Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 28
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJARNASON frá Hlemmiskeiði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði sunnudaginn 19. maí verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 1. júní kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Ómar Örn Ingólfsson Rósa Guðný Bragadóttir Inga Birna Ingólfsdóttir Árni Svavarsson afa- og langafabörn. 70 ára afmæli ÁRNÝ A. RUNÓLFSDÓTTIR hómópati, Kristnibraut 67, er 70 ára í dag 30. maí. Af því tilefni sendum við henni haming juóskir og megi gleðin fylg ja henni hvert spor. Kveðja, Sigurður, börn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR lést á Hrafnistu í Kópavogi mánudaginn 27. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Hrafnistu í Kópavogi. Þórunn Einarsdóttir Kelley Richard Kelley Halldór Einarsson Esther Magnúsdóttir Elín Einarsdóttir Jón Gunnlaugsson Ingibjörg Einarsdóttir Birna Einarsdóttir Guðmundur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, bróðir okkar, frændi og mágur, GUNNAR GUNNARSSON stýrimaður og skipstjóri frá Dalvík, lést á hafi úti 12. desember 2012 og fannst lík hans í Kaldbaksvík á Ströndum 17. maí sl. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 1. júní 2013 kl. 13.30. Ásta Jónína Sveinbjörnsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir Örlygur Hnefill Jónsson Jóhann Gunnarsson María Steinsdóttir Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir Gestur Traustason Edda Gunnarsdóttir Örn Smárason og frændsystkin. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn á mánudag. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem bæði íslensk- ir og erlendir fyrirlesara ræða hugðar- efni sín. Sigríður Heimisdóttur vöruhönnuður, Sigga Heimis, er meðal fyrirlesara og ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönn- uða. „Ég er ákaflega áhugasöm um sam- band félagslegrar ábyrgðar og hönn- unar og það getur verið margs konar,“ segir Sigga um erindið. „Til dæmis að vinna með fólki í þróunarlöndunum og hjálpa þeim að búa til virðisaukandi vörur í heimalandinu. Annað er að vekja athygli á ýmiss konar málefnum. Mér finnst spennandi að hönnun geti vakið fólk til umhugsunar um málefni sem þykja kannski ekki sérstaklega spennandi eða „heit“. Í erindi sínu mun Sigga aðallega fjalla um verkefni sem hún hefur unnið með Corning Museum of Glass í Bandaríkj- unum, stærsta glerlistasafni í heimi. „Ég hef unnið með þeim líffæri mannslíkamans úr gleri í verkefni sem hefur nú staðið í rúm fimm ár. Þarna erum við að vekja athygli á líffæragjöf og umræðum um hana. Það er mikill skortur á líffærum í heiminum í dag og og í þróunarlöndum viðgengst hræði- legt svartamarkaðsbrask. Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar um að gerast líffæragjafar.“ Sjálf segist Sigga hafa vaknað til vit- undar um þessi mál þegar hún vann hjá Ikea og fór reglulega í vinnuferðir til Asíu, þar sem „heilu þorpin voru að vinna við að framleiða eina vöru sem maður skissaði í flýti einn daginn. Þá áttaði ég mig hinni félagslegu hlið og þeirri ábyrgð sem henni fylgdi.“ Sigga segir brýnt að bæta félags- legri ábyrgð hönnuða við grunnnám í hönnun. „Það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhrifum verka sinna en að kunna skil á efni og formfræði,“ segir hún. „Hönnuðir eiga ekki að senda frá sér verk sem valda skaða. Mér finnst enn vanta almenni- lega meðvitund um þessi mál meðal hönnuða. En það eru þó ýmis jákvæð teikn og þetta mun hugsanlega stór- breytast með næstu kynslóð hönnuða.“ Hönnunarnám er ungt á Íslandi og umræðan um hinn félagslega þátt hönnunar ekki langt á veg komin að mati Siggu. „En hér hafa þó verið unnin mörg skemmtileg verkefni þar sem félagsleg ábyrgð er rík. Ég held að íslenskir hönnuðir gætu orðið sterkir í þessari deild og skapað sér sérstöðu.