Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 59

Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 59
FIMMTUDAGUR 30. maí 2013 | MENNING | 47 Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi verður haldin í fyrsta sinn í sumar. Hún fer fram í samkomuhúsinu Baldri 15. júní. Í kjölfar góðra undirtekta við tónleikaröðinni Mölinni á Drangsnesi var ákveðið að halda þessa nýju tónlistarhátíð. Á Sumarmölinni verður lagt upp með að skapa fjölskylduvænt andrúmsloft þar sem ungir og aldnir geta komið saman og notið þess að horfa á rjóma íslenskra tónlistarmanna flytja tónlist í fallegu umhverfi. Á fyrstu Sumar mölina hafa nú boðað komu sína Borko, Jónas Sigurðsson, Gógó-Píurnar, Hemúllinn, Nolo, Ojba Rasta og Valdimar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 20 til 00.30 og er vakin sérstök athygli á því að börn og ungling- ar undir 16 ára aldri eru velkomin í fylgd með foreldrum. Að tónleikum loknum verður áfram- haldandi skemmtun á Malarkaffi þar sem plötusnúður spilar fyrir dansglaða hátíðargesti. Miðaverð er 3.900 kr. - fb Hátíðin Sumarmölin í fyrsta sinn Tónlistarhátíðin á Drangsnesi verður haldin í fyrsta sinn 15. júní næstkomandi. OJBA RASTA Hljómsveitin Ojba Rasta spilar á Sumarmölinni 15. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 70 Drangsnes er þéttbýliskjarni í Kaldrananeshreppi á Vestfj örðum sem telur um 70 íbúa. Helen Mirren, í gervi Bretlands- drottningar, heimsótti ungan, breskan dreng sem átti þá ósk heitasta að hitta höfuð krúnunnar. Hinn tíu ára gamli drengur hefur glímt við krabbamein um nokkurt skeið og ósk- uðu foreldrar hans eftir því að hann fengi að hitta drottn- inguna. Hin raunverulega drottning hafði þó ekki tíma en þess í stað fékk hann heimsókn frá leikkonunni. Mirren, fer með hlutverk drottn- ingarinnar um þessar mundir í leikritinu The Audience. „Hún var í karakter allan tím- ann meðan á heimsókninni stóð. Sonur okkar hélt að hún væri hin raunverulega drottning, og það dugir okkur,“ sagði faðir drengs- ins, sem var Mirren óendanlega þakklátur. Mirren heim sótti veikan dreng Johnny Depp hefur fengið heimilis laust fólk til að leika í sinni nýjustu mynd, Trancend- ence. Hinn 49 ára leikari sann- færði þann sem skipaði leikara í myndina um að ráða tvær heim- ilislausar manneskjur sem auka- leikara eftir að hann sá þær á ferli í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. „Johnny vill alltaf hjálpa til á tökustað,“ sagði heimildar maður götublaðsins The Sun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Depp gefur heimilislausum gaum því árið 2011 keypti hann hatt af einum slíkum og bætti þar með við hattasafn sitt. Heimilislausir ráðnir af Depp JOHNNY DEPP Leikarinn fékk heimilis- laust fólk til að leika í mynd sinni. Fimm flytjendur koma fram á tón- leikunum Pottapopp sem verða haldnir í gömlu sundhöllinni í Hafnarfirði á laugardaginn. Þar koma fram Vök, sigursveit Músík- tilrauna, Magnús Leifur, áður kenndur við Úlpu, Sveinn Guð- mundsson, sem gefur út plötuna Fyrir herra Spock, MacGyver og mig í sumar, Fox Train Safari, sem gefur einnig út plötu í haust, og jógakennarinn Sólbjört Guð- mundsdóttir, sem leikur á gong. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Tónleikarnir eru hluti af bæjar- og menningarhátíðinni Bjartir dagar sem verður haldin í Hafnar- firði 30. maí til 2. júní. Pottapopp í Hafnarfi rði VÖK Hljómsveitin Vök spilar á Potta- poppi í gömlu sundhöllinni. GLADDI DRENG Helen Mirren mætti í heimsókn til ungs drengs í gervi Bretlands- drottningar. NORDICPHOTOS/GETTY Kom eitthvað upp á? Er bíllinn til dæmis rafmagnslaus, dekk sprungið eða vantar eldsneyti? Með F plús fjölskyldutryggingu færð þú aðstoð hjá Bílahjálp VÍS hvenær sem er sólarhringsins og víðast hvar á landinu. Hafðu samband og hjálpin er á næsta leiti. Þú finnur nánari upplýsingar um verð og þjónustu á vefsíðu VÍS. Bílahjálp VÍS bjargar málunum! VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS EF ÞÚ ERT MEÐ F PLÚS FÆRÐ ÞÚ AÐSTOÐ HJÁ BÍLAHJÁLP VÍS E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 0 6 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.