Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 22 M ig langaði til að verða sjálfrar mín herra,“ segir Sigga Foss, sem var menntaður mjólkur fræðingur þegar hún ákvað að fylgja hjartanu og hefja nám við Fóta-aðgerðaskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist í fyrravor.„Mér þótti það spennandi tilhugsun að vinna með fólki og takast á við áhugavert nám. Það kom á óvart hversu krefjandi námið var, skemmtilegt og vel upp byggt. Mórallinn var góður, námið metnaðarfullt og gott að leita til kennaranna,“ segir Sigga sem nú nýtur sín á nýjum starfs-vettvangi. „Fótaaðgerðafræðingar sinna fótum og fást við vandamál eins og vörtur, líkþorn, inngrónar neglur, sigg og fleira. Þá geta þeir leiðbeint skjólstæðingum sínum ef auðsýnt er að þeir þurfi innlegg eða smáhlífar til stuðn-ings og við hjálpum sykursjúkum og gigtarsjúklingum að halda fótum sínum góðum, sem er afar mikilvægt,“ útskýrir Sigga. Að námi loknu sækja nem-endur um löggildingu hjá Emb-ætti landlæknis og geta þá hafið störf. „Ég opnaði draumastofuna;mína eigi f FYLGDI HJARTANUFÓTAAÐGERÐASKÓLI ÍSLANDS KYNNIR Draumur Siggu Foss rættist þegar hún opnaði eigin fótaaðgerðastofu eftir útskrift sem fótaaðgerðafræðingur. SANNUR FÓ VEKUR ATHYGLIBreska fyrirsætan Cara Delevingne, sem er tvítug, hefur náð miklum frama innan tískuheimsins. Hún hefur meðal annars sýnt fyrir Chanel og Dolce Gabbana. Í fyrra var hún kjörin fyrirsæta ársins á bresku tískuverðlaunahátíðinni. Eftir henni var tekið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 20% afsláttur af ZEITLOS by LUANA Kjólar - Túnikur Bolir - Jakk FEVER sundbolur áður kr. 13.850,- NÚ KR. 9.695.- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14 SUNDFATNAÐUR Á 30 % AFSLÆTTI Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐFæst eingöngu hjá IV V h an du nn ið f rá Ít al íu ÖRYGGISFATNAÐURFIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2013 2 SÉRBLÖÐ Öryggisfatnaður | Fólk Sími: 512 5000 30. maí 2013 125. tölublað 13. árgangur MENNING Katrín Sigurðardóttir sýnir innsetninguna Undirstöðuna í þvotta- húsi gamallar hallar í Feneyjum. 36 SPORT Jón Arnór Stefánsson elskar lífið í Zaragoza og er klár fyrir stór- leikinn gegn Real Madrid í kvöld. 54 Í tilefni af opnum Freebird Spread the Love...WWW.FREEBIRDCLOTHES.COM Laugavegi 46 s:571-8383 freebird 20 % afsláttur fimmtudag til laugardags Gjafakortið er vinsæl útskriftargjöf Opið til 21 30. MAÍ–2. JÚNÍ Golfkynningar, leikir og tilboð. SKOÐUN Útskriftargjöf sem gefur gerir öðrum kleift að ljúka námi, skrifar Bjarni Gíslason. 22 REYKJAVÍK Fortakslaust bann verð- ur sett á byggingu háhýsa á svæð- inu innan Hringbrautar í Reykja- vík, samkvæmt nýju aðalskipulagi borgarinnar. Hús þar mega ekki vera hærri en fimm hæðir. Þá verður hverfisvernd sett á svæðið í því skyni að vernda einkenni þess. Drög að aðalskipulagi Reykja- víkur 2010 til 2030 verða kynnt í borgarráði í dag. Dagur B. Eggerts son, formaður borgarráðs, segir að með því verði staðfest að Reykjavík verði ekki háhýsaborg. Umrædd hverfisvernd slái nýjan tón í húsverndarmálum. „Húsvernd í Reykjavík, og kannski á Íslandi almennt, var lengi vel kannski fyrst og fremst vernd á einstökum húsum, byggð- um á tilteknum tíma eða teiknuð- um af tilteknum arkítekt. Þarna erum við að vernda heilt svæði vegna einkenna þess. Ekki bara einstök hús, heldur líka borgar- myndina, götumyndina og svo svipmótið.“ Lögð verður áhersla á að upp- bygging sem þegar hefur verið leyfð og á þeim svæðum sem til séu í eldra skipulagi, sé í góðu samspili við það sem fyrir er. „Það er hins vegar alveg fortaks- laust að í þessu felst að raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig bygginga- reitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan. Við erum að segja að þessi sögulegi kjarni í Reykjavík hafi gildi eins og hann er og við erum að segja að Reykja- vík sé ekki háhýsaborg.