Fréttablaðið - 23.05.2013, Síða 32
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4
Sýningin Nordic Design Today var hluti af framlagi Hönnunarsafns Íslands á HönnunarMars í vor en
sýningin kemur frá hönnunarsafni Svía,
Röhsska. Sýningunni lýkur nú á sunnu-
daginn og verður boðið upp á leiðsögn
um sýninguna klukkan 14 á sunnudag.
Sex norrænir samtímahönnuðir
eiga verk á sýningunni og eiga það
sameiginlegt að hafa hlotið hin virtu
hönnunarverðlaun Torsten och Wanja
Söderbergspris. Verðlaunin eru veitt
einu sinni á ári til hönnuðar á Norður-
löndunum sem þykir skara fram úr og
er verðlaunaféð 20 milljónir króna. Þeir
hönnuðir sem eiga verk á sýningunni
eru Front hönnunarteymið frá Svíþjóð
sem hlaut verðlaunin árið 2010, Harri
Koskinen frá Finnlandi en hann hlaut
verðlaunin árið 2009, Henrik Vibskov
frá Danmörku, verðlaunahafi ársins
2011, Sigurd Bronger frá Noregi sem
hlaut verðlaunin árið 2012 og íslensku
hönnuðirnir Steinunn Sigurðardóttir
og Sigurður Gústafsson. Steinunn hlaut
verðlaunin árið 2008 en Sigurður árið
2003. Árið 1999 voru veitt verðlaun
fyrir umfjöllun um hönnun og hlaut þau
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og
þá safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Hönnuðirnir á sýningunni starfa á
sviði fatahönnunar, skartgripahönnunar
og vöru- og húsgagnahönnunar.
■ heida@365.is
NORRÆN HÖNNUN
SÍÐUSTU FORVÖÐ Sýningunni Nordic Design Today á Hönnunarsafni Íslands
lýkur á sunnudag. Þar sýna sex norrænir hönnuðir sem allir hafa hlotið hin
virtu verðlaun Torsten och Wanja Söderbergspris. Meðal sýnenda eru Stein-
unn Sigurðar dóttir fatahönnuður, Sigurður Gústafsson húsgagnahönnuður og
sænska hönnunar teymið Front. Leiðsögn verður um sýninguna á sunnudaginn.
SÍÐUSTU FORVÖÐ
Sýningunni lýkur á
sunnudag í Hönnunar-
safni Íslands. Boðið
verður upp á leiðsögn
klukkan 14.
MYNDIR/ANNA MARÍA SIGUR-
JÓNSDÓTTIR
HENRI VIBSKOV Skófatnaður eftir danska
hönnuðinn Henri Vibskov. STEINUNN Sigurðardóttir fatahönnuður hlaut Söderbergverðlaunin árið 2008.
FRONT Sænska hönnunarteymið Front hlaut verðlaunin árið
2010.
SIGURD BRONGER Skartgripahönnuðurinn Sigurd Bronger fer óhefð-
bundnar leiðir í hönnun sinni. Hann hlaut verðlaunin árið 2012.
■ ÁRANGUR
Margar konur velta því fyrir sér hvenær best sé að byrja að nota
svokölluð hrukkukrem. Amy Eisinger, ritstjóri
heimasíðu AOL, segir að hún hafi
byrjað að nota hrukkukrem þegar
hún var 23 ára, nú sé hún 28. Hún
ber á sig slíkt krem áður en hún fer
í háttinn á kvöldin. Tekið er eftir
því hversu falleg húð hennar er.
Margir sérfræðingar segja að ekki
eigi að nota slík krem undir 35 ára.
Mikilvægara sé að nota alltaf góða
sólarvörn.
HRUKKUKREM Á ÞRÍTUGSALDRI
Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein
– eða ertu starfandi í ferðaþjónustu?
Kynntu þér spennandi nám sem býður upp á mörg tækifæri og möguleika
Innritun lýkur 31. maí
STARFSTENGT FERÐAFRÆÐINÁM
Ferðamálaskólinn sími: 594 4020
Ævintýralegur
starfsvettvangur
FERÐAMÁLA
SKÓLINN
WWW.MK.IS
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín