Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 3. maí 2013 | SKOÐUN | 19
Einn af mínum uppáhaldshlaupa-
bolum er úr Reykjavíkurmara-
þoni Glitnis árið 2007. Bolurinn
er úr svona rauðu pólýesterefni
sem hrindir frá sér vökva. Ef ég
set hann í þvottavél þá kemur
hann gott sem þurr út. Árið 2007
voru menn nefnilega með metn-
að. Það var það ár sem þáver-
andi Ólympíumeistari í maraþon-
hlaupi, Ítalinn Stefano Baldini,
skokkaði annar í markið í hálf-
maraþoninu. Svo gott var Reykja-
víkurmaraþonið 2007. Ólympíu-
meistarinn náði ekki einu sinni
að vinna.
En já, þarna var nýbyrjað að
gefa svona fína boli úr pólýester.
Eftir hrunið margumrædda var
því tímabundið hætt. Árin 2009
og 2010 fengum við aftur boli
úr gamaldags bómull. Árið 2011
hafði efnahagslífið greinilega
rétt úr kútnum því þá fórum við
að fá svona pólýesterboli aftur.
Ekki dettur mér í hug að gagn-
rýna skipuleggjendur hlaups-
ins fyrir að skera niður í vondu
árferði, gefa aðeins verri boli og
lækka verðlaunaféð. Bruðl án
innistæðu er ekki gott. En mér
finnst stundum sem aumingja
árið 2007 fái á sig ranga gagn-
rýni. Lífið var gott. Menn gerðu
hluti „eins og í útlöndum“.
Ég hef tekið þátt í þó nokkrum
götuhlaupum og fengið mikið af
bolum þeim tengdum. Ég þarf
reglulega að grisja því plássið
heima fyllist. Bómullarbolur-
inn frá Reykjavíkurmaraþoninu
2010 endaði fljótt í söfnunargámi
Rauða krossins enda margir aðrir
bolir heima honum fremri. Ég
hef vonandi gert líf einhverrar
manneskju í stærð L örlítið bæri-
legra. En þannig geta orð eins
og „bruðl“ verið mistæk. Bruðl-
bolurinn frá 2007 hefur enst mér
í bráðum sex ár.
Mér finnst ekkert að því að allir
hafi verið að borða eitthvað Kobe-
kjöt árið 2007. Ég vil búa í landi
þar sem fullt af fólki getur borðað
erlent snobbkjöt ef það vill. Ég vel
Kobe-kjöt fram yfir soðinn kepp,
sorrý. Eins vel ég umræður um
hvar besta sushi-ið sé að finna
fram yfir umræður um hve lengi
dilkakjöt geymist í frystikistum.
Árið 2007 fór ég í árshátíðar-
ferð með fyrirtæki konu minn-
ar. Að sjálfsögðu til útlanda eins
og málið var þá. Mér finnst það
ekkert sérstaklega uppskrúfað.
Ég held ég hafi lítinn áhuga á því
að búa í landi þar sem það þykir
dæmi um einhvern óheyrilegan
munað að geta af og til farið í eitt-
hvað annað land til að skemmta
sér.
Minni minnimáttarkennd, takk
Auðvitað má draga lærdóm af
ýmsu því sem gerðist í bankaból-
unni miklu, ekki bara á Íslandi,
heldur um allan heim. Það er
hallærislegt að bjóða í risastóra
veislu og gefa öllum kampavín ef
maður á ekkert fyrir því. En mér
finnst ekkert sérstaklega hall-
ærislegt að bjóða í veislu og gefa
kampavín í sjálfu sér. Það er held-
ur ekkert að því að búa í flottu
húsi, eða eiga flottan bíl. Eða fara
oft á ári til útlanda. Eða borða
rándýrt sushi. Ekkert af þessu
gefur tilefni til fordæmingar ef
fólk sem eyðir þessum peningum
á sannarlega fyrir því. Ég myndi
vilja að sem flestir ættu sannar-
lega fyrir því. Mér líkar ekki
tungumál þar sem það að eyða
peningum í góðar vörur þykir nei-
kvætt í sjálfu sér.
Ég vil McDonalds aftur
Skömmu eftir hrunið lokaði
McDonalds öllum þremur mat-
sölustöðum sínum á Íslandi. Eig-
endurnir reyndu að spinna það
þannig að með því að breyta um
vöruheiti og nota bara „innlenda
framleiðslu“ myndu skapast tugir
starfa á Íslandi. Þetta var rosa-
lega „2010“ orðfæri. Menn þóttust
vera að „skapa störf“ og „spara
gjaldeyri“. Hvort tveggja eru oft-
ast bara feluorð yfir „óhagræði“
og „höft“. Ég vil minna 2010 og
meira 2007.
Á sínum tíma var það þáverandi
forsætisráðherra Davíð Oddsson
sem keypti fyrsta McDonalds-
borgarann á Íslandi. Það var
viðeigandi. Ég skal játa: Ég
myndi helst vilja búa í landi með
McDonalds. Ekki endilega vegna
þess að ég dýrka matinn þar út
af lífinu heldur vegna þess að ég
held að McDonalds-staður sé vís-
bending um að efnahagsumhverf-
ið sé sæmilega heilbrigt. Ég vil
sjá mynd af Bjarna Ben brosandi
með Big Mac. Þá mun ég vita að
við erum hættir í ruglinu.