“ Dagur segir þetta þýða að ekki verði reistar nýjar blokkir eins og í Skuggahverfinu, en þær hafa verið mjög umdeildar. Almennt verði háhýsi ekki heimiluð í borg- inni nema að ákveðnum kröfum og skilyrðum uppfylltum. Lág- reistar byggingar eigi að einkenna Reykjavík. - kóp Háhýsi bönnuð í miðborginni Hverfisvernd verður sett á miðborgina innan Hringbrautar samkvæmt nýju aðalskipulagi. Byggðarmynd og gatnaskipulag verða vernduð. Fortakslaust verður að hús á svæðinu verði ekki hærri en fimm hæðir. Heildstæð stefna um hæðir húsa verði hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur á hverjum tíma. Stefnan taki mið af sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og mann- gerðra. Við gerð hverfis- og deiliskipulags og mat á einstökum byggingar- umsóknum skal ávallt leggja til grundvallar stefnu um hæðir húsa. Úr drögum að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Stefna um hæðir húsa Bolungarvík 7° A 7 Akureyri 13° A 4 Egilsstaðir 13° SA 5 Kirkjubæjarkl. 7° A 6 Reykjavík 8° SA 10 Strekkingsvindur og rigning fram eftir degi sunnan- og vestanlands en bjart með köflum norðaustan til. Þykknar upp norðaustanlands síðdegis. 4 FÓLK „Ég leik pabba Guðmundar og systir mín leikur ömmu mína,“ sagði Grettir Valsson, en systkin- in Gríma og Grettir koma til með að leika hlið við hlið í nýrri upp- setningu Þjóðleikhússins á Óvit- unum eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Verkið verður frumsýnt í október. Grettir er aðeins ellefu ára gamall en er ekki ókunnugur leiklistinni því hann hefur leikið í fjölda uppsetninga, til að mynda Galdrakarlinum í Oz, Mary Popp- ins og Oliver Twist, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur einnig talað inn á fjölda teiknimynda. Gríma, sem er átta ára gömul, mun þreyta frumraun sína á sviði á nýju leikári. Óhætt er að segja að systkinin muni taka sig vel út á sviðinu, hlið við hlið. Það má segja að þeim Gretti og Grímu sé leikhúsáhuginn í blóð borinn því foreldrar þeirra eru leikmyndahönnuðurinn Ilmur Stefánsdóttir og leikarinn og leik- skáldið Valur Freyr Einarsson. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. - ósk Systkini saman í Óvitunum: Gríma leikur ömmu Grettis LEIKHÚSBAKTERÍAN Í BLÓÐ BORIN Gríma og Grettir Valsbörn eru alin upp á sannkölluðu leikhúsheimili. Á næsta leikári munu systkinin standa hlið við hlið á sviðinu, en þau fara hvort með sitt hlutverkið í uppsetningu Þjóðleikhússins á Óvitunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Foreldrar hafa í auknum mæli leitast eftir því að sjá sjálfir til þess að börnin þeirra séu bólusett við hlaupabólu, en bóluefn- ið er ekki lengur til og hefur ekki verið um nokkra hríð samkvæmt lyfjafræðingi. Almenn bólusetn- ing gegn sjúkdómnum hefur ekki verið innleidd á Íslandi. Heimilis- læknar hafa síðustu ár skrifað út lyfið í sífellt meiri mæli. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðis ráðherra hafði ekki kynnt sér efni málsins til hlítar, en hann heyrði fyrst af málinu í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. Yfirlæknir hjá Landlækni, Þór- ólfur Guðnason, segir það hafa verið skoðað að hefja almenna bólusetningu við hlaupabólu. Hann segir þjóðhagslegan sparnað af bólusetningunni yrði hún inn- leidd, en rannsókn sem var unnin á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands árið 2009 sýndi fram á að hlaupabóla kostaði samfélagið um 290 milljónir sama ár. Þórólfur bætti því þó við að ef börn fengju hlaupabólu væri til lyf sem gæti gagnast þeim, að því gefnu að með- ferðin væri hafin mjög snemma. Þórólfur segir þetta lyf þó gjarnan gleymast í meðferð við hlaupabólu og það sé miður. - lvp, ósk / síða 4 Bólusetning gegn hlaupabólu kostar fjölskyldur 16 þúsund krónur á barn: Foreldrar keyptu upp bóluefni Úr biðflokki í nýtingarflokk Umhverfisráðherra hefur hafið vinnu við að breyta Rammaáætlun. Líklegt er að sex virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. 8 Gráta Króatana Margir taka nærri sér örlög króatísku fjölskyldnanna sem fengu ekki hæli hérlendis. 6 Fleiri útköll Útköllum björgunar- sveitanna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. 12 Vilja ódýrari mat Sjálfstæðismenn í Rangárþingi vilja að sveitarfélagið byggi undir lágvöruverðsverslun. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.