Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 58
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42 KÖRFUBOLTI „Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með ein- hverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðs- karla á lager til að taka við ef ein- hver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnum Næstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vell- inum í einu. Landslagið er gjör- breytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leik- menn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Bene- dikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stiga- hæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við regluna Reglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkja- mann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil ham- ingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagrein- ar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlut- verk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“ kolbeinntumi@365.is Barist um íslensku strákana Benedikt Guðmundsson verður í brúnni í Þorlákshöfn næstu tvö árin þrátt fyrir fyrirspurnir annarra félaga. FIMM ÁR Í ÞORLÁKSHÖFN Benedikt tók við Þórsurum árið 2010 og fór með liðið alla leið í úrslit í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allt sem þú þarft... Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 92% lesenda blaðanna Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 64% 8% 28% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012. FÓTBOLTI FH og Stjarnan verða Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 2013 samkvæmt spá forráða- manna, þjálfara og fyrirliða. Þá er reiknað með því að nýliðarnir í báðum deildum fari beina leið niður. - hbg Pepsi-deild karla 1. FH - 404 stig 2. KR - 377 3. Breiðablik - 373 4. Stjarnan - 320 5. Valur - 264 6. ÍA - 213 7. ÍBV - 196 8. Fram - 189 9. Fylkir - 166 10. Keflavík - 121 11. Víkingur - 97 12. Þór - 88 Pepsi-deild kvenna 1. Stjarnan - 268 stig 2. Valur - 261 3. Þór/KA - 241 4. Breiðablik - 233 5. ÍBV - 183 6. FH - 142 7. Selfoss - 113 8. Afturelding - 81 9. HK/Víkingur - 66 10. Þróttur - 62 FH og Stjarnan fagna í haust 2011 Stjarnan endurheimtir titilinn gangi spáin eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.