Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA PÚÚKI Elva saumar litríka kjóla á stelpur undir merkinu Púúki. Aðeins einn kjóll er til í hverju munstri. Kjólarnir fást í hönnunar- versluninni Kistu á Akureyri. MYND/ELVA KÁRADÓTTIR Ég vildi leyfa strákunum mínum að upplifa norðlenskt skólakerfi í eitt ár. Þeir neita hins vegar að fara aftur út svo árin eru orðin þrjú,“ segir Elva María Káradóttir, sem flutti í heimabæinn Akureyri eftir tuttugu og fimm ára búsetu í París. Elva er klæðskeri og lærði fagið í háborg tískunnar og hafði unnið fyrir hönnuði eins og Ninu Ricci áður en hún flutti heim. „Þetta var mjög spennandi og skemmtilegt. Ég var þrjú og hálft ár hjá Ninu Ricci og hafði áður unnið fyrir japanska hönnuðinn Shini Chiro Arakawa. Hann var að gera öðruvísi hluti, engar beinar línur og fötin gátu staðið eins og skúlptúrar. Arakawa fór ekki eftir neinum reglum en hjá Ninu Ricci snerust hlutirnir um hátísku. Þar var ég hluti af stóru teymi og það var mjög gaman að vinna fyrir stórar tískusýningar, langt fram á nótt ef þess þurfti,“ segir Elva og viður- kennir að sakna tískubransans í París örlítið. Maðurinn hennar býr einnig enn í París enda átti fjarbúð fjöl- skyldunnar upphaflega einungis að standa í ár. Hún kann þó vel við sig á Akur- eyri. Synirnir blómstra í norðlensku frelsinu og þá er hún að hanna og sauma kjóla á stúlkur undir merk- inu Púúki. „Kjólaævintýrið hófst reyndar í París fyrir níu árum þegar ég og vinkona mín fórum að sauma kjóla. Ég tók svo upp þráðinn eftir að ég flutti heim. Ætli mig hafi ekki vantað pífur og blóm í líf mitt þar sem ég á bara stráka sjálf,“ segir hún og hlær. „Ég kaupi yfirleitt þrjá til fjóra metra af sama efninu og sauma einn kjól í hverri stærð, tveggja, fjögurra, sex og átta ára. Efnin kaupi ég í París en við förum þang- að nokkrum sinnum á ári,“ segir hún. Kjólana er hægt að nálgast í hönnunar- verslun- inni Kistu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri en einnig selur Elva kjólana á vinnustofu sinni, Tíunni, í Listagilinu sem hún deilir með fjór- um öðrum. Þá er hægt að forvitnast nánar um Púúka á Facebook. ■ heida@365.is FRÁ PARÍS Í PÚÚKA TÍSKA Klæðskerinn Elva Káradóttir flutti til Akureyrar eftir 25 ára búsetu í París þar sem hún sneið föt fyrir Ninu Ricci. Hún saumar kjóla á stúlkur undir merkinu Púúki á vinnustofu sinni, Tíunni, í Listagilinu. FLUTT Í HEIMABÆINN Elva María Káradóttir klæðskeri vann fyrir Ninu Ricci í háborg tískunnar áður en hún flutti heim fyrir þremur árum. MYND/ÞÓRHALLUR JÓNSSON FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Skipholti 29b • S. 551 0770 SUMARDAGAR 15% afsláttur af sumarvörum Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Stærsta föndurverslun landsins NÝ SENDING AF VIÐARPERLUM Lengjur 395 kr. - 695 kr. NÝTT - ÓDÝRAR EN GLÆSILEGAR GLERPERLUR VERÐ Á LENGJU FRÁ KR 295.-!! STÆRSTI PERLUBAR LANDSINS Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana. LANGAR ÞIG Í BÍÓ? F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.