Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 37
KYNNING − AUGLÝSING Öryggisfatnaður30. MAÍ 2013 FIMMTUDAGUR 3
VINNU- OG ÖRYGGISFATNAÐUR Í MIKLU ÚRVALI
STÆRRI OG BJARTARI
FATADEILD Í BYKO BREIDD
w
w
w
.e
xp
o.
is
/
E
XP
O
au
gl
ýs
in
ga
st
of
a
Öryggisfatnaður er margs konar en markmiðið með
honum er að hann verji fólk gegn utanað komandi
hættu. „Þetta kallast einu nafni persónuhlífar en
grunnhugsunin er sú að þær verji fólk þegar ekki
er hægt að fjarlægja hættuna á annan hátt,“ segir
Steinar Harðarson, svæðisstjóri Vinnueftirlitsins.
„Það ætti að vera keppikefli atvinnurekenda að vélar,
tæki, vinnuaðferðir og verkefni séu hættulaus en sú
er ekki alltaf raunin og þá eru persónuhlífar notaðar.“
Undir persónuhlífar heyrir meðal annars
sýnileika fatnaður, öndunargrímur, fallvarnar-
búnaður, tregbrennanlegur fatnaður, öryggis-
gleraugu og heyrnarhlífar. Samkvæmt reglugerð um
notkun persónu hlífa er það skylda atvinnu rekenda
að meta þörfina fyrir þær fyrir öll störf sem þeir
láta vinna á sínum vegum. „Ef því er ekki sinnt er
það brot á vinnuverndarlögum og við því geta verið
viður lög,“ segir Steinar. „Ef hægt er að rekja slys til
þess að persónu hlífum hafi verið ábótavant getur at-
vinnurekandi sömuleiðis verið skaðabótaskyldur. Þá
þurfa persónuhlífarnar að vera CE-merktar sem á að
tryggja að þær uppfylli tiltekna öryggisstaðla.“
Reglur um persónuhlífar og notkun þeirra voru
settar árið 1994 og hefur margt breyst til batnaðar
síðan þá. „Það eru til dæmis ekki nema tíu til fimm-
tán ár síðan maður sá hópa af unglingum vera að
vinna nálægt akbrautum án sýnileikafatnaðar. Í
dag dettur engum í hug að senda fólk á slíka staði án
auðsjáanlegs fatnaðar með endurskini. Almennt er
mun meira um að menn noti réttan búnað þar sem
hans er þörf.“
Samfara þessu hefur umtalsvert dregið úr slysa-
tíðni. Það má meðal annars merkja mjög jákvæða
þróun í yngri aldurshópum. Hins vegar er það enn
þá svo að karlar á bilinu 18 til 30 lenda frekar í slysum
en aðrir en þar spila kannski aðrir þættir inn í eins og
kappsemi, reynslu- og þekkingarleysi.
Koma í veg fyrir slys
Reglur um persónuhlífar og notkun þeirra voru settar árið 1994 og hefur
margt breyst til batnaðar síðan þá.
Steinar segir persónuhlífum ætlað að verja fólk þegar ekki er
hægt að fjarlægja utanaðkomandi hættu á annan hátt.
MYND/ARNÞÓR BIRKISSON
VINNUSUMARIÐ 2013
SMIÐJUVEGI 1, GRÁ GATA, 567 6000
WWW.HEBRON.IS
WALK SAFE
Öryggisskór - S3.
Leður, leðurtáhlíf.
Pu sóli.
Stáltá.
Stál í sóla.
VERÐ: 21.590 kr.
VESTI - NÝTT
Tveir hangand
i brjóstvasar.
Tveir styrktir n
aglavasar (lok
aðir).
Styrktir þriggj
a punkta nag
lavasar.
ID korta vasi.
Stærðir: S-XX
XL.
Litir: Svartur.
VERÐ: 16.90
0 kr.
SÝNILEIKAVESTI
Sérstaklega hannað
fyrir fallvarnabúnað.
Tveir hangandi brjóstvasar.
Tveir styrktir naglavasar (lokaðir).
Styrktir þriggja punkta naglavasar.ID korta vasi.
Stærðir: M-XXXL.
VERÐ: 19.960 kr.
BUXUR
Litir: Grátt/svart – Drapplitað/svart.
Hnjápúðavasar CORDURA®.
Styrktir smíðavasar að framan.
Hamarhalda.
Lokaður símavasi.
Tommustokks og hnífavasi.
Stærðir: 46-62.
VERÐ: 15.990 kr.
NÝJUSTU
VINNUBUXURNAR 2013
Með vulcanisation hnjápú
ðum.
Hnjápúðavasar CORDURA
®.
Styrktir smíðavasar að fra
man.
Hamarhalda.
Lokaður símavasi.
Tommustokks og 2 hnífa
vasar.
Litir: Grátt/svart.
Stærðir: 46-60.
VERÐ: 19.960 kr.
PIPAR\TBW
A • SÍA • 131755