“ Sigga telur að umhverfismál séu lík- lega sá málaflokkur sem hönnuðir eru mest meðvitaðir um. Hönnuðir bera ríka félagslega ábyrgð Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn þann 3. júní. Þar verða fl utt erindi þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og uppgötvanir. Meðal fyrirlesara er Sigríður Heimisdóttir, sem ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönnuða. SIGRÍÐUR HEIMISDÓTTIR „Það er ekki síður mikil- vægt að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhrifum verka sinna en að kunna skil á efni og form- fræði.“ Slagorð ráðstefnunnar TEDx Reykjavík er Ljáum góðum hugmyndum vængi. TEDx- ráðstefna er smærri útgáfa af TED– Ideas worth spreading þar sem fyrirlesarar hvaðanæva að úr heiminum flytja stutt og hnitmiðuð erindi um allt milli himins og jarðar. Þau erindi og valin erindi frá TEDx eru birt á TED.com og eru öllum aðgengileg. Dæmi um erindi á TEDx Reykjavík: ■ Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri og leikari, fjallar um hvernig við lifum gegnum tölvur og síma og stjórnum eigin upplifunum. ■ Úlfur Hansson tónlistarmaður mun kynna og leika á rafhörpu sem hann vann nýlega Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir. ■ John Nicholls, breskur skólastjóri og alþjóðlegur ráðgjafi um virkni og starfs- ánægju starfsmanna í barnaskólum, fjallar um hvað má gera til að hámarka starfs- ánægju starfsfólks í skólum. ■ Sigríður María Egilsdóttir, nýlega valin ræðumaður ársins á Morfís, flytur erindi um baráttuna fyrir jafnrétti. Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Arion-banka milli klukkan 13 og 17.30. Nánari upplýsingar á tedxreykjavik.is. Að ljá góðum hugmyndum vængi „Það hefur meðal annars leitt til auk- innar áherslu á framleiðslu á heima- markaði. Það stuðlar að aukinni atvinnu og verðmætasköpun, sem er auðvitað jákvætt fyrir viðkomandi land. En þetta er bara ein hlið af mörgum. Það eru margir félagslegir þættir sem mætti fjalla meira um. Hönnun getur verið til- valinn kveikiþráður í þeirri umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1431 Jóhanna af Örk er brennd á báli í Rúðuborg í Frakklandi. 1829 Jónas Hallgrímsson flytur prófræðu sína í Bessastaða- kirkju. 1851 Jón Sigurðsson er kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauða- dags. 1889 Hallgrímur Sveinsson er vígður biskup. 1919 Fyrsti íslenski ríkisráðsfundurinn er haldinn í Fredens- borgarhöll í Danmörku. Fyrsti slíkur fundur hérlendis er haldinn tveimur árum síðar. 1977 Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóðrautt sólarlag, er frumsýnd og veldur deilum. „Fólk á okkar aldri á alla hluti. Það mundi veita okkur mikla gleði ef fólk legði fé í söfnunarsjóð vegna kaupa á mikilvægu lækningatæki á Landspítalann sem heitir aðgerðarþjarki, í stað þess að gefa okkur gjafir,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi formaður Umferð- arráðs, sem varð sjötugur 5. febrúar. Konan hans, Þuríður A. Steingrímsdóttir verslunarmaður, nær þeim áfanga 28. júlí og þau ætla að halda upp á afmæl- in á gullbrúðkaups afmælinu sínu 1. júní. Þá vonast þau til að sjá sem flesta ættingja og vini og eiga með þeim ánægjulega kvöldstund. „Aðgerðarþjarkinn sem Landspítalinn er að safna fyrir er byltingarkennt tæki, nokkurs konar róbót sem nýtist til margvíslegra skurðaðgerða,“ segir Óli. „Aðgerðin verður inngripsminni en ella, bati er skjót- ari og hægt er að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi en með venjulegri skurðaðgerð,“ lýsir hann og tekur fram að söfnunarreikningurinn er númer 0515-14-408005 og kennitalan 470313-1370. - gun Lækningatæki í stað gjafa Hjónin Óli H. Þórðarson og Þuríður A. Steingrímsdóttir fagna sjötugsafmælum og gull- brúðkaupi 1. júní. Þau beina gjöfum í kaup á lækningatæki. GULLBRÚÐKAUPSPARIÐ Þuríður og Óli H. vilja láta gott af sér leiða á merkum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.