Fréttablaðið - 03.05.2013, Blaðsíða 58
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42
KÖRFUBOLTI „Það er svolítið síðan
að ég framlengdi. Maður er bara
ekkert að slá um sig með ein-
hverjum Facebook-færslum,“
segir Benedikt Guðmundsson, sem
verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn
næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu
í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur
en meiðsli lykilmanna skömmu
fyrir úrslitakeppnina settu strik í
reikninginn.
„Árangurinn í vetur var betri
en í fyrra þar til við lentum í
meiðslunum. Við erum bara lítið
lið sem reynir að vinna úr sínu.
Við erum ekkert með landsliðs-
karla á lager til að taka við ef ein-
hver meiðist,“ segir Benedikt og
minnir á að lítið megi út af bregða
hjá liðunum í körfunni. Það hafi
sést í úrslitakeppninni þegar
meiðsli útlendinga komu niður á
árangri Keflvíkinga, Snæfellinga
og Stjörnumanna.
Benedikt þjálfaði KR-inga á
árum áður en hann hefur bæði
gert karla- og kvennalið félagsins
að Íslandsmeisturum. Veturinn
var KR-ingum erfiðari en reiknað
var með og bendir flest til þess að
Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit
hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort
KR-ingar hafi hringt í hann segir
Benedikt: „Án þess að ég fari
nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár
fyrirspurnir og gaf þær allar frá
mér.“
Slegist á kjötmarkaðnum
Næstu tvö árin verða karlaliðin í
efstu deild að hafa fjóra íslenska
leikmenn inni á vellinum hverju
sinni. Þótt lið geti sankað að sér
erlendum leikmönnum getur
aðeins einn þeirra verið inni á vell-
inum í einu. Landslagið er gjör-
breytt.
„Nýja reglan býður upp á að
slegist verði um íslenska leik-
menn. Allir eru að ræða við alla,“
segir Benedikt. Hans leikmenn
eru þar ekki undanskildir.
„Allir leikmenn okkar, sem
eru á annað borð komnir upp úr
grunnskóla, hafa fengið símtal
einhvers staðar frá,“ segir Bene-
dikt. Heyrst hefur að hann beri
víurnar í Tómas Tómasson, stiga-
hæsta leikmann Fjölnis, sem féll
úr deildinni í vetur.
„Það skýrist vonandi á allra
næstu dögum en við erum ekkert
þeir einu í sambandi við hann,“
segir Benedikt. Greinilegt er að
körfuboltaþjálfarar landsins eru
mikið í símanum þessa dagana.
„Lið gætu lent undir á þessum
kjötmarkaði og farið illa. Þetta er
barátta og við þurfum að taka þátt
í henni ef við ætlum að vera með
samkeppnishæft lið.“
Kostir og gallar við regluna
Reglur um fjölda útlendinga hafa
breyst reglulega undanfarin ár. Í
vetur voru takmörk sett við tvo
erlenda leikmenn. Þar áður mátti
aðeins vera með einn Bandaríkja-
mann en fleiri evrópska leikmenn.
Benedikt segist sjá kosti og galla
við nýju regluna.
„Það verður gaman að prófa
þetta en reglan er ekki að hjálpa
liðunum úti á landi og lítil ham-
ingja með regluna þar,“ segir
Benedikt. Hann minnir á að það
sé sama til hvaða íþróttagrein-
ar sé litið. Á landsbyggðinni spili
erlendir leikmenn alltaf stór hlut-
verk.
„Svona verður þetta næstu
árin og menn verða bara að finna
leiðir.“ kolbeinntumi@365.is
Barist um íslensku strákana
Benedikt Guðmundsson verður í brúnni í Þorlákshöfn næstu tvö árin þrátt fyrir fyrirspurnir annarra félaga.
FIMM ÁR Í ÞORLÁKSHÖFN Benedikt tók við Þórsurum árið 2010 og fór með liðið alla leið í úrslit í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Allt sem þú þarft...
Yfirburðir
Fréttablaðsins
staðfestir!
Auglýsing í
Fréttablaðinu
nær til yfir
92%
lesenda
blaðanna
Lesa bæði
Fréttablaðið og
Morgunblaðið
Lesa bara
Morgunblaðið
Lesa bara
Fréttablaðið
64% 8%
28%
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað
landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila
sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup
sýnir ótvírætt.
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup.
18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012.
FÓTBOLTI FH og Stjarnan verða
Íslandsmeistarar í knattspyrnu
árið 2013 samkvæmt spá forráða-
manna, þjálfara og fyrirliða. Þá
er reiknað með því að nýliðarnir
í báðum deildum fari beina leið
niður. - hbg
Pepsi-deild karla
1. FH - 404 stig
2. KR - 377
3. Breiðablik - 373
4. Stjarnan - 320
5. Valur - 264
6. ÍA - 213
7. ÍBV - 196
8. Fram - 189
9. Fylkir - 166
10. Keflavík - 121
11. Víkingur - 97
12. Þór - 88
Pepsi-deild kvenna
1. Stjarnan - 268 stig
2. Valur - 261
3. Þór/KA - 241
4. Breiðablik - 233
5. ÍBV - 183
6. FH - 142
7. Selfoss - 113
8. Afturelding - 81
9. HK/Víkingur - 66
10. Þróttur - 62
FH og Stjarnan
fagna í haust
2011 Stjarnan endurheimtir titilinn
gangi spáin eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL