Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 2
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Helgi, ertu þá orðinn lögsögu- maður Íslendinga? „Það veit ég ekki, en ég get allavega „gædað“ menn um vegi rétt- vísinnar.“ Helgi Jóhannesson er nú bæði leiðsögu- maður og lögmaður á Lex eftir að hafa lokið námi við Leiðsöguskólann. DANMÖRK Frank Jensen, yfir- borgar stjóri Kaupmanna hafnar, vill að borgin fái heimild til að selja hass. Hann telur að með þessu megi auka tekjur borgarinn- ar um mörg hundruð milljónir á hverju ári. Þetta kemur fram á vef dagblaðsins Jyllands Posten. Peningana vill Jensen meðal annars nota til að efla forvarnar- starf gegn fíkniefnum. Minnihlut- inn í borgarstjórn gagnrýnir tillög- una og telur að með því að lögleiða hass aukist fíkniefnavandinn. - hks Ný tekjulind fyrir Köben: Borgarstarfs- menn selji hass SPURNING DAGSINS Smurostar við öll tækifæri ms.is ... ný bragðtegund H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A - 1 1- 05 09 H VÍ TA H Ú SSI Ð / SÍ A - 1 1- 05 09 Ný bragðtegund með pizzakryddi Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréttinn ... brauðréttinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið PÓLLAND, AP 33 ára gamall Pólverji fékk grætt á sig nýtt andlit aðeins þremur vikum eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi sem eyðilagði andlit hans. Aldrei mun hafa liðið svo skammur tími milli slyss og ágræðslu á andliti. Venjulega tekur mánuði eða ár að undirbúa svo umfangsmiklar aðgerðir eins og andlitságræðslu. Læknar sögðu hins vegar að ástandi mannsins hefði hrakað svo hratt að ágræðsla hafi verið eina bata vonin. Hann gat hvorki andað né nærst sjálfur vegna skemmda á munni og beinum. Aðgerðin var gerð 15. maí og tók 27 klukkustundir. „Við gerum ráð fyrir því að aðgerðin geri sjúklingnum kleift að eiga eðlilegt líf á ný,“ sagði skurðlæknirinn Adam Maciejewski um batahorfurnar. Þó er enn mikil hætta á að hann fái sýkingar, og er hann því í einangrun. - þeb Pólverji fékk nýtt andlit og bein þremur vikum eftir slys: Aldrei sneggri við andlitságræðslu NÝTT ANDLIT Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en spítalinn sendi fjöl- miðlum þessa mynd í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Kennslanefnd ríkislögreglustjóra lauk í gær störfum sínum við rannsókn mannabeina sem fundust við Kaldbaksvík á Ströndum. Maðurinn hét Gunnar Gunnars son og var fæddur árið 1962. Gunnar féll útbyrðis af Múlabergi SI-22, djúpt út af Húnaflóa þann 12. desember 2012. Ættingjum Gunnars var tilkynnt um niðurstöðu rannsóknar innar í gær. - mlþ Maðurinn sem fannst látinn: Féll útbyrðis af Múlabergi SI-22 DÓMSMÁL „[S]tefna máls þessa er sögð hafa verið birt á heimili stefnda klukkan 21.18 að kvöldi föstudagsins 5. október 2012 fyrir einhverjum Gunnari Birkissyni, sem er sagður hafa verið staddur þar. Stefndi kannast ekkert við þennan Gunnar Birkisson.“ Svo segir í greinargerð Sigur- jóns Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum og tveimur öðrum fyrr- verandi starfsmönnum, Stein- þóri Gunnarssyni og Yngva Erni Kristinssyni. Í málinu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær, er þremenning- unum stefnt til að greiða þrota- búi Landsbankans 1,2 milljarða vegna kaupa bankans á bréfum í bankanum sjálfum, Eimskipum og Straumi frá nóvember 2007 og fram í júlí 2008. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður Sigurjóns, byggir meðal annars á því í greinargerð sinni vegna málsins að krafan sé í raun fyrnd, enda hafi stefn- an ekki verið birt Sigurjóni með lögmætum hætti síðasta haust. Fram kemur á birtingarvott- orði stefnunnar að áðurnefndur Gunnar Birkis- son hafi tekið við stefnunni á heimili Sigurjóns að Granaskjóli. Sigurjón kveðst sem áður segir ekki kannast við manninn, sem hafi aukinheldur ekki haft sam- band við hann til að koma á hann stefnunni. Þá segir í greinargerðinni að Sigurjón hafi verið erlend- is ásamt fjölskyldu sinni þegar stefnan eigi að hafa verið birt, húsið mannlaust og að af upptök- um úr öryggismyndavélum að dæma hafi enginn komið að hús- inu þennan dag. - sh Sigurjón Þ. Árnason fullyrðir að stefna