Fréttablaðið - 23.05.2013, Side 50
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
Verk eftir nær 100 listamenn
MENNING
ÚTGÁFUGLEÐI!
Verið velkomin að fagna útgáfu
bókar okkar Markþjálfun,
í dag 23. maí kl. 17 í Eymundsson
Austurstræti, 3. hæð.
Léttar veitingar
Útgáfutilboð á bókinni
Allir velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur
Matilda Gregersdotter
Arnór Már Másson
Haukur Ingi Jónasson
og starfsfólk
Forlagsins 1 kr.
sendingagjald í
takmarkaðan tíma!
Frá árinu 2010 hafa myndlistar-
konurnar og systurnar Sara og Svan-
hildur Vilbergsdætur lagt stund á svo-
nefnda dúettmálun, sem felur í sér að
þær mála tvíhent á striga. Þær taka
þátt í tveimur sýningum á Listahátíð
í Reykjavík í ár sem báðar verða opn-
aðar á laugardag: portrett-samsýning-
unni Augliti til auglitis í Listasafni ASÍ
og útisýningunni Undir berum himni í
Þingholtunum og á Skólavörðuholti.
Verk þeirra á síðarnefndu sýning-
unni er líkan af húsi Sólons í Slunka-
ríki (1860 til 1931), sveitunga þeirra
systra á Ísafirði.
„Sólon var skemmtilegur furðukarl
sem vildi hafa húsið sitt úthverft, það er
að segja veggfóðrið og skrautið átti að
snúa svo allir gætu notið þess en báru-
járnið var innandyra,“ segir Sara en
þær systur voru í óðaönn að setja upp
líkanið við Skólavörðustíg 35 þegar
Fréttablaðið hitti á þær. „Á efri árum
hrinti Sólon þessari hugmynd sinni í
framkvæmd en entist ekki ævin til að
ljúka henni; bárujárnið var komið upp
að innan en það átti eftir að veggfóðra
húsið að utan og setja upp skrautmuni.“
Sara segir að þeim systrum hafi þótt
hugmyndin of skemmtileg til að fylgja
henni ekki eftir og um leið halda minn-
ingu Sólons á lofti.
„Maður verður ekki mikið var við
svona fólk nú til dags, ætli það sé ekki
bara haft inni á stofnunum.“
Systurnar gerðu ekki bara líkan
af húsi Sólons, heldur húsráðandan-
um sjálfum, sem verður inni í húsinu
ásamt ýmsum munum. Vegfarendur á
Skólavörðustíg munu því geta gægst
inn um gluggann og virt hann fyrir
sér. En óttast þær ekki að húsið verði
fyrir skemmdum?
„Nei, við trúum ekki að nokkur mann-
eskja leggi í það, Sólon var heljarmenni
að burðum, gat unnið á við fjóra og hann
situr inni í skúrnum! Vei þeim sem
reynir að raska ró hans. Vonandi verða
veðurguðirnir okkur hliðhollir líka.“
Systurnar vona að líkanið að Slunka-
ríki sé aðeins vísirinn að stærra
verkefni.
„Draumurinn er að geta einn daginn
byggt hús í fullri stærð eins og Sólon
sá það fyrir sér. Það væri dásamlegt að
geta klárað verkið sem hann byrjaði á
en auðnaðist ekki að ljúka því.“
bergsteinn@frettabladid.is
Vei þeim sem raskar
ró Sólons í Slunkaríki
Sólon í Slunkaríki hreiðrar um sig á Skólavörðustíg í sumar í innsetningu
systranna Söru og Svanhildar Vilbergsdætra. Þær hafa lagt stund á dúettmálun
síðan 2010 og dreymir um að endurgera Slunkaríki Sólons í fullri stærð.
SARA OG SVANHILDUR Systurnar eru í þann mund að koma Sólon fyrir í húsi sínu við Skólavörðustíg. Þar ætlar hann að hafast
við fram í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Portrett af Stefáni frá Möðrudal, Stórval, verður framlag þeirra Svan-
hildar og Söru Vilbergsdætra á samsýningunni Augliti til auglitis,
sem verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardag.
Á sýningunni, sem stendur til 23. júní, eru portrett eftir eldri
listamenn sem og samtímalistamenn, þekkta og lítið þekkta.
Þar eru sýnd öndvegisverk og önnur sem hafa lifað skuggatilveru í
geymslum og skúmaskotum, hefðbundin hvítflibbaportrett og sam-
tímalegir útúrsnúningar.
Verkin sýna öll nafngreinda einstaklinga í ýmsum birtingar-
myndum; málverkum, teikningum, þrívíðum verkum, myndbands-
verkum og hljóðverkum.
Sýningarstjórar eru Steinunn G. Helgadóttir og Kristín G.
Guðnadóttir.
Dúósystur mála Stórval
„Baráttumál, starfsaðstæður og
langur og strangur ævi ferill ljós-
móður eru viðfangsefni sýning-
ar sem opnuð verður í Húsinu á
Eyrarbakka á morgun, 24. maí
og nefnist Ljósan á Bakkanum.
Sýningin fjallar um líf og störf
Þórdísar Símonar dóttur, ljós-
móður á Eyrarbakka 1883-1926.
Þar eru líka ýmsir munir frá
henni sjálfri sem Eiríkur Guð-
mundsson í Hátúni á Eyrar-
bakka gaf safninu fyrir ári,“
lýsir Lýður Pálsson, safnstjóri
Byggðasafns Árnesinga, en
sýningin er samstarfsverkefni
byggðasafnsins, Brúarsmiðjunn-
ar og Eyrúnar Ingadóttur, sagn-
fræðings og höfundar bókarinn-
ar Ljós móðirin.
Sýningin er í borðstofu Húss-
ins á Eyrarbakka, hinu gamla
og virðulegu kaupmannssetri,
byggðu 1745, og er opin alla
daga frá 11 til 18 fram til 15.
september. - gun
Líf og störf Ljósunnar
á Bakkanum
Sýningin Ljósan á Bakkanum verður opnuð á
morgun í Húsinu á Eyrarbakka. Þar er brugðið ljósi á
æviferil Þórdísar Símonardóttur ljósmóður.
SÝNINGARGRIPIR Í kistu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður eru blóðtökusett og
stólpípur. MYND/LÝÐUR PÁLSSON
Undir berum himni er útisýning nær eitt hundrað innlendra
og erlendra listamanna í almannarýminu í Þingholtunum og
Skólavörðuholtinu. Sýningin spannar þverskurð af íslensku listalífi
og býður tækifæri til að berja augum afurðir margra af þekktari
mynd list ar mönnum þjóð ar innar og nokkurra sem eru að stíga
fyrstu skrefin.
Aldrei hafa fleiri mynd list armenn sýnt saman á úti sýningu hér
á landi.
INNBÚ EÐA ÚTBÚ? Sara og Svanhildur útbjuggu líka líkan af Sóloni, sem
hefst við inni í húsinu í sumar.