Fréttablaðið - 23.05.2013, Page 54

Fréttablaðið - 23.05.2013, Page 54
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Frönsku rafpoppararnir í Daft Punk hafa komið eins og storm- sveipur inn í tónlistarheiminn með sinni nýjustu plötu, Random Access Memories, heilum átta árum eftir að síðasta hljóðvers- plata, Human After All, kom út. Auglýsingaherferðin til að kynna plötuna virðist hafa geng- ið fullkomlega upp en fyrst og fremst var það smáskífulagið vinsæla Get Lucky með Pharrell Williams sem setti tóninn. Þeir Thomas Bangalter og Guy- Manuel de Homem-Christo úr Daft Punk byrjuðu að prufa sig áfram með nýtt efni er þeir voru vinna að tónlistinni við kvik- myndina Tron: Legacy. Þeir voru óánægðir með prufuupptökurnar sem þeir gerðu, þar sem hljóð- gervlar voru áberandi, og ákváðu í staðinn að notast við hefðbundin „lifandi“ hljóðfæri. Til þess réðu þeir til sín í fyrsta sinn hljóðvers- spilara til að vinna með sér, þar á meðal trommara. Einnig vildu þeir takmarka notkun „sampla“ og notuðu þau eingöngu í loka- laginu Contact. Þeir vildu búa til heildstætt verk sem færi með hlustandann í ferðalag og ákváðu að sækja í sarp áttunda og níunda áratugarins hvað varðar hljóm og upptökutækni. Fleiri gestir voru fengnir til að leggja sitt af mörkum, þar á meðal Panda Bear, Julian Casablancas úr The Strokes, Chilly Gonzales, Paul Williams og Nile Rodgers, auk Pharrells Williams. Útkoman er blanda af eldri tón- list á borð við diskó, progg og fönk í bland við nútímadanstónlist. Síendurteknu taktarnir eru fjar- verandi og í staðinn er hljómurinn orðinn meira lifandi og mýkri en áður og ekki eins vélrænn. Gagnrýnendur hafa tekið Random Access Memories fagn- andi og greinilegt að Daft Punk hefur snúið aftur með stæl eftir langa fjarveru. Q gefur henni fullt hús stiga eða fimm stjörnur og NME gefur henni einnig fullt hús, eða 10 af 10 mögulegum. Pitchfork gefur henni 8,8 af 10 og The Guardian, Rolling Stone og The Independent fjórar stjörnur af fimm. Óvíst er hvort Daft Punk fari í tónleikaferð til að fylgja plöt- unni eftir. „Af nokkrum ástæð- um höfum við ekki áhuga á tón- leikaferð akkúrat núna. Við erum nýbúnir að eyða fimm árum í þessa plötu þar sem við reyndum að blása lífi aftur í listina við að hljóðrita,“ sagði umboðsmaður þeirra, Paul Hahn, í viðtali við BBC Radio 1. „Við viljum að þessi plata hafi menningarleg og list- ræn áhrif.“ freyr@frettabladid.is Ferskir og mjúkir vindar úr fortíðinni Fjórða plata rafpopparanna í Daft Punk, Random Access Memories, er komin út. DAFT PUNK Hljómsveitin Daft Punk hefur gefið út plötuna Random Access Memories. NORDICPHOTOS/GETTY Um vélmennaútlit Daft Punk segir Thomas Bangalter í viðtali við Rolling Stone: „Við höfum áhuga á línunni á milli skáldskapar og veruleika og að búa til þessar skálduðu persónur sem eru til í raun og veru. Við viljum einnig tengja tónlist Daft Punk við hið sjónræna og glyskennda popp sem Kraftwerk, Ziggy Stardust og Kiss eru þekkt fyrir. Fólk hélt að hjálmarnir væru markaðstæki en okkur fannst þeir frekar vera vísindaskáldskapar- glys.“ Guy Manuel de Homem-Christo segir ágætt að vera ekki áberandi sjálfur og því sé gott að vera með hjálmana. „Við erum ekki skemmtikraftar, við erum ekki fyrirsætur. Mannkynið hefði ekki gaman af því að sjá útlínur okkar en fólki finnst vélmennin áhugaverð.“ Á milli skáldskapar og veruleika Ýmsir - This Is Icelandic Indie Music The National - Trouble Will Find Me Jóhann Kristinsson - Headphones Í spilaranum Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 16.5.2013 ➜ 22.5.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Daft Punk / Pharrell Get Lucky 2 Justin Timberlake Mirrors 3 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 4 Robin Thicke Blurred Lines 5 Valdimar Beðið eftir skömminni 6 Eyþór Ingi Ég á líf 7 Retro Stefson She Said 8 Emmelie de Forest Only Teardrops 9 Mammút Salt 10 Imagine Dragons Radioactive Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir Eurovision Song Contest 2013: Malmö 2 Ýmsir Pottþétt 59 3 Bubbi Morthens Stormurinn 4 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 5 Ýmsir Gleðibankinn: 25 ár í Eurovision 6 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 7 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 8 Retro Stefson Retro Stefson 9 John Grant Pale Green Ghosts 10 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menn- ingunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfæra- húsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast. Maðurinn sem braut niður dyrnar Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél 20% afsláttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.