Fréttablaðið - 03.05.2013, Síða 50
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34
HRYLLI NGS-
MYNDA-
AÐDÁANDI
Sunna Ben var
mjög ánægð með
að fá að hanna
plakat fyrir mynd-
ina Repulsion eftir
Roman Polanski.
Það verður til
sýnis og sölu
ásamt fleiri vegg-
spjöldum í Bíói
Paradís á morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Ég sá minnst á þetta framtak í
einhverri teiknigrúppu á Facebo-
ok og ákvað að bjóða mig fram.
Sem betur fer fékk ég mynd sem
ég þekki,“ segir Sunna Ben, einn
rúmlega tuttugu listamanna sem
sýna kvikmyndaplaköt eftir sig
í Bíói Paradís á morgun, laugar-
dag, klukkan 16.
Sýningin er haldin í tengslum
við Svarta sunnudaga, vikulegar
kvikmyndasýningar sem haldnar
hafa verið í Bíói Paradís í vetur.
Hugleikur Dagsson, Sigurjón
Kjartansson og Sjón standa að
baki Svörtum sunnudögum og
hafa sígildar myndir, svo kallaðar
„költ“-myndir eins og Beyond
the Valley of the Dolls eftir
Russ Meyer, Psycho eftir Alfred
Hitchcock, Ferris Bueller‘s Day
Off í leikstjórn John Hughes og
margar fleiri, verið á boðstólum
fyrir íslenskt kvikmyndaáhuga-
fólk í vetur. Enn fremur fengu
skipuleggjendur Svartra sunnu-
daga listafólk til að gera plaköt til
að auglýsa myndirnar á sinn hátt.
Kvikmyndin sem Sunna mynd-
skreytti er hryllings myndin
Repulsion eftir leikstjórann
Roman Polanski frá árinu 1965.
„Hugleikur bað mig um að
myndskreyta Repulsion og ég
var ýkt til í það enda finnst mér
hún skemmtileg,“ segir Sunna
og viður kennir að hún sé ófor-
betranleg áhugamanneskja
um óhugnanlegar kvikmyndir.
„Þegar ég var unglingur horfði
ég eingöngu á japanskar og kór-
eskar hryllingsmyndir og eyddi
miklum peningum í versluninni
Nexus í þá iðju. Myndir á borð við
The Shining, Rosemary‘s Baby og
The Omen eru líka í miklu upp-
áhaldi hjá mér.“
Við undirbúning plakatsins
horfði Sunna aftur á Repulsion,
tók skjámyndir af áhuga verðum
atriðum og rissaði niður á meðan
á áhorfinu stóð. „Svo valdi ég
mjög sjónrænt atriði úr myndinni
og vann út frá því. Ég skoðaði
líka gömul plaköt sem gerð höfðu
verið fyrir myndina á sínum
tíma og tók þá ákvörðun að létta
aðeins yfirbragðið,“ segir Sunna
og bætir við að henni finnist öll
plakötin á sýningunni í Bíói Para-
dís mjög flott. Þau verða prentuð
eftir pöntun í stærðinni 70x100
cm og seld á staðnum.
kjartan@frettabladid.is
Íslensk plaköt fyrir
erlendar kvikmyndir
Rúmlega tuttugu íslenskir listamenn hafa hannað veggspjöld fyrir „költ“-myndir sem sýndar hafa verið
í Bíó Paradís í vetur. Plakötin verða sýnd á morgun.
FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FÖSTUDAGUR
3. MAÍ 2013
Tónleikar
12.00 Lilja Eggertsdóttir sópran, Kjartan
Eggertsson gítarleikari og Anna Hugadóttir
víóluleikari flytja létta og sumarlega dagskrá
á hádegistónleikum í Háteigskirkju. Almennt
miðaverð er 1.000 krónur.
Fundir
17.30 Alzheimer-kaffi í félagsmiðstöðinni
Hæðargarði 31. Fræðsla frá Þjóðminjasafninu í
minningaherberginu, Anna Sigga syngur með
okkur og Örn spilar á gítarinn. Kaffi og meðlæti.
500 krónur.
Málþing
12.00 Hádegismálstofa Siðfræðistofnunar í
samvinnu við Læknadeild Háskóla Íslands um
álitaefni í heilbrigðisþjónustu fjallar að þessu
sinni um kynáttunarvanda. Málstofan er haldin
í stofu 101 í Lögbergi 3. maí og stendur til
13.30.
13.00 Óðfræðifélagið Boðn verður stofnað og
málþing haldið í félagið við Málvísindastofnun
HÍ og Bókmennta- og listfræðistofnun HÍ í
félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15.
Tónlist
20.00 Hljómsveitirnar Kiriyama Family og Vök
koma fram á Hressó.
21.30 Heimstónlistarklúbburinn stendur fyrir
tónleikum með tambouraleikaranum Todor
Vasilev á Café Haiti. Á efnisskránni eru eldfjörug
búlgörsk þjóðlög. Aðgangseyrir 1.500 kr.
22.00 Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika á
Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8.
22.00 Hljómsveitin Slow Train flytur lög eftir
Bob Dylan á Café Rosenberg.
Myndlist
16.00 Sýningin Blómabreiður Sissu opnuð á
Skörinni, Aðalstræti 10, Reykjavík. Þetta er fyrsta
einkasýning Sissu eða Sesselju Valtýsdóttur.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabla-
did.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Farðu út með krakkana
Lára Guðbjörg og Sigríður Arna
hafa uppgötvað marga skemmtilega
staði í Reykjavík og nágrenni í
ævintýraferðum með börnin sín.
Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is
SKUGGI GEIRFINNS
OG GUÐMUNDAR
Mamma og
pabbi ráku
meðferðarheimili
Björt Ólafsdóttir er ein af
27 nýjum þingmönnum sem
taka sæti á Alþingi
í haust.
HELGARBLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Ómissandi hluti af góðri helgi
Rúnar Guðbrandsson leikstjóri þekkti krakkana sem voru
í aðalhlutverki í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann og
kona hans, Birna Hafstein, hafa sett upp leiksýningu um
málið. Þau hjónin opnuðu dyrnar fyrir Fréttablaðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
Allt um
fótboltasumarið
Pepsi-deildin. Ítarleg
umfjöllun um íslenska
fótbolta sumarið. Hverjir slá
í gegn og hverjir lúta í gras?