Fréttablaðið - 03.05.2013, Page 12

Fréttablaðið - 03.05.2013, Page 12
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 30% kynningarafsláttur ht.is REYKJANESBÆR • SELFOSS • HÚSAVÍK • AKUREYRI • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK VIÐSKIPTI Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutnings- fyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunar- ráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en al gengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfu- harða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolin- mæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs. thorgils@frettabladid.is Mikil tækifæri í Kína fyrir þá þolinmóðu Forstjóri Icelandic Group segir afnám tolla á íslenskar sjávarafurðir til Kína bera með sér mikil tækifæri. Vöxtur síðustu ára hafi skapað sterka millistétt sem velur úrvalsafurðir. Þolinmæði og fjárfesting á kínverskum markaði sé þó lykilatriði. TÆKIFÆRI Í FRÍVERSLUNARSAMNINGI Forstjóri Icelandic Group segir mikil tækifæri felast í bættum aðgangi að kínverska markaðinum líkt og samið var um í fríverslunar- samningi sem undirritaður var á dögunum. Þolinmæði og fjár- festing geti borið ríkulegan ávöxt. SAMFÉLAGSMÁL Sala á arm böndum til styrktar ADHD-samtökunum hófst í gær en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, keypti fyrsta armbandið við formlega athöfn á Bessastöðum. Salan á armböndum er liður í fjáröflun samtakanna en um leið er vakin athygli á starfi sam- takanna og stöðu einstaklinga með ADHD. Armböndin eru svört og úr gúmmí með áletrun ADHD-sam- takanna. Á armböndunum er einnig að finna „geimstein“ en samkvæmt tilkynningu frá sam- tökunum á hann að „vísa til þess jákvæða, góða og fallega sem býr í okkur öllum“. Sala armbandanna er einn liður í margþættum viðburðum sem efnt er til á afmælisárinu en ADHD-samtökin fagna 25 ára afmæli í ár. - hó ADHD-samtökin fagna 25 ára afmælisári sínu: Forsetinn keypti fyrsta armbandið MEÐ ARMBÖNDIN Björk Þórarinsdóttir, formaður stjórnar ADHD-samtakanna, Ólafur Ragnar Grímsson og Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD, á Bessastöðum í gær. Þarna eru mikil tæki- færi fyrir þá sem hafa þolin- mæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar. Magnús Bjarnason, forstjóri Iceland Group

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.