slitastjórnar Landsbankans hafi verið birt óviðkomandi manni: Stefndi kannast ekkert við þennan Gunnar SIGURJÓN Þ. ÁRNASON EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn stærstu líf- eyrissjóða landsins eru svartsýnir á að það takist að afnema gjaldeyrishöftin á næstu árum. Einungis um tólf prósent forsvarsmanna lífeyrissjóða telja að þeir fái á ný heimild til erlendra fjár- festinga á næstu fimm árum. Um þetta var fjallað í Markaðs- punktum greiningardeildar Arion banka í gær. Sagði greiningar deildin þar frá niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var meðal forsvarsmanna lífeyrissjóðanna í nóvember í tengslum við meistaraverkefni Elvars Inga Möller, starfs- manns greiningardeildarinnar, frá viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Leiddi könnunin í ljós að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóða landsins, sem saman- lagt ráða yfir um 85% af hreinni eign sjóðanna, telja mjög ólíklegt að þeir fái að nýju heimild til erlendra fjárfestinga. Þóttu um 4% líkur á því að heimildin fengist á næstu þremur árum, um 12% líkur á því að heimildin fengist á næstu fimm árum og tæplega 45% líkur á því að heimildin fengist á næstu tíu árum. Mikilvægt er fyrir lífeyrissjóði að geta fjárfest erlendis út frá áhættu- dreifingarsjónarmiðum en hlutfall erlendra eigna lífeyris sjóðanna hefur lækkað jafnt og þétt eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á. - mþl Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna telja ólíklegt að höftin verði losuð næstu ár: Svartsýnir á brátt afnám hafta REYKJAVÍK „Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vöru- merkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli máls- ins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykja- vík sem eiga Loft Hostel í Banka- stræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sig- ríðar einkarétt á nafninu „Loft“ innan veitingageirans. Í miðborg Reykjavíkur eru tveir aðrir stað- ir með „Loft“ í nafni sínu, það eru barinn Loftið við Austurstræti og menningarstofan Harbour Loft í Hafnar stræti, sem er í eigu Val- geirs Guðjónssonar tónlistar- manns og eiginkonu hans, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þau vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þeim þætti krafa farfuglaheimilisins fáránleg og ekki stæði til að breyta nafni staðarins. Steinbergur Finnsson er lög- maður eigenda Loftsins. Hann segir einnig að krafan sé furðu- leg og tæplega svaraverð. Loftið hyggist ekki skipta um nafn. „Það eru engin rök sem gætu réttlætt þessar hugmyndir þeirra. Þetta er væntanlega gert á grundvelli ruglingshættu en Loft og Loftið eru ekki einu sinni sama orðið. Hvað eru þau hrædd við, að fólk sem ætli að gista hjá þeim komi óvart og fái sér kokkteil hjá Loftinu í staðinn? Ég skil eigin- lega ekkert í þessu,“ segir Stein- bergur. Einkaleyfi eru gerð til að vernda tæknilega útfærslu á hugmyndum, búnaði og afurðum en einnig aðferðum eða notkun þeirra. Með einkaleyfi frá Einka- leyfastofu er hægt að vernda upp- finningar í allt að 20 ár. Einka- leyfaréttur gefur eiganda rétt til þess að banna öðrum að fram- leiða, flytja inn og selja uppfinn- ingu sem vernduð er með einka- leyfi. Sigríður segir það ekki ósann- gjarna kröfu að Loftið og Harbour Loft breyti nafni sínu. „Miðbærinn er lítill og við megum ekki rugla kúnnann. Það er ekki að ástæðulausu að við sóttum um þetta á sínum tíma og við höfum gert hlutaðeigandi grein fyrir málum. Því hefur ekki verið svarað svo nú könnum við stöðu okkar gagnvart þeim,“ segir Sigríður. maria@frettabladid.is Deila um Loft í 101 Eigendur Loft Hostel í Bankastræti segjast eiga einkarétt á nafninu Loft. Þeir eru ósáttir við að Loftið og menningarstofan Loft Harbour noti einnig nafnið. Þeir fara fram á breytingu hjá hinum stöðunum. „Fásinna“ segir lögfræðingur Loftsins. LOFTIÐ Barinn er í Austurstræti. Lög- fræðingur Loftsins segir að ekki standi til að skipta um nafn. FARFUGLAHEIMILI Loft Hostel var opnað fyrir skömmu og á rétt á nafninu Loft. HARBOUR LOFT Menningarstofa í eigu hjónanna Valgeirs Guðjónssonar og Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.