
hana. Ég hef líka mjög gaman af
íslenskum heimildarmyndum og
finnst Skjaldborgarhátíðin alveg
frábær,“ segir Ása að lokum.
sara@frettabladid.is
Fékk draumastarfi ð
Ása Baldursdóttir er nýr dagskrárstjóri í Bíói Paradís. Hún kveðst hafa landað
draumastarfi nu enda eru kvikmyndir og heimildarmyndir hennar líf og yndi.
FÉKK DRAUMASTARFIÐ Ása Baldursdóttir er nýr dagskrárstjóri Bíós Paradísar. Hún ætlar að leggja nýjar áherslur á dagskrána
og hafa hana árstíðarbundnari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM