Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 50
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 HRYLLI NGS- MYNDA- AÐDÁANDI Sunna Ben var mjög ánægð með að fá að hanna plakat fyrir mynd- ina Repulsion eftir Roman Polanski. Það verður til sýnis og sölu ásamt fleiri vegg- spjöldum í Bíói Paradís á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég sá minnst á þetta framtak í einhverri teiknigrúppu á Facebo- ok og ákvað að bjóða mig fram. Sem betur fer fékk ég mynd sem ég þekki,“ segir Sunna Ben, einn rúmlega tuttugu listamanna sem sýna kvikmyndaplaköt eftir sig í Bíói Paradís á morgun, laugar- dag, klukkan 16. Sýningin er haldin í tengslum við Svarta sunnudaga, vikulegar kvikmyndasýningar sem haldnar hafa verið í Bíói Paradís í vetur. Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum og hafa sígildar myndir, svo kallaðar „költ“-myndir eins og Beyond the Valley of the Dolls eftir Russ Meyer, Psycho eftir Alfred Hitchcock, Ferris Bueller‘s Day Off í leikstjórn John Hughes og margar fleiri, verið á boðstólum fyrir íslenskt kvikmyndaáhuga- fólk í vetur. Enn fremur fengu skipuleggjendur Svartra sunnu- daga listafólk til að gera plaköt til að auglýsa myndirnar á sinn hátt. Kvikmyndin sem Sunna mynd- skreytti er hryllings myndin Repulsion eftir leikstjórann Roman Polanski frá árinu 1965. „Hugleikur bað mig um að myndskreyta Repulsion og ég var ýkt til í það enda finnst mér hún skemmtileg,“ segir Sunna og viður kennir að hún sé ófor- betranleg áhugamanneskja um óhugnanlegar kvikmyndir. „Þegar ég var unglingur horfði ég eingöngu á japanskar og kór- eskar hryllingsmyndir og eyddi miklum peningum í versluninni Nexus í þá iðju. Myndir á borð við The Shining, Rosemary‘s Baby og The Omen eru líka í miklu upp- áhaldi hjá mér.“ Við undirbúning plakatsins horfði Sunna aftur á Repulsion, tók skjámyndir af áhuga verðum atriðum og rissaði niður á meðan á áhorfinu stóð. „Svo valdi ég mjög sjónrænt atriði úr myndinni og vann út frá því. Ég skoðaði líka gömul plaköt sem gerð höfðu verið fyrir myndina á sínum tíma og tók þá ákvörðun að létta aðeins yfirbragðið,“ segir Sunna og bætir við að henni finnist öll plakötin á sýningunni í Bíói Para- dís mjög flott. Þau verða prentuð eftir pöntun í stærðinni 70x100 cm og seld á staðnum. kjartan@frettabladid.is Íslensk plaköt fyrir erlendar kvikmyndir Rúmlega tuttugu íslenskir listamenn hafa hannað veggspjöld fyrir „költ“-myndir sem sýndar hafa verið í Bíó Paradís í vetur. Plakötin verða sýnd á morgun. FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2013 Tónleikar 12.00 Lilja Eggertsdóttir sópran, Kjartan Eggertsson gítarleikari og Anna Hugadóttir víóluleikari flytja létta og sumarlega dagskrá á hádegistónleikum í Háteigskirkju. Almennt miðaverð er 1.000 krónur. Fundir 17.30 Alzheimer-kaffi í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31. Fræðsla frá Þjóðminjasafninu í minningaherberginu, Anna Sigga syngur með okkur og Örn spilar á gítarinn. Kaffi og meðlæti. 500 krónur. Málþing 12.00 Hádegismálstofa Siðfræðistofnunar í samvinnu við Læknadeild Háskóla Íslands um álitaefni í heilbrigðisþjónustu fjallar að þessu sinni um kynáttunarvanda. Málstofan er haldin í stofu 101 í Lögbergi 3. maí og stendur til 13.30. 13.00 Óðfræðifélagið Boðn verður stofnað og málþing haldið í félagið við Málvísindastofnun HÍ og Bókmennta- og listfræðistofnun HÍ í félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15. Tónlist 20.00 Hljómsveitirnar Kiriyama Family og Vök koma fram á Hressó. 21.30 Heimstónlistarklúbburinn stendur fyrir tónleikum með tambouraleikaranum Todor Vasilev á Café Haiti. Á efnisskránni eru eldfjörug búlgörsk þjóðlög. Aðgangseyrir 1.500 kr. 22.00 Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. 22.00 Hljómsveitin Slow Train flytur lög eftir Bob Dylan á Café Rosenberg. Myndlist 16.00 Sýningin Blómabreiður Sissu opnuð á Skörinni, Aðalstræti 10, Reykjavík. Þetta er fyrsta einkasýning Sissu eða Sesselju Valtýsdóttur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabla- did.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Farðu út með krakkana Lára Guðbjörg og Sigríður Arna hafa uppgötvað marga skemmtilega staði í Reykjavík og nágrenni í ævintýraferðum með börnin sín. Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is SKUGGI GEIRFINNS OG GUÐMUNDAR Mamma og pabbi ráku meðferðarheimili Björt Ólafsdóttir er ein af 27 nýjum þingmönnum sem taka sæti á Alþingi í haust. HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi Rúnar Guðbrandsson leikstjóri þekkti krakkana sem voru í aðalhlutverki í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann og kona hans, Birna Hafstein, hafa sett upp leiksýningu um málið. Þau hjónin opnuðu dyrnar fyrir Fréttablaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Allt um fótboltasumarið Pepsi-deildin. Ítarleg umfjöllun um íslenska fótbolta sumarið. Hverjir slá í gegn og hverjir lúta í gras?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.