Fáum 2007 aftur
Ég vil búa í landi
þar sem fullt af fólki
getur borðað erlent snobb-
kjöt ef það vill.
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Fyrir alls ekki löngu skrif-
aði Andri Snær Magna-
son grein í Fréttablaðið
um þennan umdeilda nýja
veg til Álftaness í gegn-
um Gálgahraunið. Margir
eru á móti þessum fram-
kvæmdum og stofnuð
voru samtök „Hraunavin-
ir“ til verndar svæðinu,
sem þykir afar sérstakt
og með mikla sögu. Ekki
er tekið til greina að stóru
áformin á Álftanesi um
mikla fjölgun íbúa gekk
ekki eftir. Ekki heldur er skoðaður
nægilega vel sá möguleiki að bæta
gamla veginn þannig að öryggi
vegfarenda sé tryggt. Hraðari
og breiðari vegur skal það vera.
Rökstuðningurinn um að friðlýsa
og varðveita Gálgahraun einung-
is að hluta til er ekki nógu sann-
færandi.
Niðurbútun á dýrmætum land-
svæðum hefur slæm jaðaráhrif á
það sem á að vernda og rýrir verð-
mæti svæðisins til muna.
Furðulegt hvað ráðandi
öfl í sveita- og bæjarfélög-
um eru yfirleitt tilkippi-
leg þegar um ný og dýr
umferðarmannvirki er að
ræða. Það er eins og það
að fá styttri og breiðari
vegi til að komast aðeins
hraðar sé mál málanna og
ofar öllum öðrum mála-
flokkum.
Enn eitt mannvirkið
Í Mosfellsbænum er um
svipað dæmi að ræða. Í Leirvogs-
tungu var farið af stað með nýtt
íbúahverfi, auðvitað með stórum
og dýrum einbýlishúsum í anda
2007. Þetta hverfi er tengt með
mislægum gatnamótum við Vest-
urlandsveginn þannig að þar er
mjög greiðfær og góð leið út úr
hverfinu. En ekki nóg með þetta:
Nú skal ráðast í enn eitt kostnað-
arsamt mannvirki og byggja svo-
nefndan Tunguveg út úr Leirvogs-
tunguhverfinu. Þessi vegur mun
stytta leiðina í miðbæjarkjarn-
ann aðeins, en mun þvera mjög
dýrmætt náttúrusvæði. Þarna er
Varmá sem er á náttúruminjaskrá,
þarna er Kaldakvísl og Tungufoss
sem nú nýlega var friðlýstur. Stutt
er í friðlandið að Varmárósum og
innst í Leiruvoginum, sem er einn-
ig á náttúruminjaskrá, er mjög
mikið fuglalíf og margar tegund-
ir að finna sem Ísland ber ábyrgð
á samkvæmt alþjóðasamningum.
Slæmt einkabílabrölt
Hvernig væri að veita íbúum í
Leirvogstungu frekar aðra þjón-
ustu í staðinn fyrir enn eitt
umdeilt umferðarmannvirki?
Sem dæmi má nefna hverfisskóla
og betri almenningssamgöngur.
Hversu mörg ár skyldi vera hægt
að reka slíka þjónustu fyrir and-
virði þess sem Tunguvegurinn og
rekstur hans mun kosta?
Víða í Evrópu eru menn að
skipuleggja íbúahverfi þannig að
einkabílnum er gert erfitt fyrir og
aðrir samgöngumöguleikar eru
skoðaðir. Þannig eru enn fleiri og
breiðari og hraðari vegir ásamt
öllum nýju bílastæðunum stund-
um óþarfir. En við á Íslandi erum
á mörgum sviðum nokkrum ára-
tugum á eftir og kunnum ekki að
plana til lengri tíma. Allt þetta
einkabílabrölt er auðvitað slæmt
og mun fyrr eða síðar enda í blind-
götu.
Ég er að velta fyrir mér hvort
verktakar hafi ekki of mikil áhrif
á ákvarðanatöku í sveita- og bæj-
arfélögum. Ég vildi óska að mínir
skattpeningar færu í eitthvað
annað en ný og dýr umferðar-
mannvirki sem eru kannski ekki
einu sinni nauðsynleg til langs
tíma litið.
Styttri, hraðari, breiðari
UMHVERFIS-
MÁL
Úrsúla
Jünemann
kennari og
leiðsögumaður
AF NETINU
Kulnaðar vonir
Evrópusinna
Formenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks– sem líklegast
er að verði í næstu ríkisstjórn–
hafa báðir sagt að rétt sé að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort halda skuli aðildarviðræð-
um áfram. En hvorugur þeirra
hefur viljað segja hvenær slík
atkvæðagreiðsla á að fara fram.
Þegar þeir eru spurðir að þessu
byrja þeir að flækja málin.
Ástæðan er auðvitað sú að
í raun langar þá afskaplega
lítið að halda þessa þjóðar-
atkvæðagreiðslu– og þeir vilja
fresta henni í lengstu lög. Úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar gætu
náttúrlega verið þau að halda
skuli áfram viðræðum– sem yrði
frekar pínlegt fyrir báða flokk-
ana. Miklu þægilegara er að láta
samningaviðræðurnar einfald-
lega fjara út; þær eru hvort sem
er á ís síðan í vetur.
http://silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason
➜ Við á Íslandi erum á
mörgum sviðum nokkrum
áratugum á eftir og kunnum
ekki að plana til lengri tíma.